Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 50
ÚR DRAUMLÍFI SKÁLDA Þegar viö lesum góða sögu eða fagurt Ijóð hlýtur stundum að gripa mann undrun yfir list skáld-ins og oft næstum takmarkalausu hugarflugi. Algengast er að lala um innblástur i þessu sambandi. þótt fæstir brjóti frekar heilann um það hvað hann sé i rauninni. Vitanlega er fróðlegast að heyra skáldin sjálf skýra frá þessu, þótt það sé fremur fátítt. Eitt af þvi sem mjög er athyglivert i þessu sambandi er hve mörgskáld hafa rakiðefni skáldverka sinna til drauma. Margir segjast beinlínis hafa dreymt efni sögunnar eða ljóðsins, orð fyrir orð, og sé listaverkið þannig í rauninni frá öðrum komið en þeim sjálfum. Svo dæmi sé nefnt úr íslenskum bókmenntum vil ég til dæmis minnast þess hvernig skáldið Einar H. Kvaran sagði vini sínum Einari Loftssyni frá tildrög- um þess að hann samdi leiktirið Hallstein og Dóru. Skáldið sagði nafna sínum frá því, að það hefði losað svefninn á fjórða timanum morgun einn, hefði sig dreymt persónurnar, sem koma fram i leikritinu. Hann hefði lifað með þeim, tekið þátt í sorgum þeirra og gleði og fylgst með örlögum þeirra frá upphafi til enda. En skáldið kvaðst hafa vaknað laust fyrir klukkan átta þennan minnisstæða morgun. í ritgerðasafni Roberts Louis Stevensons 11850- 1894) hins fræga skoska skáldsagnahöfundar, sem nefnist Yfir slétturnar (Across the Plains) segir hann frá því hvernig sögur sínar verði til og hvaðan efni þeirra sé komið. Skýringar hans eru mjög forvitni- legar, því margir okkar íslendinga munu telja sig standa í ógoldinni skuld við þetta frábæra sagnaskáld fyrir ritverk hans. Stevenson segir okkur að efnið í sögur sínar, persónurnar i þeim, lyndiseinkunnir þeirra og skapgerð. örlagavefurinn i rás viðburðanna, þetta sé allt komið frá álfunum sínum, sem hann venjulega nefnir „litla fólkið mitt”. „Það hefur sýnt mér allt þetta i draumum mínum,” segir Stevenson. Það virtist hafa hið sama fyrir stafni og hann. leit að hentugu viðfangsefni og vék ekki úr draumum hans næturlangt; sýndi honum eitt atriðið af öðru á eins UNDARLEG ATVIK XXX ÆVAR R. KVARAN konar litlu upplýstu leiksviði. Allan tímann meðan Stevenson horfði á rás viðburðanna á leiksviði „litla fólksins.” kvað hann sér hafa verið ómögulegt að geta til um, hvernig fara mundi, hver leikslokin yrðu. Honum var gjörsamlega hulið hvernig greiðast myndi úr örlagaflækju persónanna i sýningunum. Hann segir til dæmis. að hátterni einnar kvenpersónunnar hafi verið þannig, að sér hafi verið ómögulegt að ráða i hvað fyrir henni hefði vakað, að hverju hún stefndi. „En að lokum varð mér þetta skiljanlegt, þegar hún skýrði tilgang sinn í snjallri ræðu," sagði þessi frægi höfundur. En hvað um þetta litla fólk, sem bjargar öllu með þessum dularfulla hætti? Um það segir Stevenson: „Það sýnist vera í nánum tengslum við mig, en ég held hins vegar. að þaðsé meiri gáfum gætt og fjölþættari hæfileikum heldur en ég veit mig eiga.” Það getur sagt honum sögur, hvern kapítulann af öðrum, án þess að samhengið i rás viðburðanna slitni nokkurn tima í sundur, og án þess að hann sjálfur fái rennt grun i hvernig fara muni um leikslokin, eða hvað fyrir persónunum vaki. Sjálfur lýsir Stevenson þessu fólki svo: „En hvað á ég að segja um álfana mina? Ja, ég get bara sagt, að þeir eru „álfarnir mínir” og guð blessi þá! Þeir vinna helminginn af starfi mínu meðan ég hvíli í værum svefni, og senni- lega fylgjast þeir með mér i vökunni og vinna í raun og veru það, sem ég stundum hugsa með hrifningu að ég hafi sjálfur afrekað. Það er að minnsta kosti hafið yfir allan efa, að það sem gerist í draumum mínum er þeirra verk, og það er engan veginn sjálfsagt, að sá þáttur sem fram fer í vökunni sé eingöngu minn. Allt hnigur fremur að þvi, að þar hafi þeir einnig hönd í bagga.” Allur heimurinn kannast við hina frægu sögu Roberts Louis Stevensons Dr. Jekyll og Mr. Hyde. sem hefur verið margsinnis kvikmynduð og aðalhlut- verkið leikið af frægustu skapgerðarleikurum kvikmyndanna. Stevenson segir í þessari áðurnefndu ritgerð sinni hvernig þessi saga hafi orðið til. 1 tvo daga hafði hann verið að velta fyrir sér hvaða efni hann gæti fundið í nýja skáldsögu, en honum datt ekkert nýtilegt í hug. En svo dreymir hann þrjá meginþætti söguefnisins nótt eina, og meginatriðið, sem veldur straumhvörfum i rás viðburðanna kom ósjálfrátt. Það er þvi ekki furða þótt Stevenson spyrji í þessari ritgerð „Hverjir eru þessir litlu næturgestir mínir?” En hvorki honum né öðrum hefur tekist að svara þeirri spurningu á fullnægjandi hátt. Reynsla rithöfundarins Edwards Lucas Whites á þessu sviði er mjög athyglisverð og að sumu leyti jafn- vel furðulegri en Stevensons. En draumskynjanir bárust inní vitundarlíf þessa manns með nokkuð öðrum hætti. Hann var kennari i latínu og grisku við skóla i Baltimore í Bandarikjunum, en þrátt fyrir kennslustörf sín vannst honum timi til að skrifa sögu- legar skáldsögur. 1 löngum formála að The Song of the Sirens segir hann nokkuð frá draumareynslu sinni. Hann segir svo um sjálfan sig: „Mig dreymir mikið, og jafnvel á daginn sækja ýmsar hugmyndir að mér, hvernig sem störfum minum þá kann að vera háttað." En þá fyrst þegar hann var fallinn í svefn á kvöldin fékk hann efnið í sögurnar sinar. Suma þessa drauma mundi hann óglöggt þegar hann vaknaði, en um aðra segir hann: „Þeir höfðu brennt sig inn i meðvitund mína." Þannig var um drauminn, sem hann dreymdi 17. febrúar 1906, en hann varð honum efni í fyrrnefnda sögu. Hann dreymdi ekki að hann sæi mynd eða málverk í draumnum, en segir að sér hafi virst að hann væri staddur uppá siglutoppi á skipi og sæi þaðan niður á töfraeyna og ibúa hennar. Stundum kvaðst hann vakna sannfærður um að hann hefði verið að lesa sögu í bók. Hann kvaðst muna mjög skýrt eftir útliti bókarinnar, muna töluna á siðustu blaðsiðunni, þekkja pappirinn og leturgerðina í minnstu smáatriðum. Annað athyglisvert atriði í reynslu hans var að hann dreymdi stundum upp aftur og aftur sama drauminn. Stundum leið að visu nokkur timi milli þess að draumurinn endurtæki sig, einatt fáeinar nætur, en stundum vikur, mánuðir og jafnvel ár. Þannig sagði hann að saga sín Dislova hafi verið rituð nær óbreytt frá því sem hann dreymdi hana. Fyrri hluti hennar kom i draumum, sem endurtóku sig stundum tvisvar i viku, stundum aðeins einn draumur með sex mánaða millibili. Draumar hans sem höfðu aðgeyma efni þess- arar sögu stóðu yfir i tólf ár, byrjuðu í febrúarmánuði 1899 en lauk 20. febrúar 1911. Þessa nótt var honum 50 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.