Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 27
Athvarf þeirra sem hvergi geta verið. verur. Starfsemin hefur mikið breyst á þessum tíu árum. Hér áður fyrr var heljarástand í málurn rónanna. Þeir voru margir bókstaflega úti á gaddin- um, sváfu í gömlum skipum eða þá bara niðrí slipp. Þessa menn tókum við drukkna inn af götunum og reyndum að hlúa að þeim. En sú hjálp kom að takmörkuðu gagni því þetta voru yfirleitt forfallnir drykkju- sjúklingar sem hvergi áttu að vera nema á hælum. Nú hefur verið gert mikið átak í þessum málum, — þeir meðal rónanna sem voru hreinir sjúklingar eru nú flestir komnir á hæli og við höfum breytt starfsreglum okkar þannig að hingað kemur ekki drukkinn maður inn í hús lengur. Það nær ekki nokkurri átt því hér eru menn sem eru að reyna að drífa sig upp úr drykkjuskap og hafa því eins litla ánægju og mögulegt er af félagsskap drukkinna manna. áfengismálum, þá eru þessir drykkjumenn upp til hópa bráðduglegir menn þegar rennur af þeim og margoft kemur fyrir að frystihús úti á landi hringi og falist eftir vinnuafli þegar mikið er að gera. Enda vita þeir atvinnurekendur sem vita vilja að þessir menn svíkja engan hvað varðar vinnuafköst á meðan þeir haldast í vinnu. — Við erum á réttri leið með þessa starfsemi, sagði Magnús að lokum, því það sýnir sig að nú eru það fleiri sem njóta þessarar þjónustu og stansa í styttri tíma en áður. Takmarkið er að koma þeim á fæturna aftur sem einhverra hluta vegna hafa fallið, — og yfirleitt er það áfengið sem er fallvaldurinn. EJ Þingholtsstræti 25 er gamalt hús og á sér langa sögu. Gamla Farsóttarhúsið er það nefnt því þarna rak María Maack, sú mikla valkyrja, spítala fyrr á árum. Þarna er nú gistiaðstaða fyrir 16-18 menn, eftir því hvernig er raðað, og er nýtingin yfir árið í kringum 60%. Allt er húsið hið þrifalegasta og myndi sóma sér vel hvar sem er í veröldinni sem tveggja stjörnu hótel. Auk gistiherbergjanna eru þarna spilaherbergi, sjónvarps- herbergi, eldhús, þar sem t'ram- reiddur er kjarnmikill og góður morgunverður, og snyrtiaðstaða En hvernig menn eru það sem notfæra sér þessa þjónustu sem Félagsmálastofnunin veitir? — Þetta eru menn sem ein- hverra hluta vegna hafa fallið niður, mest vegna áfengis- drykkju, og eiga hvergi höfði sínu að halla. Oft eru þetta vandamál, sem menn eiga við að stríða tímabundið, þannig að þeir standa hér við í stuttan tíma og ná sér aftur á strik. En það er miklu algengara en fólk yfirleitt gerir sér grein fyrir að menn virðast hvergi geta verið — eiga ekki í nein hús að venda. Og einnig er athyglisvert að þetta eru ekki allt menn úr lægstu þjóðfélagsþrepunum, eins og fólk kannski freistast til að halda, heldur eru þetta menn úr öllum stéttum og úr öllum þrepum þjóðfélagsstigans. Já, Bakkus konungur fer ekki í manngreinarálit þegar hann hrekur mannskepnuna fram og afturblindgötuna. Margir, sem dvelja á vistheimilinu, fara til vinnu á hverjum morgni, en gistiheimilið er lokað yfir hábjartan daginn, frá 9 á morgnana til 7.30 á kvöldin. Fyrir þá sem einhverra hluta vegna fara ekki til vinnu er hluti efri hæðar hússins opinn fyrir dagvistun og þar geta menn þá dvalið í stað þess að þurfa að standaúti í norðanáttinni, en eins og allir vita þá er ekki stætt á því að standa lengi í þeim strekkingi ófullur. Að sögn Magnúsar, sem í fjöldamörg ár hefur unnið að Svipmyndir úr gistíheimilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.