Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 14
Sumarið Þýð: Hrafnhildur Valdimarsdóttir Framhaldssaga eftir Söruh Patterson sem var Heimsóknin á sjúkrahúsið var óskemmtileg reynsla, og mér brá illilega við það, sem ég sá. Fyrsta áfallið mætti mér í anddyrinu. Þar sáum við mann í náttslopp, og þegar ég leit upp sá ég hann greinilega í speglinum á veggnum, og ég var gripin óhugnaði. Hann var með nokkurs konar plastikandlit, húðin var strekkt og glampandi í ljósinu. Munnurinn var eins og strik, og nefið var ólöguleg kúla. Allt virtist lögunarlaust og snúið. „Nú rifjast upp fyrir mér önnur af predikunum þínum,” sagði ég. „Þegar þú sagðir að þetta strið væri sérstakt. Að hinn almenni borgari yrði að taka þátt i þvi.” Það var eins og hann sigi saman, ef til vill var hann einungis mjög þreyttur. „Veistu það, Kathie, að mig langar mest til að flytja engar predikanir það sem eftir er lífsins.” Hann kyssti mig á ennið. „Og nú verð ég að fara í rúmið áður en ég hníg niður.” Móðir mín gekk með'honum fram aö dyrum. Hann sneri sér við í gættinni og sagði: „Meðal annars, unga belgiska stúlkan, Anne-Marie Perrier, var sæmd heiðursmerki". Dyrnar lokuðust en römm brunalykt lá enn i loftinu. Ég gekk út á svalir til að anda að mér ferskum ilminum í garðin- um, en það leið langur tími áður en þessi lykt hætti aðásækja mig. Næsta sunnudag fékk faðir minn Johnny til að leika sálntana í kirkjunni. Hann kom heim áður og vann við rapsódiuna í klukkustund. Ég sat hjá honum og hlustaði. Það lék enginn vafi á þvi að þetta var mjög gott verk. Ég gerði mér í hugarlund, hvað einhver hinna miklu píanóleikara mundi gera við það, en það vantaði eitthvað. Ég vissi það og Johnny vissi það líka. Það vantaði eitthvert mjög mikilvægt smá-1 atriði. Pínulítið stykki í púsluspilið sem myndi skýra myndina. En hann lét það ekki á sig fá og það var aðalatriðið. Hann hafði meira að segja fengið Richie til að koma til kirkju. Ég var furðu lostin þegar ég kom auga á hann á tröppunum i sinum besta einkennis- búningi, ljómandi finan og myndarleg-’ an. Hann krafðist þess að fá að sitja einn á aftasta bekk. Ég stóð við hliðina á org- elinu og fletti blöðunum fyrir Johnny og hlustaði á predikunina með öðru eyr- anu. Mér varð litið til Richies á aftasta bekknum. Mér til mikillar undrunar virtist hann hlusta á ræðuna af mikilli athygli. En þegar hann tók eftir þvi að ég var að horfa á hann skemmdi hann alltogveifaði. Johnny lék Bach prelúdíu meðan söfnuðurinn gekk út og Richie beið á meðan. Það hafði verið skýjað og dimmt yfir fyrr um morguninn, en nú hafði sólin brotið sér leið i gegnum skýin og lýsti upp kirkjuna. Birtan breytti öllu, meira að segja Johnny. Hann leit til mín og brosti, en þá tók ég eftir dökkum þreytubaugum undir augum hans. Það var eins og hann sigi saman þegar hann stóð upp. Ég var reið sjálfri mér. Hann hafði verið átta Bílaleiga í þjóðbraut ★ Úrval af gasáhöldum, Ijós, hellur o.fl. Gasafgreiðsla. SÖLUSKÁIINN arnbergi ==^PWLimt. 800 SELFOSS — P.O. BOX 60 SlMAR 1685 - 1888 Lada 1600 Lada station IJtdráttur: Kate er ekki enn orðin sautján ára, og foreldrar hennar, prestshjónin, vilja garna hlifa henni við að kynnast hörmungum stríðsins, sem geisar af hörku. En það reynist þeim um megn. I grennd við prestssetrið í Norfolk cr bækistöð breska flughersins, og dag nokkurn hittir Kate Johnny Stewart, sem er skytta í flughernum. Með þeim tekst vinátta, sem þó er ekki þrauta- laus, því Kate gengur illa að skilja Johnny. Hún er aðeins saklaus, góð stúlka í vernduðu umhverfi, en reynsla hans í ótal árásarferðunt og ömurleg návist við dauðann hafa gert hann mörgum árum eldri. Skyndilega hættir Johnny að koma í heimsókn, og Kate er örvingluð og hjálparvana. Vinur Johnnys, Richie, reynir að auka skilning hennar á störunt þeirra, og Kate verður Ijósara en áður, hvað þeir verða að þola daglega. Hún tekur að aðstoða móður sína i kafflvagninunt á flugvellinum — og vináttan blómstrar. klukkustundir á flugi síðastliðna nótt og ekki lent fyrr en klukkan hálf sjö. Og hann kom upp á prestssetrið um níu- leytið til að spila fyrir mig áður en hann fór hingað. Ég greip um handlegginn á honum. „Þú ert þreytulegur, Johnny. Þú verður að sofa. Þú getur lagt þig i herberginu mínu. Við borðum alltaf seint á sunnu- dögum.” „Hvaða vitleysa,"sagði hann. „Þaðer allt í lagi með mig." En það var ekki rétt. Og ekki heldur næstu daga. Það var augljóst að hann eyddi of miklum tima i tónlistina og með mér óg fékk alls ekki nægan svefn. Richie tók i sama streng þegar ég ræddi þetta við hann. „Þú hefur rétt fyrir þér,” sagði hann. „Að meðaltali fjórar nætur í viku í loftinu — fimm í siðustu viku, eins og þú manst. Og þeim tíma sem eftir er eyðir hann í rapsódí- una eða með þér. Menn mega ekki ofþreyta sig i þessu, Kate. Það hefur slæm áhrif á viðbrögðin. Þegar stélskytt- an tekur flugvél fyrir fugl þá er úti um hana. Honum þarf ekki að skjátlast nema einu sinni.” „En hvað get ég gert?" spurði ég. Richie andvarpaði. „Það er þitt vandamál. Þér tókst ágætlega að sigrast á þvi siðasta og þér tekst áreiðanlega að leysa þetta líka.” En forlögin gripu i taumana áður en mér hafði tekist það. Ég varð sautján ára þann tuttugasta ágúst. Stóra Berta fórst tveimur nóttum siðar. Þeir bjuggust við auðveldri ferð — eins og að drekka vatn, sagði Johnny. Þeir áttu að taka olíu við Amsterdam. Klukkutima flug yfir Norðursjóinn, nokkrar mínútur yfir árásarstaðnum og síðan heim aftur. En Þjóðverjinn, sem réðst á þá nokkrar mílur vestur af Den Helder, hafði aðrar hugmyndir. Okkar menn köstuðu mörgum sprengjum og 14 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.