Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 42
AR T BUCHWALD Höggmyndin Vœngjaöur sigur i Louvre safninu i Paris. TUTTUGU ÁRUM SÍÐAR Feröamenn, sem til Parísar koma, geta naumast verið þekktir fyrir annað en að heimsækja Louvre, eitt frægasta listasafn heims. Mörgum er það unun að reika um saiina og drekka í sig listina. En margir æða líka I gegnum Louvre, til þess eins að geta sagst hafa komið þar, þótt fáir komist í hálfkvisti við Peter Stone sem háðfuglinn frægi, Art Buchwald, segir frá í eftirfarandi pistli. París. — Ein af aðalástæð- unum fyrir því að ég sneri aftur til Parísar var sú að halda upp á 20 ára afmæli heimsmetsins sem slegið var í því að komast i gegnum Louvre safnið á minna en sex mínútum. Fyrir nákvæm- lega 20 árum kom bandarískur námsmaður, Peter Stone, öllum heiminum á óvart með því að komast í gegnum Louvre á 5 mínútum og 19 sekúndum. Eins og allir vita eru aðeins þrír hlutir þess virði að vera augum barðir í Louvre safninu. Það eru Venus frá Míló, Vængj- aður sigur og Móna Lísa. Afgangurinn er bara drasl. Árum saman hafa ferðamenn reynt að komast í gegnum þetta safn á sem allra skemmstum tíma, líta á þessa þrjá hluti og snúa sér svo aftur að verslunar- rápi. Fyrir heimsstyrjöldina síðari var metið 7 minútur og 14 sekúndur. Eftir stríð varð klæðnaður fólks léttari og myndavélarnar minni og fólki tókst stöðugt að stytta tímann. 1948 tókst manni, sem þekktur var undir nafninu Sænska fallbyssukúlan, að komast í gegnum safnið á 6 mínútum og 12 sekúndum, með velska konu sína í eftirdragi. Og þá fyrst var farið að ræða alvarlega um það að setja heimsmet í þessari grein. En það var ekki fyrr en sex árum síðar, eða nánar tiltekið 18. júní 1954, að Peter Stone blátt áfram flaug í gegnum safnið, að vísu við þau hentug- ustu skilyrði sem nokkur ferða- maður getur búist við. Hann þeyttist fram hjá Venusi frá Míló, Vængjuðum sigri og Mónu Lísu og beint út í leigu- bifreið sem beið hans fyrir utan. Þannig hafði honum tekist hið ómögulega og í staðinn hlotnað- ist honum frægð og fé, jafn- framt því að hann varpaði dýrðarljóma á land sitt. Eisenhower forseti sendi honum skeyti í eigin persónu: Ég, ásamt öllum öðrum Bandaríkjamönnum, gleðst yfir afreki þínu. Menn eins og þú eru einmitt kjarni hinnar bandarísku þjóðar. Og hingað var ég nú kominn eftir 20 ár, í Louvre safnið, til að upplifa aftur þetta sögulega augnablik. Fæstir af þeim ferðamönnum, sem röltu um safnið, könnuðust við Stone. Enda var hann nú kominn á miðjan aldur, farinn að grána í vöngum og kominn með myndarlega ístru. Við fórum nákvæmlega sömu leið og hann sagði: — Hér hefur allt breyst. Bandarískir ferðamenn eru hættir að venja komur sinar hingað og það líður áreiðanlega ekki á löngu þar til Japönum tekst að hnekkja heimsmeti okkar. — Peter, ég var hérna daginn sem þú settir metið, sagði ég. — Þú sagðir mér hvað þú hefðir í hyggju. Hvernig gastu verið svona viss um að þér tækist það? — Ég hafði uppgötvað dálítið sem enginn annar vissi, sagði hann. — Á sunnudögum var hægt að komast inn án þess að greiða aðgangseyri. Þannig sparaði ég strax 20 sekúndur. Svo var ég heldur ekki með neina filmu í myndavélinni og því léttari á mér en hinir ferða- mennirnir. Loks hafði ég sjálfur hannað strigaskó heima í Bandaríkjunum sem voru það stamir að mér gat blátt áfram ekki skrikað fótur á gólfinu. Þannig tókst mér að taka krappa beygju við Vængjaðan sigur án þess að renna til á hálu marmaragólfinu. Við gengum upp marmarastigann fram hjá Vængjuðum sigri. — Hérna sparaði ég mér 30 sekúndur, sagði Peter. — Flestir ferðamenn skoða líka bak- hlutann á Vængjuðum sigri. En ég sagði við sjálfan mig: Hafirðu séð einn Vængjaðan sigur hefurðu séð þá alla og þaut fram hjá án þess að nema staðar. — Hvað gerðir þú eftir að hafa slegið þetta heimsmet, spurði ég. — Ég sýndi safnhlaup í Pedró safninu á Spáni og Tate Gallery i London. Rússar buðu mér að hlaupa í gegnum Hermitage safnið í Leningrad. Þetta var í fyrsta skipti að Bandaríkjamanni var boðið að hlaupa í gegnum rússnesk söfn. En þá var kalda stríðið við suðumark og John Foster Dulles bannaði mér að fara. — Og nú erum við hér staddir eftir 20 ár. Hvernig hefur Louvremeistaranum liðið á þessum tíma? — Fyrst gáfu fæturnir sig, síðan öndunarfærin og loks augun. Ég efast um að ég gæti nú komist í gegnum Louvre safnið á 10 mínútum, sama hvað skilyrðin væru góð. Við komum að þeim stað sem Móna Lísa hafði hangið þegar Peter setti heimsmetið. Myndin var horfin. Hvar er Móna Lísa, spurði ég gamla vörðinn. — Hún er í Moskvu, svaraði hann og yppti öxlum. Augu Peters fylltust af tárum. — Þetta er sem sagt allt upp á sömu bókina lært, sagði hann. Art Buchwald. 42 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.