Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 22
skyldu þinni vel allan öryggisútbúnað og útgönguleiðir, ef illa tekst til. Slíkar leiðir eiga alltaf að vera greiðfærar en ekki notaðar sem geymslur. Notaðu aldrei lyftu í brennandi húsi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum húsum og sömuleiðis handslökkvitæki. Á þetta að sjálfsögðu við öll hús, en þó sér- staklega timburhús. Þess má geta að ef slökkvitæki er í húsi er veittur afsláttur af brunaiðgjaldi. Segja má að vatn sé hefðbundin aðferð til þess að slökkva eld. En í nokkrum tilvikum má alls ekki slökkva eld með vatni. Það getur beinlínis verið stórhættulegt ef t.d. um er að ræða fítubruna, bruna í rafmagnstækjum og bruna út frá olíukyntum tækjum. Olian flýtur ofan á vatninu og breiðir úr eldinum. Hægt er að nota mold eða sand til þess að slökkva smá- vægilegan eld en aldrei fitubruna. Smábál er einnig hægt að kæfa með ábreiðu eða einhverjum fatnaði. Ef kviknað hefur i fötum einhvers getur t.d. verið gott að vefja viðkomandi í ábreiðu. Þetta er hins vegar gagnslaust og getur verið hættulegt ef um mikiðbáleraðræða. Fitubruni getur verið stór- hættulegur Eins og áður segir er fitubruni, þegar verið er að djúpsteikja á eldavélinni, ein- hver algengasti eldsvoðavaldurinn á heimilum (á þetta sérstaklega við í Bretlandi). Slíkur eldsvoði er meira ógn- vekjandi en nokkur getur gert sér í hugarlund sem ekki hefur lent í slíkum eldsvoða. Ef þú bregst ranglega við, þegar kviknar í fitupotti, er allt eins líklegt að þú hljótir ævilöng örkuml eftir. Ef þess er nokkur kostur skaltu t>egar í stað slökkva á eldavélinni og reyna að kæfa eldinn, t.d. með eldvarnarteppi. Hafðu ætíð lokið af fitupottinum við höndina til þess að geta skellt því á hann ef illa fer. Lokið verður að setja á pottinn á ákveðinn hátt, þannig að það hallist einar 45°. Eldurinn leitar eftir láréttum fletinum, upp með rönd- unum og getur skaðbrennt handleggi þína. Einnig verður að halda eldvamarteppinu á sama hátt, eins og myndin sýnir. Ef fitubruninn er mjög heiftarlegur getur farið svo að hvorki hlemmurinn eða teppið dugi. Ef teppið nær að komast í snertingu við sjálfa fituna verður það líkt og kveikur og eldurinn færist upp eftir því. Þá er ekki um annað að ræða en forða sér hið snarasta og loka dymnum á eftir sér. Ef hins vegar tekst að kæfa bálið í fitunni, gætið þess þá að hafa pottinn byrgðan, annaðhvort með lokinu eða eldvamarteppinu, þar til fitan hefur kólnað. Annars er hætta á því að kvikni í henni á nýjan leik. Ef kviknar í fötum einhvers látið þá ekki viðkomandi hlaupa um í skelfingu. Það er hættulegt, örvar eldinn og veldur því að hann leitar í andlitið. Reynið því að slökkva eldinn með því að vefja einhverju tiltæku fati um viðkomandi og/eða skella honum fiötum á gólfið. Ef kviknar í þínum eigin fötum skaltu einnig skella þér i gólfið og velta þér á gólfteppinu. Besta skyndimeðferð á brenndu hörundi er kalt vatn. Varast ber að smyrja bruna- smyrslum á brennt hörund. Slökkvitæki Þau geta verið mjög nytsöm en þó því aðeins að viðkomandi viti hvernig þeim er beitt. Ef slökkvitæki er notað af kunnáttu- leysi getur það gert illt verra og beint eldinum í ranga átt. Innihaldi slökkvitækis- ins getur verið eytt á rangan hátt. Varasamt er að kaupa mjög lítið slökkvi- tæki. Kaupið ekki minna tæki en sem inni- heldur 6 kg af þurrdufti. Miðað er við að eitt slíkt tæki sé fyrir hverja 200 fermetra af íbúðarhúsnæði. Slík tæki kosta á markaðinum hér frá rúmlega 17 þúsund kr. og upp í um 30 þúsund. Kynnið ykkur leiðarvisinn með tækinu og haldið eld- varnaræfingu af og til með öllu heimilis- fólkinu. Geymið slökkvitækið á vel aðgengilegum stað. Slökkvitæki eru oftast höfð við útgöngudyr húsa. Reykskynjarar ættu að vera i öllum húsum. Til eru tvenns konar tegundir af reykskynjurum, bæði stakir og einnig sam- tengdir. Þá eru fleiri en einn skynjari tengdir saman á þann hátt, að ef reykur kemur upp í íbúðinni eða húsinu gefa þeir allir frá sér hljóð samtímis. Stakir skynjarar kosta tæpar 10 þúsund kr., en þeir sem eru til þess að tengja saman kosta rúmlega 17 þúsund kr. stykkið. Þá eru ótalin eldvarnateppin sem ættu að vera til á hverju heimili. Hér hafa verið til teppi sem eru 4x4 fet á stærð, ofin úr glertrefjaefni. Slíkt teppi kostar um 6 þúsund kr., og eftir að það hefur verið notað til eldvarna má hæglega þvo teppið og nota það á nýjan leik. Jafnvel þótt handslökkvitækið sé alls ekki notað á að láta athuga það að minnsta kosti einu sinni á ári. Og að sjálfsögðu þarf að endurhlaða tækið, hversu lítið sem það hefur verið notað. Hér hafa verið til á markaðinum vatnsslöngur sem eru hentug- ar t.d. fyrir einbýlishús og sveitaheimili. Slöngurnar eru á þar til gerðu hjóli og hægt að tengja þær við hvaða krana sem er. Þær má að sjálfsögðu nota til annars en að slökkva eld, eins og t.d. til garðverka og bíl- eða gluggaþvotta. Eru slökkviliðsmenn mjög hlynntir slíkum slöngum þar sem ganga má út frá því sem vísu að þær séu jafnan í lagi og vel aðgengilegar ef eldsvoða ber að höndum. 25 m slanga kostar (með hjólinu) um 25 þúsund kr. Eldvarnir eru svo sjálfsögð varúðar- ráðstöfun að við borð liggur að taka ætti upp einhvers konar eldvarnafræðslu í grunnskólum landsins. Því miður er eldsvoði ekki eitthvað sem aðeins hendir hjá einhverjum öðrum. Hann getur einnig hent heima hjá þér sjálfum. Látum það ekki henda heima hjá okkur að þurfa að lesa eftirfarandi frétt í blöðunum: „Húsið brann til kaldra kola og var það, ásamt öllum innanstokksmunum, óvátryggt.” Byggt á grein i breska neytendablaðinu Which? A. Bj. Birt i samráði við Neytendasamtökin. Veistu hvers ég sakna mest úr fangelsinu? Leiðindanna! 22 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.