Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 37

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 37
Hann þaut fram og aftur um eldhúsið og sönglaði ohla-la-Ia ailan tímann. Og Lína skríkti og skemmti sér, hann var alveg eins og þjónninn á ltalíu þegar þau voru þar í sumarfríinu. Linsoðið egg, gróft brauð með smjöri, ísköid mjóik og ávextir. Jú, jú, pabbi lagði sig sannarlega allan fram. — Veistu núna hvort það er drengur eða stúlka? — Nei, ekki ennþá. Svona nokkuð tekur sinn tima. — Get ég setið i kjöltu mömmu aftur, þegar hún kemur heim? spurði hún. — Verður þá pláss þar? — Örugglega. Það verður pláss fyrir tvo. Aldrei, hugsaði Lína og stakk teskeið- inni á bólakaf í eggið svo rauðan rann út á borð. Þetta barn skal fá að liggja i bamavagninum. Lína ætlaði að sitja hjá mömmu sinni. Það var þriðjudagur og hún átti að fara í leikskólann. Bara — Þú manst hvað við eigum að gera í dag, er það ekki? sagði pabbi hennar. — Pabbi fylgir þér í leikskólann eins og venjulega og svo sækir Karen þig. Þú ferð heim til Karenar og færð snarl i hádeginu og siðdegis sækir amma þig. Þú verður svo hjá henni í nokkra daga. — Jamm, sagði Lína og kinkaði kolli. — Þú ert svo stór stúlka núna, sagði pabbi og horfði angurvær á hana. — Jamm, sagði Lina aftur og fannst pabbi gera sig kjánalegan. Hún vissi vel að hún gat ekki verið heima þegar mamma var þar ekki. Það var eins og húsið væri kuldalegt og allt svo nöturlegt þegar mömmu vantaði. Karen sótti hana í leikskólann. Það var ekki heldur pláss i keltu Karenar. — Ég er búin að hringja i ömmu, sagði Karen. Hún kemur og sækir þig klukkan þrjú. Karen var vinkona mömmu. Hún átti fallegt heimili, allt svo nýtt og fínt hjá henni. — Sjáðu hvað ég hef í matinn handa þér, sagði Karen. — Líst þér ekki vel á? Linsoðið egg, gróft brauð með smjöri, mjólk og epli. Og súkkulaðiplata. Það siðasta var ekki sem verst. Hún sat og fletti Andrésblaði þegar síminn hringdi. — Þetta er pabbi þinn, kallaði Karen glaðlega. Hann langar að tala við þig. Treglega lagði hún blaðið frá sér og fór i símann. — Þú hefur eignast lítinn bróður, Lína. Ljóshærðan stubb. Mamma bað voða vel að heilsa stúlkunni sinni. — Jæja, sagði Lina. — Má ég fara aftur inn? — Já, já, vinan, gerðu það bara, sagði pabbi og hló í símann. Ósköp var hann kátur. Karen tók símtólið aftur og hún og pabbi mösuðu heilmikið. — Ó, finnst þér þetta ekki spennandi? sagði Karen með geislandi augu þegar hún Ioks kom aftur inn I stofuna. Hugsaðu þér bara, lítill bróðir. Það hljómaði eins og þetta væri eitthvað voðalega spennandi, hestur eða eitthvað álíka. Naumast fullorðna fólkið var upp- tekið af þessum strák. — Á ég að lesa fyrir þig, Lina? Það vildi Lína gjarna, en hún fékk ekki að sitja í fangi Karenar. Hún sótti sér lítinn skemil og settist við hlið Karenar og horfði á myndirnar meðan hún las. Hún hallaði sér upp að Karenu og fann nota- lega hlýjuna frá líkama hennar. Augna- lokin urðu þung og hún geispaði. Skyldi mamma geta sofið núna? Hún sem hafði farið svo snemma að heiman. Mamma hvildi sig oft síðdegis og þá fékk Lína að lúra hjá henni. — Þá er amma komin, sagði Karen og rödd hennar virtist langt i burtu. Lína hafði fengið sér blund. Liklega var amma búin að standa nokkuð lengi við, því þær Karen voru við kaffiborðið. — Hugsaðu þér bara, lítill bróðir, sagði amma og brosti. Byrjar það aftur, hugsaði Lina. Bara að það hefði verið fill. Eða reiðhestur handa henni. Það hefði verið ólíkt skemmtilegra. Heima hjá ömmu var ósköp kyrrlátt. Þar heyrðist varla nokkurt hljóð — bara þau sem amma framleiddi sjálf. Hún skarkaði með pottana, skrúfaði fyrir og frá vatninu og raulaði fjörlega meðan hún sýslaði I eldhúsinu. Lína sat ókyrr á eldhússófanum. Amma tók eftir þvi og sagði henni að fara inn i stofu, þar væri dálitið skehimtilegt. Lína hljóp inn í stofu. Og þarna úti við gluggann stóð dálítið. Stór glerkassi með grænum jurtum og eitthvað hreyfðist milli þeirra. Hún klappaði saman lófunum. Fiskar. Ó, en gaman. — Hvað eru þeir margir, amma? hrópaði hún hrifin. Amma kom inn. — Þetta er fiskabúr, sagði hún. — Mér finnst svo gaman að virða þá fyrir mér. Mig grunaði að þér litist vel á þá. Alltaf, þegar þú kemur til min, getur þú virt þá fyrir þér. — Ó, amma, góða atnma, sagði Lína og hoppaði af kæti. Amma hló. — Skoðaðu fiskana meðan ég tek til kvöldmatinn. Lína fylgdist áhugasöm með fiskun- um sem syntu svo fallega milli grænna jurtanna. — Amma, kallaði hún, hvað eru þeir margir? — Fimm, sagði amma. — Og næst þegar þú kemur verða kannski komnir fleiri. Það getur verið að þeir eignist litil börn. Alltaf þetta barnatal. En fiskar höfðu enga keltu sem alltaf varð minna og minna pláss I. — Þvoðu nú litlu hendumar, sagði amma bliðlega, — svo fáum við okkur matarbita. Svo er barnatími i sjón- varpinuáeftir. Amma hafði búið til ósköp góðan mat handa þeim, — linsoðið egg, gróft brauð, ávexti og súrmjólk! En hún fékk þó safa með. Um kvöldið hringdi mamma. — Mér líður vel, sagði Lína, og amma á marga fiska I búri, voða marga. — Já, það var gaman — hve marga á hún? — Fimm. — Þú verður að telja þá daglega, það gæti verið að þeim fjölgaði, þeir eignast líka börn. — Þurfa þeir ekki líka að fara burtu til aðeignast þau? — Nei, það er óþarfi fyrir þá. — Mamma, sagði Lína klagandi, — veistu hvað ég fékk i morgunmat? — Nei, það veit ég ekki. Lína sagði henni það og líka hvað var i hádegismatinn. Og svo þagnaði hún andartak. — Nú, en hvað var i kvöldmatinn? spurði mamma. — Það sama, mamma, en amma átti líka safa. Og nú fór mamma að hlæja. — Heyrðu Lína min, biddu ömmu að koma í símann og svo skaltu fara upp i rúm og þá færðu að sjá dálítið sem er á nátt- borðinu. — Já, ég skal vera voða góð. Alveg satt. — Ég hringi aftur á morgun. — Viltu lofa þvi. — Já, Lina mín, upp á æru og trú. — En eggin, mamma? — Ég skal sjá um það. Það verða engin linsoðin egg á morgun. Mamma talaði við ömmu. Lina fór inn í herbergið sitt og hvað var að tarna. Segulbandið hans pabba og ofan á stóð með prentstöfum, sem Lína kunni að lesa: LlNA — ÝTTU Á RAUTT. Hún ýtti fast, það heyrðist smellur og svo.. — Svona, sagði rödd mömmu, — nú getur þú sótt bókina þína. Lina klifraði upp I rúmið og stakk hendinni undir koddann. Þar var reyndar bókin sem mamma var vön að lesa fyrir hana á hverju kvöldi. Allt var eins og heima. — Komdu þér nú vel fyrir, sagði mamma, — ertu búin að finna réttan stað? Jæja, þá byrjum við. Línu fannst þetta ótrúlegt. Þetta var eins og i ævintýri. Hún starði á segul- bandið. Og nú las mamma fyrir hana, röddin kom út úr þessum svarta, flata kassa á náttborðinu. Mamma sagði henni hvenær hún ætti að fletta og talaði um myndirnar um leið og þær birtust. Alveg eins og venjulega. Mikið var gott að heyra rödd mömmu. Loks sagði mamma: — Þegar rödd mín þagnar lætur þú tækið bara vera. Amma gengur frá því. Á morgun, þegar þú ferð að sofa, ýtir þú aftur á rauða takkann og við lesum aftur. Á morgun ætlaði mamma að lesa aftur. Alveg eins og venjulega. Þegar amma kom upp var bandið út- gengið og Lina lá með bros á vör og bókina í fanginu. Hún sá að amma var hýr á svipinn. — Lina, sagði hún, — ef þú fengir að ráða, hvað myndirðu þá vilja í matinn á morgun? — Pylsur og kartöflustöppu! Og is með banönum. — Þá færðu það á morgun, sagði amma. — Við sleppum egginu i fyrra- málið. Lina andvarpaði fegin. — Það var in- dælt, sagði hún og geispaði stórum. — Veistu amma, mamma las fyrir mig ævintýri I kvöld — alveg eins og venju- lega. Var það ekki sniðugt? Það er kannski ekki svo vitlaust að eignast lítinn bróður — og fiska I búri — og ævintýri i svörtum kassa ... — Nei, litla stúlkan mín, sagði amma og brosti hlýlega og hlúði að Línu. Sofðu rótt, litla vina. fjögurra ára Endir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.