Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 29
Gingei Alden við mynd af hinum látna unnusta sínum. hjálpar. Hann sá strax að hér var eitthvað meira en lítið alvar- legt á ferðum og hringdi á sjúkrabíl. Það var farið með Elvis á Memphis Baptist sjúkra- húsið, en ég beið heima ásamt föður hans. Við vorum bæði á nálum, en datt þó aldrei í hug að Elvis væri aðdeyja ... Klukkustundu síðar var hringt frá sjúkrahúsinu. Elvis var dáinn. Ég neitaði að trúa þessu og vikum saman á eftir kom mér varla dúr á auga. Hér lýkur frásögn Ginger Alden. Læknirinn, dr. Francisco, skráði hjartaslag á dánarorsök. En það var margt sem stuðlaði að því: 1. Hjartasjúkdómar voru al- gengirí ætt Elvisar, móðir hans dó einnig af hjarta- slagi. 2. Blóðþrýstingur hans var allt- of hár og hann fékk daglegan lyfjaskammt við því. 3. Þar að auki fékk hann sterkar svefntöflur hjá lækni sínum auk hressingar- lyfja sem eru hættuleg fólki með of háan blóðþrýsting. 4. Hann þjáðist af hægðateppu vegna langrar föstu og megrunarlyfja. Hann hafði líka þjáðst af meltingar- truflunum í mörg ár og tekið alls konar lyf við því. 5. Verkjatöflurnar „Dilaudid”, sem Elvis tók við tannpínu, juku á meltingartruflanirn- ar. Öll þessi lyfjanotkun, hægða- teppan og hinn hái blóðþrýsting- ur ollu þvi að hjarta hans lét undan. 22. tbl. Vikan 29 um — Mánudagskvöldið 15. ágúst var ósköp venjulegt. Við eyddum því í tónlistar- herberginu í Villa Graceland. Elvis sat við píanóið og söng trúarlög. Hann söng slík lög ekki aðeins sér til skemmtunar heldur líka til að bæla niður tauga- óstyrk sinn fyrir hljómleika- ferðir. Þrátt fyrir áralanga reynslu kveið hann alltaf fyrir slíkum ferðum, og nú stóð einmitt ein fyrir dyrum, sem átti að byrja i Portland. Elvis virtist óvenjulega tauga- óstyrkur þetta kvöld. Hann var á ströngum megrunarkúr og átti erfitt með svefn. Hann tók svefntöflur að staðaldri og enn stærri skammta af þeim fyrir hljómleikaferðir. Þar að auki hafði hann fengið slæma tann- pínu og þess vegna tekið inn sterkar verkjatöflur og átti pantaðan tíma hjá tannlækni næsta morgun. Hann fór því óvenjulega snemma á fætur að morgni hins 16. þar sem hann átti að vera mættur hjá tannlækninum kl. 11.30. Ég og einn af bestu vin- um hans, Charlie Hodge, fylgdum honum þangað. Á heimleiðinni kvartaði hann um að verkurinn væri jafnvel enn verri eftir viðgerðina. Við komum heim kl. 12.30 og Elvis tók strax 3 töflur af „Dilaudid”, sem eru mjög sterk- ar verkjatöflur. Er þær tóku að verka fékk hann skyndilega löngun til að fara út og spila „Squash” við frænda sinn, Billy Smith. Það virtist allt í lagi með hann en eftir um það bil kortér varð hann þreyttur og vildi hætta. Við drógum okkur í hlé til einkaherbergja hans en þangað hleypti hann engum inn nema Ginger Alden, síð- asta vinkona rokk- kóngsins, lýsir því sem skeði þann 16. ágúst 1977, á dánar- degi hans. allra bestu vinum sínum. Við tókum að ræða brúðkaup okkar, en við ætluðum að gifta okkur um jólin. Honum virtist líða ágætlega, utan nokkurrar tann- pínu. Fimm dögum áður hafði hann farið í skoðun til læknis síns, dr. Nichopoulos, sem sagði að hann væri við bestu heilsu en hefði of háan blóðþrýsting. Ég lagði mig en Elvis tók sér bók í hönd og hvarf inn í bað- herbergið. Það var i síðasta skiptið sem ég sá hann á iífi. Um kl. 14.20 vaknaði ég og Elvis var ekki í herberginu. Ég fór inn í baðherbergið og mér til mikillar skelfingar fann ég hann þar liggjandi á gólfinu, klæddan grænum náttbuxum einum fata. Siflasta sumarieyfifl: Með Ginger á Hawaii í mars 1977. Hann hreyfði sig ekki þó ég bæði hristi hann og kallaði nafn hans. Ég flýtti mér í innanhússsímann og bað umboðsmanninn hans, Joe Esposito, aðkoma til Ég kom að Elvis f dauðateygjun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.