Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 63
Þrjár í vanda Elsku Póstur! Þannig er mál með vexti að okkur langar svo að byrja með strák, hvað eigum við að gera? Við erum svolítið feitar, frá 60- 70 kíló, en lítum ekki sem verst út, erum 14-15 ára gamlar og erum með dálítið stór brjóst. Við erum ekki í mjög góðum félagsskap og okkur langar mikið til þess að vera á opnum stöðum. Foreldr- ar einnar stelpunnar vilja helst ekki lofa henni að reykja, hvað á hún að taka til bragðs (ekki segja að hún sé of ungl)? Hér kemur enn eitt vandamál: Okkur langar mikið að fara í ferðalag og sofa í tjaldi, eða jafnvel á hóteli fyrir utan bæinn, en foreldrar okkar vilja ekki leyfa okkur það. Ég ætla að vona að þú getir ráðið fram úr þessu. Bless, bless kæri Póstur. Þrjár úr Tungunni Jahéma, ekki flaug Póstinum í hug að segja stúlkunni að hún sé of ung til að reykja. Að hans áliti er það enginn ákveðinn aldur, sem er æskilegur fyrir reykingafólk, því enginn ætti að láta sér til hugar koma að eyða peningum sínum í slíkt. Það er í raun fyllilega sambærilegt við það að borga næsta manni fyrir að gefa þungt högg á kjálkann eða annan viðkvæman líkamshluta. Bíðið bara sallarólegar eftir strákunum, þeir koma örugglega fljótlega að reyna að tæla slíkar glæsiskvísur sem þið hljótið að vera. Látið samt reykingarnar lönd og leið og látið ykkur nægja fyrst um sinn að tjalda úti í garði. Elvis Presley á plakati Kæri Póstur! Mig og fleiri krakka langar til að vita hvort þið á Vikunni gætuð ekki haft plakat með Elvis Presley inni í blaðinu. Þakka ykkur fyrir gott efni í Vikunni. Hún er bæði fróðleg og skemmtileg. Kærar kveðjur frá Vikuaðdáanda. Beiðni ykkar er hér með komið á framfæri en þið verðið að athuga að biðin eftir plakatinu gæti orðið nokkur, þvi vinnslu- tími Vikunnar er nokkuð langur, frá þremur vikum og jafnvel upp í einn og hálfan mánuð. Kærar þakkir fyrir hrósið. Hvað er Björgvin langur? Kæri Póstur! Ég er ofsalega hrifin af honum Björgvini Halldórssyni og ég er svo sannarlega aðdá- andi hans. Mig langar að fá nokkrar upplýsingar um hann: Hvað er hann gamall? Hvað er hann langur? Hvar á hann heima? Og hvaða símanúmer er hjá honum? Ein hrifn Æ, æ, kæra hrifin. Pósturinn veit fremur lítið um Björgvin Halldórsson. Hann mun vera um þrítugt og heimilisfang og símanúmer gæfi Pósturinn ekki upp þótt hann vissi það. Lengd Björgvins? — Ja, eitthvað í kringum 1,75-1,78 m. Hann umlar eitthvað í barm sér Kæri Póstur! Ég hef skrifað þér áður, en svo virðist sem hin fræga Helga haf gleypt bréfð. Ég vona að hún sé södd núna, því ég á við vanda að etja. Þannig er mál með vexti að ég hef verið með strák á föstu Konan min er hrædd um að ég kvefist. og er búin að vera með honum síðustu sex mánuðina. Ég sef stundum hjá honum um helgar en það er þó ekki mjög oft. Stundum kemur samt einhver beygur í mig, ef ég fer að hugsa um þungun. Þá bið ég hann að kaupa verjur, en hann umlar eitthvað í barm sér, en kemur því aldrei í verk. Ætli hann sé feiminn? Og upp á síðkastið fnnst mér eins og það sé að slitna upp úr sambandi okkar. Góði Póstur, hjálpaðu mér um einhver ráð, því ég vil ekki missa hann. Begga P.S. Sendi tyggiópakka handa Helgu, ef hún skyldi þurfa eitthvað að japla á. Það er svo sannarlega ábyrgðarlaust af þér að senda vesalings Helgu tyggigúmmí, því það er öllum ruslafötum stórhættulegt, jafnvel banvænt. Hann vinur þinn er ósennilega nokkuð feiminn, miklu fremur sinnulaus og þú ættir alls ekki að nálgast hann án þess að verða þér sjálf úti um einhverjar öruggar varnir. Hafðu samband annaðhvort við heimilislækninn eða kvensjúkdómalækni og fáðu þar upplýsingar um þær varnir, sem henta þér best persónu- lega. Ef til vill lagast samkomu- lagið þegar þú hefur gert þetta, því þetta atriði getur einmitt haft slæm áhrif á samband ykkar. Þú lokaðist þarna inni af ásettu ráði, er það ekki? Zl. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.