Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 19
sem heitir Irving, en hann fann upp fyrstu fallhlífina. 1 fyrsta sinn, sem þú bjargar lifi þínu með þvi að stökkva i fallhlíf, senda þeir þér einn slíkan og taka þig i klúbbinn.”Hann nældi merk- inu i jakkaboðunginn minn. „Þetta er til minningar um mig.” Ennþá er þetta merki einn af kærustu gripum minum. Þegar ég lít á það finnst mér ég standa á ströndinni þennan grámyglulega eftirmiðdag og ég heyri sjávarniðinn, það rignir framan i mig og Richie.... Ég var djúpt snortin og gekk fáein skref frá honum. Eftir smástund sneri ég til baka. Hann horfði alvarlega á mig og beið þess að ég segði eitthvað. Hve grimm við erum, þegar við erum ung. Hve litið ég vissi um þá þjáningu sem ég olli Richie i þá daga. „Þú sagðir að hann kæmi, en hann kom ekki.” „Hvað ætlastu til að ég geri?" „Hvað er hann að gera, Richie?" spurði ég. „Ég er búin að bíða i heila viku. Hann hefur engan rétt til að haga sér þannig. Hvað er að honum? Hugsar hann ekkert um mig? Veit hann ekki hvað hann er særandi?” „Johnny, Johnny, Johnny! Þú talar ekki um annað. Það eru takmörk fyrir allri vináttu.” Hann greip svo fast um handlegginn á mér að ég kenndi til. „Til hvers er að hugsa um það, Kate. Hvers vegna vilja konur alltaf það sem þær fá ekki?” „Láttu ekki svona, Richie." Hann losaði takið. Svipurinn harðnaði og hann herpti saman varirnar, eins og til að halda aftur af reiðinni sem braust um í honum. „Allt i lagi, elskan. Þú hefur áhuga á Johnny Stewart. Ég skal sýna þér svolítið." Hann tók niður trönurnar, setti litina og áhöldin niður í stórt trébox og gekk þegjandi að mótorhjólinu. Hann lagði frá sér farangurinn við hliðina á hjólinu og sneri sér að mér. „Þú getur komið rneð. En þú verður að beygja höfuðið niður.” „En hvert erum við að fara?" spurði ég. „Til Upton Magna. Þetta er fyrsta vers, eins og faðir þinn mundi segja á sunnudegi. Þeir gáfu Richie merki um að halda áfram i hliðinu. Ég hnipraði mig saman, vel falin undir tjaldinu. Einstöku sinnum leit ég út um hliðargluggann. Að lokum námum við staðar. Hann drap á vélinni og dró tjaldið frá svo að ég kæmist út. Það rigndi enn. Við vorum fyrir utan flugvélaskýli, en það var • enginn sjáanlegur á ferli. „Það er rólegt á þessum tíma,” sagði hann. „Flugvirkjarnir koma ekki fyrr en eftir klukkutima til að undirbúa nætur- flugið.” „Á að gera árás?" spurði ég. Hann kinkaði kolli og gekk að næsta flugvélaskýli. Við hliðina á því stóð yfir- gefin Lancastervél i rigningunni. Skrokkurinn var sundurtættur eftir Sumarið sem var sprengjur og byssukúlur og einn hreyfill- inn var ekkert nema járnahrúga. Hlifin yfir stélskyttunni var gjörónýt, glugg- arnir mölbrotnir. Að innan var allt i rúst eftir skothrið. Það voru dökkir blettir á gólfinu, sem sögðu sína sögu. Mig sundlaði og Richie greip utan um mig. „Þetta vildir þú sjá.” „Þaðer allt i lagi með mig. Segðu mér hvað kom fyrir?” „Þeir voru að gera árás á flotastöð i Rotterdam. Klukkustundar ferð yfir Norðursjóinn, þrjár til fjórar mínútur yfir staðnum og klukkutima til baka. Yfirleitt góð ferð, nema í þetta sinn var þrisvar sinnum ráðist á þá. Flugstjórinn fékk kúlu I fótinn en tókst að koma vél inni á leiðarenda. Heppnin var með þeim í þetta skiptið.” „Hvað með stélskyttuna?” „Þeir drógu út það sem eftir var af honum þegar þeir komu til baka.” „Ó, Guð minn góður.” Hann varð öskureiður. Ég býst við að það hafi verið vonleysi eða reiði gagn- vart dauðanum. Hann greip í handlegg- inn á mér. „Þetta baðstu um.” Hann ýtti mér inn í flugvélaskýlið. Innst inni stóð önnur Lancastervél. Hún virtist óskemmd fljótt á litið, engir blettir á skrokknum, þar til við komum að stélinu. Þar var allt gapandi — hang- andi vatnspípur og skotfæri. „Yfir skotmarkinu þarf að hugsa um fleira en að miða rétt. Það koma líka sprengjur og svoleiðis dót ofanfrá. Þetta stél varð fyrir sprengju. Og skyttan fór með þvi.” Mér leið hálfilla og dró djúpt að mér andann. „Þetta heitir víst að hætta lífinu. TökumJohnny til dæmis. Nauðlending á sjó, sem hann lifði af með hjálp Cromer björgunarbáts, þó að það hafi varla verið gaman að vera i þrjá klukku- tíma i Norðursjónum í febrúarmánuði. Þrjár aðrar nauðlendingar og tvisvar hefur hann stokkið. Og svo eru það hendumar. Hann brenndi sig svo illa að þær eru varla nothæfar. Sprengjubrot i vinstra handlegg. Það hefði ekki skipt svo miklu máli nema fyrir þann sem ætlaði sér að verða píanóleikári." Ég dofnaði öll og kom ekki upp orði. „Þetta er skýringin á því hvers vegna hann er eins konar gangandi kraftaverk.” Og síðan bætti hann hörkulegur við: „Tiu árásir er meðaltalið fyrir stélskyttu, Kate, vegna þess að þó að vélin komist til baka er stélið oft farið. Tiu árásir. Þrjátiu í þjónustutimabili. Og fyrir stél- skyttu er það álíka og að vinna í happ- drætti að Ijúka því. Veistu hvað Johnny hefur farið í margar? Sjötíu. Það gerir hann að sérstöku fyrirbrigði.” „Sjötiu?” sagði ég dauflega. „Sem þýðir að hann á eftir tuttugu. Hvað álítur þú að hann eigi mikla möguleika? Hann tók um axlirnar á mér og hristi mig. „Og þú dirfist að kvarta yfir hegðun hans. Þú ættir að reyna að skammast þin.” Ég sneri mér undan og mér leið veru- lega illa. Það tók mig góða stund að jafna mig og Richie reikaði um á meðan, alveg miður sín. „Heyrðu, fyrirgefðu.” sagði hann. „Ég ætlaði ekki aö láta svona. Ég ætla að fara með þig heim núna.” „Nei,” sagöi ég. „Mig langar að sjá vélina hans Johnnys fyrst.” „Þú ert búin að sjá nóg.” „Gerðu það, Richie. Mig langar að vita, hvernig það er að vera um borð i henni.” Hann hikaði, yppti siðan öxlum og sagði. „Allt í lagi." í flugskýlinu á hinum endanum stóðu sex Lancasterar i svo þéttri röð að vængirnir snertust næstum því. Richie nam staðar við vélina á endanum. „Hérna er hún," sagði hann. ,.B stendur fyrir Berta, yfirleitt kölluð Stóra Berta. Hún er orðin nokkuð þekkt sú gamla. Hún er búin að fara hundrað og eina árásarferð á óvinasvæði. Með mismun- andi áhöfn auðvitað." Undir glugganum á flugstjórnarklefanum hafði verið máluð röð af sprengjum á flugvélar- skrokkinn. „Ein sprengja fyrir hverja ferð." Einnig var búið að mála eina heiðurs- orðu og tvær flugorður. „Ég skil." sagði ég, „áhafnir þessarar vélar hafa unnið þessar orður." „Einmitt." „Er flugorðan hans Johnnys þarna?” „Nei, hann fékk hana á Halifaxa. Ef eitthvert réttlæti væri til ætti hann að vera hættur. Tveir þessara hakakrossa eru hans. Einn fyrir hvern fallinn Þjóðverja." „Er það satt að liðsforingjar fái fleiri orður en hinir?" „Ég er hræddur um það. Bretar eru mestu snobbarar sem ég hef kynnst. Ég lékk flugkrossinn minn sjálfkrafa þegar ég lauk öðru þjónustutímabilinu. Þegar þú sérð flugorðu aftur á móti getur þú verið viss um að til hennar hefur vcrið unnið." Hann benti á tignarmerkin á vélinni. „Þessi númer tvö í röðinni til- heyrir Bunny O'Hara. sem er flug maðurinn núna. Hann er á öðru þjónustutimabili sínu. Þú hittir hann á dansleiknum." „Ég man ekki eftir honum.” „Það var pianóleikarinn sem Johnny tók við af. Brjálaður íri frá Cork, sem ætti ekki einu sinni að taka þátt í þessu striði." „Það sama hefði mátt segja um þig, á sinum tima." Framhald í næsta blaöi. 22. tbl. Vikan X9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.