Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 2

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 2
24. tbl. 41. árg. 14. júní 1979 Verð kr. 850. GREINAR OG VIÐTÖL: 2 Bilar á Islandi í 75 ár. 6 Mjólk vtrður eins og rjómi og kók eins og siróp. Rætt við Línukóng og Linudrottningu, Sigurð Steinþórs- son og Ingibjörgu Marmundsdótt- ur. 22 Börnin og við í umsjá Guðfinnu Eydal, sálfræöings: Traust er nauðsynlegt. 24 Vikan skoðar hótel og veitingahús í Þýskalandi, 1. grein eftir Jónas Kristjánsson: Bonn. 26 Mannréttindi verða ekki keypt eftir vigt, segir Pétur Pétursson, útvarpsþulur. 36 Vikan á ncytendamarkaði: Tréskurður — fylgifiskur menning- ar frá upphafi. 50 Látinn maður segir sögu slna. 33. grein Ævars R. Kvaran um undar- leg atvik. SÖGUR: 14 Sumarið sem var eftir Söruh Patterson, 5. hluti. 35 Fimm mínútur með Willy Breinholst: Harry og innbrots- þjófurinn. 41 Hver á að ráða? Smásaga eftir Nonie Robertson. 44 Pílagrímsfcrð til fortíðarinnar eftir Malcolm Williams, 6. hluti. VMISLEGT: 11 Poppkorn. 12 Mest um fólk. 20 Handavinna: Sítt dömu- og telpna- vesti. 28 Vikan kynnir: Hagkvæmt í Ilagkaupi. 30 Stjörnuspá — Hvað er þetta? 31 Táningagoðið 1979 er Leif Garrett — Opnuplakat. 34 Draumar. 43 Poppkorn. 52 Eldhús Vikunnar og Klúbbur matreiðslumeistara: Lauksúpa. 54 Heilabrotin. 62 Pósturinn. VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaöamcnn: Borghildur Anna Jóns dóttir. Eirikur Jónsson. Hrafnhildur Sveinsdóttir. Jóhanna Þráinsdóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsinga stjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i Siöumúla 12. auglýsingar. afgrciösla og dreifing i Þverholti 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verö i lausasölu 850 kr. ÁskriftarverÖ kr. 3000 pr. mánuð, kr. 9000 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 18.000 fyrir 26 blöö hálfsárslega. Áskriftarverö greiðist fyrirfram. gjald dagar: Nóvember. febrúar. mai og ágúst. Áskrift i Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaöarlega. Um málefni neytenda cr fjallað i samráöi viö Neytendasamtökin. 2 Vikan 24. tbl. Bílar á íslam Árið 1903 veitti Alþingi íslendinga D. Thomsen, konsúl í Reykjavík, 2000 króna styrk til að gera tilraunir með hvort mögu- legt væri að nota bifreiðar á íslenskum vegum. Thomsen varð sér úti um bil sem hann síðan flutti hingað til lands og í annálum frá þessum tíma má sjá að ekki hefur mönnum þótt fyrirbærið reynast of vel á íslenskum vegum. Er tekið fram að vagninn gangi heldur báglega, bili oft og sé ekki nægilega kraftmikill til að komast upp brattar brekkur, en af þeim er nóg hér á landi. Vagninn fór í ferðalag alveg austur á Eyrarbakka, og var það hið dapurlegasta ferðalag. Billinn bilaði oft á leiðinni og var þvi mest um kennt að hann hefði verið keyptur notaður, svo og hitt, að vélin var aftur í. Aðalgallinn var samt sá, að sögn vagnstjórans, að afl vélarinnar var leitt til vagnhjólanna með tannhjólum í staðinn fyrir með stálfesti. Skilji það hver sem getur. Þrátt fyrir öll þau vandræði sem fylgdu þessum fyrsta bíl íslendinga voru þeir ekki alveg á því að gefast upp, og nú 75 árum síðar eru íslendingar meðal mestu bíla- eigenda í veröldinni, — og er þá að sjálf- sögðu miðað við höfðatölu. Hver framtíð bílsins verður í þessum heimi, sem virðist vera kominn langt á leið með að fullnýta allar olíulindir sínar, ætlum við engu að spá. Bilar eru alltaf að minnka til þess að hægt sé að gera þá sparneytnari, og ef svo fer sem horfir þá verða þeir horfnir eftir nokkur ár, — allavega verða þeir orðnir mjög litlir. í tilefni af t>essu afmæli bilsins á íslandi gengst Fornbílaklúbburinn fyrir sýningu í Laugardalshöllinni um þessar mundir á fjölda gamalla bíla, og þar verður hægt að sjá þróunina sem orðið hefur í þessum efnum hér á landi nær því frá upphafi. Þarna verða gamlir Ford bílar sem sjást varla orðið nema í gömlum kvikmyndum, glæsilegar drossiur a la Bonnie og Clyde og allt þar upp úr. VIKUNNI þótti við hæfi á þessum merku tímamótum að taka myndir af nokkrum þessara gömlu höfðingja, eins og eigendurnir oft kalla þá, svo og að fá að reyna þá. Það má aldrei gleymast að allir þessir bílar eiga sér sína sögu, oft merkilega, og reyndum við eftir fremsta megni að grafa þær upp og hafa þær sem réttast eftir. Einnig munu fylgja umsagnir sérfræðings VIKUNNAR í bílamálum, en hann tók sér far með öllum þeim bilum sem við sýnum hér. Þeir sem vilja meira að sjá geta skundað niður í Laugardalshöll og skoðað það sem við ekki sýnum. EJ V) Ford Tf árgerð 1917 Ekki er fullkunnugt um hversu margir eigendur hafa verið að þessum glæsilega vöru- bíl, en lengst af hefur hann verið kenndur við Bjarna Erlendsson á Víðistöðum. Sá mun hafa notað hann til ýmissa þarfa- verka, þó mest í kartöflu- görðum. Til að bíllinn spjaraði sig betur þar í moldarflaginu, setti Bjarni breið járnhjól undir hann að aftan þannig að bíllinn varð líkari dráttarvél en vörubíl. Þessi gamli Fordari er í eigu Þjóðminjasafnsins, og hefur Pétur G. Jónsson starfsmaður safnsins verið að vinna í því að undanförnu að koma bílnum í sitt upprunalega horf. — Ég fékk þennan bíl allan í pörtum, sagði Pétur, og þurfti því að koma honum saman á ný. Það vantaði ýmislegt og annað var ónýtt, þannig að ég hef þurft að smíða töluvert í hann, en það er allt gert eftir gömlum for- skriftum og er þar í engu breytt út af. Brettin eru nýsmíði, allt úr blikki en allt eins og það var. Yfirbyggingin, sem er úr tré, er líkast til önnur yfirbyggingin sem er á þessum bíl. Luktirnar eru stórglæsilegar, aðra fékk ég frá Húsavík en hina þurfti ég að sækja alla leið til Kaupmanna- hafnar. Þær eru upprunalegar eins og sjá má og er greypt i þær „Ford T”. Vélin er ekki upprunaleg og tel ég mestar líkur á að þetta sé önnur vélin sem sett er í þennan annars ágæta bíl sem eyðir alveg óhemjumiklu bensíni. Hversu miklu? Ég vil ekki hugsa um það, svo mikið er það. Umsögn VIKUNNAR: Þessi aldni bíl! er frábrugðinn nútíma- bílum að því leyti að í honum eru ekki gírar eins og fólk á að venjast. Í stað gírstangar eru þrír pedalar, — ef stigið er á þann sem lengst er til vinstri fer bíllinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.