Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 34
Blómafræ og trúlof- unarhringar Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Annar var þannig, að ég og amma vorum inni í kirkjugarði hér á staðnum, og var ég með þrjá pakka af blóma- fræjum. Ég rétti ömmu einn pakkann, og sáði hún fræjunum á þrjú leiði, en ég sáði á eitt leiði og fór síðan út fyrir kirkjugarðinn og sáði þar fallega í kringum krana, sem var þar í draumnum, en afganginum sáði ég í beina línu fyrir neðan tröppur hinum megin við götuna. Síðari draumurinn var þannig, að ég og fjórar vinkonur mínar vorum allar búnar að kaupa trúlofunarhringa, alla eins. Ég sá mynstrið alveg greinilega, og voru þeir ofsalega fallegir. En strák- arnir vissu ekkert um þetta, fyrr en við sögðum þeim, að við værum búnar að kaupa hringana og ætluðum að trúlof ast þeim. Með fyrirfram þökk fyrir ráðning- una, 0341-5058 Líklega eru þessir draumar þér og vinkonum þínum einfaldlega fyrir giftingu, áður en langt um liður. Þarna eru einnig tákn um trausta vináttu og bending til þín um að endurmats sé þörf á áliti þínu á manngildi náinna vina. Líklega verða þó tafir á framkvæmdum ákveðinna atriða, tengdum þessum vinum þínum, sem þó rætist úr síðar. Benti á magann á konunni Góði draumráðandi! Mikið þætti mér vænt um, ef þú réðir fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann er svona: Maðurinn minn og kona sem heitir X, stóðu hlið við hlið og voru bæði svartklœdd. Hann var I svörtum frakka með belti. — Ég stóð á móti þeim. Engin orð fóru okkar á milli, en hann benti mér á magann á konunni, og ég hugsaði I draumnum: Hvað er hann að meina, getur verið að hann sé búinn að gera hana ófríska! Lengri varð draumurinn ekki. Með fyrirfram þökk. Draumkona. Ekki er ólíklegt að hugsanir og atburðir í vökunni hafi haft áhrif á drauminn og því er lítið mark á honum takandi. Þó Mig dreymdi gæti hann boðað ykkur hjónunum erfiðleika, ekki síst eiginmanni þínum. Þú ættir að forðast að hugsa sjálf um of um barneignir, því það gæti orðið ykkur hjónunum mikill andlegur baggi og komið í veg fyrir eðlileg samskipti í hjónabandinu. Blindur og handalaus eiginmaður Kæri draumráðandi! Mikið langar mig til að biðja þig að ráða draum sem mig dreymdi nýlega. Hann var svona: Ég og maðurinn minn vorum saman einhvers staðar í ókunnu umhverfi (herbergi), og mér fannst hann segja við mig, að hann væri að missa sjónina. Mér fannst við bíða einhverja stund, og þá sagðist hann vera orðinn blindur, ekki sjá neitt. Mér fannst ég fara að gráta. Nokkru seinna var ég í einhverju öðru herbergi, J'remur stóru, ásamt fleira fólki, sem ég kannaðist ekki við, og mér fannst flestir sitja þar inni. Allir litir í kring og á fólki voru fremur dökkir og grámuskulegir. Þá kemur maðurinn minn þar inn og ókunnugur maður með, sem leiðir hann eða styður inn gólfið, því hann var orðinn blindur og handalaus. Báðar hend- urnar voru horfnar af við úlnlið, og hann var alveg ósjálfbjarga. Hann var leiddur beint til mín, og á meðan þeir voru að nálgast mig, horfði ég á hann og vorkenndi honum óskaplega. Þegar hann kemur til mín (maðurinn minn), biður hann mig að sækja lyklana. Mér fannst I draumnum eins og þessir lyklar hefðu úrslitaþýðingu fyrir það, hvort við yrðum saman áfram eða ekki. Ég sótti ekki lyklana, en sagði við hann: Auðvitað verður allt eins og var á milli okkar, við treystum og trúum hvort öðru áfram. Og mér fannst ég faðma hann eða láta vel að honum. Við vorum bæði döpur, og ég hugsaði: Þessar hendur eiga aldrei oftar eftir að strjúka mig og vera góðar, eins og áður. Síðan vaknaði ég grátandi. Kæri draumráðandi! Það er einlœg von mín, að þú ráðir þetta fyrir mig, ég hef svo mikið hugsað um þetta síðan. Draumadís. Þetta er einungis slæm martröð og líklega hefur þú farið að sofa örþreytt. Þó eru þarna innan um tákn, sem vert er að gefa gaum og boða þér einhverja erfiðleika, ef ekki verður varlegar farið í samskiptum ykkar hjóna. Þarna gæti verið hætta á misskilningi, sem erfitt reynist að leiðrétta en þið komist þó yfir og standið bæði styrkari eftir en áður. Hundur í uppá- haldslitunum Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég koma heim að húsi hér í Kópavogi, sem ég þekki sáralítið til. Hringdi ég þar dyra- bjöllu, og til dyra kemur húsmóðirin og með henni stór og vinalegur hundur, brúnn og drapplitur. Og hugsa ég þá: Nei, sko, hann er í uppáhaldslit- unum mínum. Mér þótti sem ég œtlaði að klappa þessum hundi, og ég strauk honum um trýnið, en í því opnar hann skoltinn, og hann vefur rauðri tungu sinni utan um hægri hönd mína. Mér fannst ég þá ætla að draga höndina að mér aftur, en þá segir konan: Vertu ekki hrædd, elskan mín, hann bítur þig ekki. í því vaknaði ég. Þessum draumi get ég ekki gleymt og bið þig því að ráða hann fyrir mig. Jóa Gunna. Þú lendir í smávægilegum erfiðleikum, og þá í sambandi við einhvern sem er þér lítt kunnur. En þegar þú sérð hvernig í málinu liggur, verður þér ljóst, að þú hefur miklað vandamálið fyrir þér og að það hafi verið óþarfi að vera með svona miklar áhyggjur út af smá- munum. 34 Vikan ZZ. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.