Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 18
„Kemurðu með póstbátnum til baka?” „Nei, fjantlakornið,” sagði Bunny, „Ég mynili ábyggilega lenda i kafbáti. Ég kent sömu leið til baka. Hefurðu séð Ted?" „Já, ég sá hann rétt áðan." „Þú veist það þá?” Bunny brosti. „Heppnin eltir hann." Hann stokkaði spilin. klaufalega vegna fatlans. Hann var hættur að brosa. „Það er aðeins eitt, Johnny. Ég verð að hitta ekkjuna hans Dads áður en ég fer á morgun. Ég var að vonast til að fá þig með mér." Hann hikaði andartak. „Vilt þú kannski koma líka, Kate?" „Já, auðvitað," svaraði ég á auga- bragði. Ég hafði ekki einu sinni vitað að Dad væri giftur. „Konur hafa hetra lag á þessu." Hann brosti og það var sem þungri byrði hefði veriðaf honum létt. „Við sækjum þig þá hingað á morgun," sagði Johnny. „ Klukkan tíu?” „Allt i lagi." Hann reyndi árangurs- laust að koma spilunum í pakkann með krepptum fingrum vinstri handar. Hann leit upp og brosti. „Sjá mig. Haldiði að ég geti orðið verri?” Það var algengl í flughernum að þeir sem áttu börn, sem voru of ung til að vinna, reyndu að fá húsnæði fyrir fjöl- skyldu sina í grennd við flugstöð sina. Dad Walker hafði fyrir hálfum mánuði tekið á leigu lítið hús í Borfield, sem er i finim mílna fjarlægð frá Upton Magna. Honum hafði ekki gefisl tinii til að kynna hana fyrir félögunt sinum. Það var hlýtt og gott veður, en ekki get ég sagt að ég hafi hlakkað til farar- innar af skiljanlegum ástæðum. Það var ekki til að bæta úr skák að það fyrsta sem við sáum var litil stúlka að leika sér. Hún var ekki nema fjögurra eða fimrn ára. „Hérna er það," sagði Bunny en gerði enga tilraun til að hreyfa sig. Johnny klifraði yfir bílhurðina og ég á eftir honum. Bunny kom síðastur og opnaði hliðið. Litla stúlkan sat hreyfingarlaus og horfði á okkur. Ég leiddi Johnny upp stiginn. Dyrnar voru opnar og Bunny bankaði. „Sælt veri fólkið. Er einhver heima?” „Já?" Há, rauðhærð kona á að giska tuttugu og átta eða niu ára birtist á stiga- pallinum og hélt niður. „Get ég hjálpað ykkur?” „Frú Walker?” Bunny tók ofan húfuna. „Ég er Bunny O'Hara. Ég var skipstjórinn hans Dads. Og þetta er Johnny Stewart.” Sumarið sem var „Ég er einn af áhöfninni líka, frú Walker," sagði Johnny. „Slæmt að við skyldum ekki hittast fyrr." „Ég hef verið önnum kafin við að koma okkur fyrir.” Hún stóð þarna, hræðilega róleg eins og hún væri i vandræðum með hvað hún ætti að segja. Litla stúlkan þaut framhjá okkur í fangið á henni. Bunny og Johnny voru hræðilega vandræða- legir. Ég dró djúpt andann og rétti fram höndina. „Ég er Kate Hamilton. Ég var líka vinur Dads. Ég vinn með sjálfboða liðsveitunum i kaffivagninum á flugvell- inum. Getum við gert eitthvað fyrir þig?” „Eiginlega ekki," sagði hún dauflega. „Við förum með siðdegislestinni." Hún litaðist um i kringum sig. „Ég vil komast héðan burt sem allra fyrst." Það var óþægileg þögn. „Heyrðu, frú Walker, ef það er eitthvað — hvað sem er. Kannski hjálpað þér að pakka. . ." sagði Johnny vandræðalega. Hún leit snöggt á hann og augun skutu gneistum. „Þið getið gert eitt fyrir mig. liðþjálfi, það er að fara eins og skot. Skiljiði ekki að þið minnið mig einungis á að hann er dáinn og þið eruðá lifi?" Johnny hörfaði eitt skref aftur á bak. „Fyrirgefðu..." „Fifl," sagði hún. Skiljiði ekki að stundun; særir góðvildin meira en harkan. Ég þarfnast hennar alls ekki á þessari stundu." Ég skildi hana — fullkomlega. Ég dró Johnny og Bunny út og sagði við hana. „Blessuð, frú Walker og gangi jrér vel." Hún virtist vera orðin róleg aftur og strauk hár litlu stúlkunnar. Svo sagði hún tómlega. „Ert þú ástfangin af unga manninum, skyttunni?” „Já,” sagði ég rólega. „Þá þarft þú frekar á velfarnaðarósk- unum að halda.” Þetta var eflaust það kaldranalegasta sem hún gat sagt við mig og átti rætur sínar að rekja til þjáninga hennar, hins brostna hjarta hennar. Hún sá eftir því um leið og tók að skjálfa. Ég tók utan um hana og kyssti hana blíðlega á kinnina. „Allt i lagi,” sagði ég. „Ég skil þig alveg.” Þá brotnaði hún niður og fór að gráta. Ég flýtti mér út, lokaði dyrunum og sett- ist inn í bilinn. Johnny var sestur við stýrið og Bunny hnipraði sig saman bak við sætin. „Guð minn góður,” sagði hann. „Nú þarf ég að fá mér glas.” Ég klifraði inn og Johnny lagði hönd- ina á mína eitt augnablik. „Er allt i lagi?” „Já,” sagði ég. „Ég kenni í brjósti um vesalings konuna.” En orð hennar hringsnerust í höfðinu á mér á leiðinni og neituðu að láta mig i friði. Þegar við komum til þorpsins fórum við til Georges. Bunny og Johnny fóru á barinn og ég fékk mér sæti. Það var ró- legt á þessum tima dags og það var ein- mitt það sem ég þarfnaðist á þessari stundu. Þegar ég settist sá ég að einhver stóð i skugganum viðendann á barnum. Ég hallaði mérfram. „Richie, ert þetta þú?” Við höfðum ekki séð hann í viku. Hann hafði aldrei komið siðan Johnny fór í fri. „Halló,” sagði hann. Johnny kom með bjór í annarri hendi og limonaði i hinni. „Bunny er að drekka kveðjuskál með nokkrum félög- um sínum þarna hinum megin,” sagði hann. Þá kom hann auga á Richie. „Hvar hefur þú haldið þig?” „Þú kærir þig ekki um mig þegar þú ert í fríi,” sagði Richie. „Ég minni þig á raunveruleikann. Ég kæri mig ekki um að vera vofan í veislunni, krakkar.” „Hvaða vitleysa,” sagði ég. „Komdu í kvöldmat i kvöld.” „Já, gerðu það,” sagði Johnny. „Mig langar að vita hvað er að ske. Hvernig gengur?” Þetta voru ekki alveg þær samræður sem ég hafði haft i huga, en ég gat litið gert við þvi. „Stettin i nótt,” sagði Richie. „Algjör kaos. Við misstum fimm. Ég held að það hljóti að hafa verið hálfur þýski flotinn, sem beið okk- ar yfir Hollandi, þegar við komum til baka. Heil fylking af JU 88 réðst á okkur á sama gamla staðnum, vestur af Den Helder. Stélskyttan mín, Dixie Dean. fór. Ég fékk einn glænýjan kanadískan.” Hann hristi höfuðið og sagði bitur í bragði: „Ég spyr, Johnny. Ég er búinn með áttatíu. Á tíu eftir. Hvaða mögu- leika á ég með nýjan náunga í stélinu? Ég fór til Cunningham alveg ösku- reiður.” „Hvað sagði hann?” „Sagði mér að hann hefði engan ann- an í augnablikinu. Það gengur illa, Johnny. Við erum búnir að missa marga góða menn. Þessir gömlu eru næstum allir farnir.” Það fór um mig hrollur, eins og ég væri gripin heljargreipum. Ég hafði aldrei heyrt Richie tala svona áður. Honum var mikið niðri fyrir. Johnny lagði höndina á handlegg hans. „Þú þarft að fara í fri. Eigum við ekki að fara út, ef þú þarft ekki að fljúga á morgun? Við getum farið til Yarmouth eða eitt- hvað álika.” „Þú gætir málað svolítið,” sagði ég. „Það líst mér á.” Hann brosti og líkt- ist nú meira sjálfum sér. „Er ykkur sama þó að Anne-Marie komi með?” „Þviekki?” „Vantar þig far?” spurði Johnny. Richie hristi höfuðið. „Ég er á hjól- inu. Klukkan hvaði kvöld?” „Um sjöleytið.” Johnny hallaði sér yfir barinn til að biðja veitingamanninn um sígarettur. Ég gekk með Richie til 18 Vikan 24- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.