Vikan


Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 31.05.1979, Blaðsíða 47
vatn í lækjunum. Á breiðum dalbotnin- um sáu þau glitta í stórt stöðuvatn. „Brynlasvatnið,” sagði Rhiannon. Þau óku hægt niður troðninginn, en juku hraðann, þegar þau komu niöur á auðan þjóðveginn. Frændi Rhiannons, Denzil og Betty frænka hennar áttu nokkur hundruð ekrur lands á dalbotninum. Það var upplífgandi að sjá tún þeirra, þakin safa- miklu grasi, eftir að hafa horft á sviðnar slétturnar. tbúðarhúsið var lítið en svalt. Eftir að búið var að senda nautgripina á beit, settust þau öll að snæðingi fyrir framan húsið. Denzil frændi sá um samræðurnar, á meðan kona hans gekk hljóðlega um og sá til þess, að allir fengju það sem þeir vildu. Denzil sat við hlið Rhiannon, og það var auðséð, að gamla manninum þótti mjög vænt um hana. „Ég sé hana aldrei nógu oft, hr. Osborne. Aðeins, þegar letinginn hann Hopkins nennir að skutla henni hingað uppeftir.” Hann rak olnbogann í Haydn. Rhiannon brosti, en auðséð var, að henni líkaði ekki samræðurnar. „Luke kemur alla leið frá Zambíu, frændi,” sagði hún glaðlega. „Æ, já,” Denzil andvarpaði. „Það er rétti staðurinn til að reka búskap. Það voru margir, sem fóru þangað frá Wales, hr. Osborne. Þekkirðu kannski Calvin Watkins? Hann fór þangað fyrir stríð. Honum hlýtur að hafa líkað vel, því að hann kom aldrei aftur.” „Denzil frændi!” Rhiannon hló. „Afríka er ekki eins og Brynlas. Þar geturðu ekið margar mílur án þess að mæta einni einustu hræðu. Þar að auki fluttist Watkinsfjölskyldan til Kenya, ekki Zambíu.” Luke hélt áfram glaðlegum sam- ræðunum, en sakleysisleg athugasemd gamla mannsins hafði gert hann óróleg- an. Honum varð hugsað til föður síns, sem aldrei hafði átt afturkvæmt til föðurlands síns, þó að hann hefði enga ósk átt heitari. Þar að auki leit gamli maðurinn varla af Luke eitt einasta augnablik þó að hann héldi áfram að stríða frænku sinni og reka olnbogann í Haydn. Luke þakkaði fyrir matinn og gekk út til að líta í kringum sig. Hann skoðaði bæinn, fullur áhuga. Hlaðan var full af heyi, og útihúsin voru í góðu ásig- komulagi. Gæsir, endur og hænsni gengu um í hlaðvarpanum ásamt nokkrum hundum. Hann heyrði ekki í Denzil, sem kom gangandi til hans. „Hvernig list þér á þig hér, hr. Osborne?” „Þetta virðist vera mjög vel rekið,” svaraði Luke. Denzil varð allt í einu alvarlegur á svipinn. „Hvernig gengur hjá henni Nancy okkar?” Luke hikaði. „Ég er aðeins gestur á Rhydewel.” Denzil horfði athugull á hann. „Þú getur samt áreiðanlega sagt mér, hvernig hún er. Hún er mjög þrjósk og stolt. ViII ekki gefast upp, þó að hún eigi í erfiðleikum.” Hann þagnaði. „Frú Nation sér til þess, að mér líði eins og ég sé heimá hjá mér,” svaraði Luke. „Já, Rhiannon segir mér, að hún kunni mjög vel við þig. Og ef mér skjátl- ast ekki, þá kann Rhiannon ekki síður viðþig.” Luke sá allt í einu, að Haydn stóð á bak við þá. „Það er kominn timi til að halda heim á leið,” sagði hann stuttaralega. „Denzil, þakka þér fyrir gestrisnina.” Luke tók í höndina á gamla bóndan- um í kveðjuskyni og gekk ásamt Haydn aðbílnum í óþægilegri þögn. AU komu að Bethelkirkjunni snemma kvölds. Luke settist aftarlega á bekk og reyndi að slappa af á meðan hann beið eftir að kórinn byrjaði sönginn. Haydn Hopkins varð mjög kulda- legur, þegar þau komu aftur að bíla- stæðinu og Rhiannon sagði honum að Luke kæmi einnig á æfinguna. Hann ók þeim heim og sagði ekki eitt aukatekið orð alla leiðina. „Kemurðu svo með inn á Aubrey og færð þér í glas á eftir, eins og venjulega, Rhiannon?” spurði hann að lokum. „Því miður Haydn. Ekki í kvöld. Ég hef of mikið að gera.” „Á sunnudagskvöldið?” „Við höfum gestina til að hugsa um,” minnti hún hann á. Og hann hafði star- aðfullur haturs á Luke.... Stjórnandi kórsins, David Benyon, hafði boðið Luke innilega velkominn og kynnt hann fyrir nokkrum í kórnum. Mennirnir voru hörkulegir, með sterk- legar hendur og ör á andlitunum, en allir voru þeir jafn hlýlegir og Denzil, frændi Rhiannon. Þar sem Luke sat og horfði á þá raða sér upp fyrir framan stjórnandann, varð honum hugsaö til föður síns. Allir höfðu þeir sams konar blá ör og faðir hans hafði haft. Sárast fann hann þó til þegar siðasti maðurinn kom inn. Hægt og með erfiðismunum kom Gareth Jenkins hjólastólnum fyrir í röðinni. Hann var stór og sterklegur maður, hár hans var grátt og augu hann vökul og viðkvæmnisleg. Sterkleg líkams- byggingin gerði örkuml hans enn meira áberandi. t fyrstu gat Luke ekki haft augun af þessum manni, sem faðir hans var á- sakaður um að hafa gert að öryrkja. En allt í e'inu byrjaði kórinn að syngja.. Það var ný reynsla fyrir Luke. Hann fann strax til samkenndar með angur- værum tónunum, sem komu frá svo mörgum mönnum. Stór hvelfing kirkjunnar gerði það að verkum, að tónarnir nutu sin á undursamlegan hátt. Luke þótti sem hann svifi um i annarri og fegurri veröld. Rúmlega eitt hundrað manns, ungir og gamlir, virtust syngja einni röddu fyrir David Benyon, og tónninn var hreinn og tær. Undirleikur Rhiannon var fyllilega í samræmi við sönginn. Háir, lágir, léttir og dapurlegir tónar hrifu hann, og Rhiannon var jafn yndis- leg að sjá og heyra. Luke var svo niðursokkinn í aðdáun sina, að hann tók ekki strax eftir þvi að kórinn var að syngja sfðasta lagið. Hann minntist enn einu sinni þess, sem faöir hans hafði skrifað í dag- bækurnar. Hrífandi frásögn hans af lífi námumannsins í myrkrinu neðanjarðar, þar sem þeir milli vonar og ótta sungu Láttu ljós þitt skína. Og nú yfirbuguðu hann allar þær and. stæðu tilfinningar, sem barist höfðu um völdin, allt frá þvi faðir hans lést. Luke flýtti sér út, áður en fagrir tónarnir þögnuðu og reyndi aö kyngja kekkinum, sem virtist ætla að kæfa hann. í kirkjugarðinum ríki algjör þögn. Þegar Luke hallaði sér að kirkjuveggnum, heyrði hann allt i einu hlýja samúðarfulla rödd Rhiannon. „Luke? hvað er að?” „Að?” Hann sneri sér að henni. „Ó, jHH ■ ■ Í,J' V ■ T< ' H ít m ■ Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. 'h iBIAÐIB V 5 fHS Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. Wsm ili Íp IHI Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 22. tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.