Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 11
Oft hefur verið bent á nokkur grund- vallaratriði í sambandi við leikföng. 1. Góð leikföng þurfa ekki að vera dýr leikföng. 2. Góð leikföng mega ekki vera of flókin. 3. Góð leikföng þurfa að vera í samræmi við þroska og aldur barnsins. Einnig er gjarnan bent á vissar kröfur sem leikföng þurfa að uppfylla. 1. Að hægt sé að nota leikföngin á marga vegu. 2. Að leikföngin séu svo sterk að þau þoli högg og fall. 3. Að leikföngin séu hættulaus, hreinleg og hægt sé að þvo þau. Hér á eftir verða gefin nokkur dæmi um leiki og leikföng barna á aldrinum 0-5 ára. Leikföng fyrir 0-1 árs börn Börn á þessum aldri horfa og hlusta á hinn óþekkta heim í kringum sig. Þau uppgötva og leika sér að likama sínum og reyna að setja fingur og tær i munninn. Allt, sem barnið hefur möguleika á að ná í, er sett upp í munninn og rannsakað. Leikföng fyrir þennan aldurshóp eru hringlur, hringir, mjúk dýr, mjúkir boltar, dúkkur og annað sem ekki er hægt að rífa eða bíta í sundur. Leikföng sem eru hengd yfir eða við hliðina á rúminu eða barna- grindinni eru einnig æskileg fyrir skynhrif barnsins. Trékúlur, mynstur, plastkeðjur og tréóróar, sem bæði er hægt að horfa á og snerta, eru einnig góð fyrir þennan aldur. Leikföng fyrir 1-3 ára börn Á þessum aldri hefur barnið lært að ganga. Það getur á sama tíma farið að draga öll möguleg leikföng á eftir sér. Það byrjar að þekkja lögun hluta og gerð, og þess vegna eru öll leikföng sem auka þekkingu barnsins á þeim eiginleikum mikilvæg. Ýmiss konar hnappar og stórar perlur á bandi, sem ekki er hægt að setja upp í sig, eru skemmtileg leikföng á þessum aldri. Stórir bílar og kubbar eru fyrir þennan aldur. Vagnar, skip, dúkkur, dýr og stórir pappakassar, sem hægt er að fara ofan í, liggja í og sitja í, eru skemmtileg leikföng fyrir þennan aldur. Að skoða bækur, syngja og láta lesa fyrir sig eykur einnig allt þroska barnsins. Leikföng fyrir 3-5 ára börn Þörfin fyrir leik með jafnöldrum eykst verulega á þessu aldursskeiði. Tilfinninga- leg tengsl við foreldrana minnka, einkum þegar jafnaldrar eru viðstaddir. Hröð líkamsþróun barnsins þarfnast mikillar líkamsþjálfunar. Börn reyna sig með margs konar hreyfingum, klifra, hoppa, detta og stökkva ofan af borðum og stólurn. Allt er þetta nauðsynlegt og mikilvægt fyrir barnið til að kynnast sjálfu sér og eigin likama. Að hjóla og keyra hluti eykur jafnvægi barnsins, þjálfar athygli þess og hjálpar þvi til að meta fjarlægðir og hættur. Leikur með vatn, sand, liti og leir finnst barninu áhugaverður. Það hrífur barnið að hægt sé að breyta efni og efnið bjóði upp á marga möguleika. Börn á þessum aldri elska að fást við alls konar efni. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er sjálfur leikurinn, sjálf vinna barnsins, sem er aðalatriðið fyrir barnið, ekki árangur leiksins. Fullorðnir grípa oft inn í leik barna til þess að sýna þeim betur hvernig þau geta náð markmiðinu sem fljótast. En þá er ánægja leiksins oft eyði- lögð því það er ekki aðalatriði fyrir barnið að ná einhverju takmarki heldur að reyna á sig, rannsaka og fást við hlutina. Börn á aldrinum 3-5 ára ættu að fá ríku- leg tækifæri til að leika sér með liti, krít, tússpenna, stórar blokkir og því um líkt. Dýr, dúkkur og kubbar úr tré og plasti eru ennþá spennandi leikföng. Það sem hefur breyst er hvernig er leikið með þessa hluti, fyrir tilkomu leikfélaga og félags- legrar aðlögunar. Leikur með ýmiss konar spil þjálfar sjálfs- aga, þekkingu, nákvæmni og gefur baminu tök á að þekkja hluti á ný. Á aldrinum 3-5 ára þroskast barnið geysiört bæði líkamlega og andlega. Þörf fyrir félagsskap fullorðinna og leikfélaga er mikilvæg fyrir alla áframhaldandi þróun barnsins. 22. tbl. Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.