Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 46
syngur. Ég er aðeins vara-orgelleikari, á meðan hin er veik. >að verður æfing í kvöld fyrir tónleika, sem halda á til styrktar Sharonarkirkjunni. Haydn hefur veriö í kórnum um áraraðir. Flestir karlmannanna hér um slóðir eru í kórnum.” „Tilbúin?” spurði Haydn með aðra höndina á hurð flutningabilsins. „Ég var aðeins að segja Luke frá kórnum, Haydn.” „Nú.” Hann opnaði bildyrnar. „Komdu nú Rhiannon. Við erum sein fyrir.” Allt í einu virtist henni líða óþægilega. „Ég held, að það sé best, að ég fari í sama bíl og Luke, Haydn." Andlit þessa stórvaxna manns varð eitt augnablik eins og þrumuský. „Ég meina, það er skynsamlegast,” hélt Rhiannon áfram. „Luke þekkir ekki umhverfið. Ég get þá sýnt honum leiðina.” „En, Rhiannon, hann þarf aðeins að fylgja mér eftir.” „Við munum bæði fylgja þér eftir,” sagði hún ákveðin. Luke gekk við hlið hennar, aftur að flutningabílnum. LlJKE tók ekki til máls fyrr en þau voru komin út úr Abermorvent. „Ég held ekki, að Haydn sé neitt sérlega á- nægður með þetta fyrirkomulag” Hún andvarpaði. „Ég veit það. Ég vil ekki særa hann, en hann virðist ekki skilja nokkurn skapaðan hlut. Við höfum lengi verið vinir, góðir vinir, en hann vill alls ekki láta sér skiljast, að við munum aldrei verða neitt meira.” Luke leit til hennar og horfði á vanga- svip hennar. „Hann er vissulega mjög á- kveðinn maður. Kannski hefðirðu átt að aka með honum þrátt fyrir allt.” Hún hleypti brúnum. „Nei, ég læt ekki Haydn Hopkins segja mér fyrir verkum.” Það var fremur lítið sagt, eftir að þau komu til Rhydewel. Þau voru öll of önnum kafin við aö koma naut- gripunum í tvær raðir og fá dýrin til að ganga upp viðarplankana inn í bílana. Stundum virtist þetta næstum ógjörn- ingur, en að lokum var þó allt komið á sinn stað og bílunum lokað. Haydn sneri sér kuldalega að Luke. „Ég mun stansa, þegar við erum komin hálfa leið til Brynlas. Fylgstu vel með, þegar ég gef merki.” Hann snerist á hæli og gekk að flutningabílnum. Rhiannon settist inn við hliðina á' Luke. Hún starði beint fram fyrir sig. „Þú veist, að hann er að gera þér stóran greiða,” sagði hann kæruleysis- lega. „Þú getur farið með honum, ef þú vilt.” „Nei Luke. Hvers vegna ætti ég að gefa honum tálvonir? Haydn myndi gera allt fyrir alla. En hann á erfitt með aðskilja orðið nei.” Luke horfði yfir veginn og beið eftir, að hún héldi áfram. „Hann bað mig einu sinni um að gift- ast sér. En ég elska hann ekki, og þar að auki gæti ég ekki hugsað mér að búa allt- af í Rhydewel. Fólk eins og Haydn getur ekki hugsað sér að búa annars staðar.” „Ég veit það nú ekki. Kannski verður ekki nokkur maður hamingjusamur neins staðar, án eiginkonu.” Hún hikaði áður en hún spurði: „Hefur þú einhverntima veriðgiftur?” „Nei. Ég hef ekki hitt réttu konuna.” „Og hvaö um fjölskyldu þína, Luke? Áttu ekki nána ættingja?” „Nei.” Luke var allt í einu á verði, og hann vildi skipta um umræðuefni. „Hvers vegna fer mamma þín alltaf Hárgreiðslustofan DESIRÉE (Femina) Laugavegi 19 — Síi OPIÐ FRÁ9-6 LAUGAR DAGA i 9-2 m KLIPPINGAR. BLÁSTUR ^ NÆRINGARKÚRAR O.FL. GuArún Mannúsdóttir. TÍZKUPERIVIANENT LAGNINGAR. LOKKALÝSINGAR PÍLAGRÍMSFERÐ TIL FORTlÐARINNAR alla leið til Abermorvent til að sækja kirkju?” „Hvaö? Ó, það er víst mest af göml- um vana. Mamma hefur gengið þar i kirkju síðan hún gekk i sunnudagaskóla. Þar að auki kann hún mjög vel við Morlais Jenkins.” Luke ók áfram i þögn. Hann minntist áritunarinnar, sem Morlais Jenkins hafði skrifað í biblíu Enochs Owens. Fyrir öllum þessum árum höfðu faðir hans og Nancy Nation sótt sömu kirkju. „Ykkur mömmu þinni þykir mjög vænt um Morlais Jenkins, er það ekki?” sagði hann að lokum. „Jú. Hann er alveg stórkostlegur maður. En hann er ákaflega einmana, þó að hann myndi aldrei viðurkenna það. Einkasonur hans er öryrki. Hann slasaðist i hræðilegu námuslysi, sem átti sér stað I Abermorventnámunni fyrir mörgum árum. Þá var ég ekki fædd, en mamma man vel eftir því. Pabbi vann líka í námunni i þá daga. Þú munt reyndar sennilega hitta hann í kvöld.” „Hvern?” „Gareth Jenkins. Hann syngur í karlakórnum, hefur gert það í mörg ár.” Luke kyngdi og reyndi að hafa vald á rödd sinni. „Það hlýtur að vera erfitt, þegar maður er í hjólastól.” „Ó, Gareth tekst það vel. Stundum syngur hann einsöng, og það er dásam- legt að hlusta á hann. Abermorvent- kórinn hélt einu sinni tónleika í London, og eftir aö Gareth hafði sungið einsöng, stóðu allir áheyrendurnir upp og klöppuðu.” Hún starði hugsandi út um gluggann augnablik. „Mér þætti vænt um, ef þú hittir Gareth Jenkins, Luke. Hann er svo hæfileikaríkur. Hann er hreinasti snillingur i höndunum. Hann getur skorið allt mögulegt út i tré. Sérstaklega sker hann út marga göngustafi með útskomum hand- föngum. Þú hefur áreiðanlega aldrei séð neitt líkt þeim. Hann fær jafnvel pantanir erlendis frá. Ef þú hefur tíma, skal ég fara með þig á verkstæðið hans. Það er aðeins kofaskrifli í garðinum hjá honum. En það er fullt töfra....” Luke svaraöi ekki. Hann hafði ákafan hjartslátt. Hún hélt áköf áfram. „Hvers vegna kemurðu ekki með á æfinguna í kvöld? Þú getur ekki farið frá Wales, án þess að hafa heyrt í karlakór.” Luke fannst sem hann stæði milli tveggja elda. Þó að hann langaði mikið til að ná tali af Gareth Jenkins, yrði það sársaukafullur fundur. „Er — er það hægt, Rhiannon? Ég á við, þetta er aðeins æfing. Ég vil ekki troðamér inn.” „Það er allt í lagi.” Hún hló. „David Benyon, stjórnandinn, elskar að fá á- heyrendur við öll möguleg tækifæri.” „Jæja....hvar verður æfingin?” „I Bethelkirkjunni í Rhydewel.” Stóru byggingunni, sem einna helst líkist musteri.” Einmitt! Hún er troðfull á hverjum sunnudegi, sérstaklega þegar tónleikar eru haldnir. Þú verður hvort eð er ekki hérna á sunnudaginn, svo að æfingin er betra en ekki neitt. ímyndaðu þér bara, yfir hundrað raddir, sem aðeins syngja fyrir þig.” Ákefð hennar var smitandi. „Allt í lagi,” samþykkti hann. Hún hló og snerti hönd hans. Augu þeirra mættust sem snöggvast, en þá bremsaði Haydn og benti til vinstri. Luke fylgdi á eftir honum inn á hliðar- veg við fjallaveginn.... Rf lHIANNON skenkti þeim kaffi úr brúsa, á meðan Luke og Haydn gáðu að skepnunum. Það kom fljótt i Ijós, að Haydn var langt frá að vera ánægður. „Gekk vel með bilinn, hr. Osborne?” spuröi hann stirðlega. Rhiannon svaraði glaðlega: „Luke er fyrsta flokks bílstjóri, Haydn. Ég get mælt með honum hvenær sem þig vant- ar bílstjóra.” „Það er fremur þröngt um skepnurnar. Ég held varla, að þær myndu mæla með aksturshæfni minni,” sagði Luke og brosti. En Haydn var enn sem áður jafn þungbúinn. „Það veröur allt í lagi með skepnurnar, þegar þær koma til Lake Brynlas. Vatnið verður meira virði en óþægindin.” Hann gekk í burtu ásamt Rhiannon, og Luke varð einn eftir. Luke teygði úr sér og skoðaði umhverfið. Fjöllin virtust gróðurlaus að undanteknum nokkrum smávöxnum runnum. Þegar hann leit aftur fyrir sig, sá hann nokkra þurra lækjar- og árfar- vegi bera við klettana, og í hitanum fann hann ilminn af lyngi og mosa. Kyrrð umhverfisins hafði mikil áhrif á hann. Þetta var „Land hinna látnu vona”. „Luke! Það er kominn tími til að halda áfram.” Haydn var kominn inn i flutningabílinn, og Rhiannon beiö við hinn. Þar sem hún stóð þarna róleg í sól- skininu, var ekki erfitt að skilja til- finningar Haydns. Þau óku hægt upp brattann og Luke fékk gott útsýni yfir dalinn fyrir neðan þau. Svartir nautgripir virtust hreyfing- arlausir í hllðunum, og loksins sáu þau 46 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.