Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 5
byggði þetta hús og var hann jafnan nefndur Einar borgari. Ég hef heyrt að timbrið sem hann notaði hafi verið afgangs- timbur úr Menntaskólanum en bæði þessi hús voru byggð á fyrri hluta 19. aldar. Afi minn, Erlendur Árnason, ættaður úr Húnavatnssýslu, kom hingað til bæjarins þeirra erinda að komast í læri hjá Einari þessum borgara sem hann og gerði. Síðan þá hafa langamma mín og langafi, afi minn og amma og foreldrar minir búið í þessu húsi og hér ólst ég upp. Húsið hefur tekið miklum breytingum frá því það var fyrst byggt því að það er búið að stækka það að minnsta kosti tvisvar. Þau fluttu af hræðslu — Ég hef alltaf verið viðloðandi þetta hús ef undanskilinn er sá tími sem ég hef dvalist erlendis og þau tvö ár sem ég var í Hveragerði. Og alltaf hef ég sótt hingað aftur. Foreldrar mínir fluttu úr þessu húsi fyrir um hálfu ári síðan vegna þess að þau voru orðin svo hrædd um að það ætti að fara að rífa allt í þessum bæjarhluta og fluttu því í nýrra hverfi þar sem minni hætta er á slíku og þar af leiðandi meira öryggi. Þegar þau fluttu tók ég efri hæðina og risið í þessu húsi á leigu og nú get ég bæði unnið og sýnt hér. Ég var að taka það saman að gamni mínu að í allt er ég búinn að vera með vinnustofur á 17 stöðum síðan að ég fór að vinna að myndsköpun og maður var yfirleitt 3 mánuði á hverjum stað. En nú er ég sem sagt búinn að koma mér fyrir hérna og líður alveg ágætlega. — Þú ert ekkert hræddur, líkt og gömlu hjónin, um að allt verði rifið niður hérna? — Þú sérð nú bakhliðina á Bernhöfts- torfunni hér út um gluggann — stórglæsi- legar brunarústir. Aftur á móti er hún falleg að framan, nýmáluð og fín — alveg eins og leiktjöld, bara framhlið. En á meðan ríki og borg halda áfram að gefa hvort öðru þessa torfu þá gerist ekkert í þessum málum. Allt framtíðarskipulag hér fer eftir því hvað gert verður við torfuna. En það er hvergi betra að vera en nákvæm- lega hérna, maður þekkir orðið hvern krók og kima, þó verð ég að segja að mig dreymdi aldrei um að ég ætti eftir að breyta þessum æskustöðvum mínum í stúdíó og vinnustofu. — Hvað þarftu að vinna mikið á dag til að verða ánægður? — Ég er ósköp ánægður ef ég er við eitthvað verklegt svona í 8-10 tíma á dag — svo spekúlerar maður þess á milli. — Voru forfeður þínir, sem bjuggu í þessu húsi, eitthvað að dunda við myndlist? — Ekki býst ég við að þeir hafi verið að dunda beint við myndlist, en þetta voru allt snikkarar og til að vera góður snikkari í þá daga varð viðkomandi að vera listamaður. Frændi langömmu minnar reisti mylluna frægu sem stóð í Bankastræti — hann var af þýskum ættum að ég held. Frá Ítalíu til uppstillinga Ingi Hrafn lagði land undir fót 1961 þeirra erinda að nema kvikmyndagerð á Ítalíu. En í þeirri atrennu komst hann ekki lengra en til Kaupmannahafnar. Æxluðust mál hans síðan þannig að hann settist í danskan skóla sem kenndi auglýsinga- teiknun og útstillingar. Síðan lá leiðin til Noregs þar sem Ingi eignaðist kærustu eins og gengur og gerist og dvaldi þar í tvö ár fyrir bragðið. Á þessum tímum var hann lítið farinn að fást við myndlist, það gerir hann ekki fyrr en hann kemur heim eftir þetta Ítalíuferðalag sitt og sest á skólabekk í Myndlista- og handíðaskólanum. Eftir tveggja ára nám þar kemst hann í högg- myndadeild hjá Jóhanni Eyfells, sem nú starfar erlendis við góðan orðstír, og þar fann Ingi eitthvað sem verulega vakti áhuga hans. Það var skúlptúrinn. Þegar náminu lauk fór Ingi að þreifa sig áfram með það sem hann hafði lært í höggmynda- deildinni hjá Jóhanni og fyrsta sýningin, sem hann tók þátt í, var útisýningin fræga sem haldin var á Skólavörðuholtinu. Þar sýndi Ingi verkið Fallinn víxill sem vakti mikla athygli, en þó mest vegna þess að það seldist á 60 þús. kr. sem ekki var lítill peningur í þá daga. Ingi vildi sem minnst tala um „víxilinn” en sagðist halda að hann væri einhvers staðar í Svíþjóð. Við spurðum Inga hvemig honum hefði gengið að lifa á list- inni í öll þessi ár. „Ég lifi enn ..." — Það er alltaf dálítið flókið þegar fólk fer að tala um að lifa á einhverju, en ég er allavega lifandi ennþá þannig að þetta hefur gengið einhvern veginn. — En er þetta búið að vera gott líf? — Já, alveg prýðilegt. Ég var fullur í 10 ár þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvort þetta hafi ekki verið flott og spenn- andi. Þennan tíma var ég mest hérna í Reykjavík, en það var ekki nógu gott því ég get ómögulega unnið þegar ég er undir áhrifum áfengis. Og sveiflurnar í áfenginu eru það miklar að þó maður láti renna af sér í nokkra daga þá er maður samt fullur. Ég hætti að drekka fyrir einu ári og hef ekki smakkað það síðan. Ég var í mikilli lægð á meðan ég drakk, en nú get ég sýnt afrakstur 3 ára vinnu, sumt af þessu er frá Hveragerðisárunum og var hálfklárað en ég lauk þvi héma. Þessi form, sem þú sérð hér í öllum myndunum, hef ég verið að fást við lengi en nú er því tímabili lokið. Ég tel mig ekki geta fengið meira út úr þessari hugmynd og ætla því að þróa mig út úr henni og er strax farinn að huga að öðru. Nú er ég mest að vinna að útiverkum, en það get ég gert í skúr hérna fyrir utan. Þetta eru þung verk, 3-4 tonn. — Ertu breyttur maður eftir að þú hættir að drekka? — Ég er alveg sami maðurinn og ég var áður nema hvað ég er ófullur núna. Maður missir allan kraft þegar maður er búinn að vera fullur lengi, öll sköpunargleði og öll vinna fjarar út. Mestur tími fer i það að bjarga heilsunni, eins sjálfsagður hlutur og hún nú er í lífi flestra. Nú er ég að gera upp þessi ár sem ég var fullur og get því farið að snúa mér óhindrað að áframhaldandi myndsköpun. Annars er eins gott að tala varlega um þetta uppgjör, því ég hef vafa- laust gleymt að gera upp við einhverja og þegar þeir lesa þetta má ég búast við að þeir skelli sér yfir mig með stóra reikninga, þannig að ég ætla ekki að staðhæfa að ég sé búinn að gera upp öll mín mál. Ingi Hrafn vM mynd sina Skref út i geiminn. — Það er mikil hreyfing í þessari mynd, segir Ingi. 22. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.