Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 19
dyra. „Hefur þetta í raurt og veru verið svona slæmt, Richie?” „Ég skal segja þér nokkuð, Kate,” sagði hann. „Þetta stríð er alls ekkert skemmtilegt lengur. Ég hitti þig klukkan sjö.” En hann kom ekki, því að hann fór klukkan tíu i óvænta árásarferð á Kiel. 8. kafli. Daginn eftir var hann á útkallsvakt en þurfti ekki að fara og það var sama sag- an næsta dag. Það vár kominn miðviku- dagur þegar við loksins komumst út. Móðir mín útbjó hádegisverð i gamla körfu sem hafði ekki verið notuð árum saman. Við Johnny fórum á MG bílnum en Richie og Anne-Marie fylgdu okkur eftir því að ég átti að rata. Við fórum fljótt af réttri leið. Johnny vildi ekki fara eftir þjóðveginum gegnum Norwich. En eins og alls staðar á Englandi á þessum tímum var búið að fjarlægja alla veg- vísa, svo að við villtumst. Það gerði ekki mikið til. Það var ynd- islegt veður, sólin skein og himinninn var heiður og blár. Johnny stansaði tvisvar til að spyrja til vegar, en það er auðvelt að villast i sveitum Norfolk. Bugðóttir smástigarnir liggja hver á annan, þannig að á dularfullan hátt lendir þú á sama stað og þú varst tuttugu mínútum áður. Þetta var eins og völundarhús. Við reyndum hverja leiðina eftir aðra til þess að komast á rétta staðinn. „Theseus hafði þó allavega hnykilinn sinn,” sagði Johnny. „Ég hef bara þig.” Við komum á veg umlukinn trjám og í fjarska handan við hveitiakur glampaði á sjóinn. „Þarna er það,” sagði ég og veifaði. Hann brosti. „Þú ætlar þó ekki að segja mér að þú vitir alltaf nákvæmlega hvert við erum að fara.” „Auðvitað." Skammt frá var opið hlið og frá þvi lágu hjólför út á akurinn. Við biðum eftir Richie og Johnny kallaði til hans. „Sjáum hvert þessi liggur.” Slóðin var bugðótt og erfið yfirferðar. Hún var grasi vaxin og þegar við komum örlitið lengra umlukin trjám, sem byrgðu fyrir sólina. Við komumst aftur á opið svæði og á vinstri hönd sáum við mann með hestvagn á akrin- um. Johnny bremsaði. „Ég ætla að fara og spjalla við hann, komast að þvi hvar við erum.” Hann hvarf á milli trjánna og Richie ók að og drap á vélinni. Það var mjög hljótt, einungis fuglakvak. Ég hallaði mér aftur i sætinu og horfði á svölu fljúga yfir. Ég heyrði hlátur, síðan fótatak og Richie hallaði sér yfir mig. „Hvað dreymir þig?” Ég brosti til hans. „Venjulega vit- leysu. Ég vildi að tíminn stæði kyrr og þetta tæki aldrei enda.” „En lifið er ekki þannig eða hvað, Kate? Við reynum að gera það besta úr öllu,” sagði hann alvarlegur í bragði og andvarpaði. „Þegar öllu er á botninn hvolft fáum við sjaldan það sem við í raun og veru viljum, ekki einu sinni á friðartimum.” Ég vissi ekki af hverju hann var svona alvarlegur. Skildi ekki þá hvað hann átti við, þó að mér yrði það síðar ljóst. Við höfðum ekki tækifæri til að ræða þetta nánar því að nú birtist Johnny milli trjánna. „Við höfum heppnina með okkur. Hann segir að það sé góð strönd skammt frá. Það er gat á vírgirðingunni, sem hann notarsjálfur.” „Fínt,” sagði Richie. „Drífum okkur af stað.” Stígurinn lá niður milli trjáa og fljót- lega vorum við komin inn á svæði þakið sandhólum, girtum gaddavír. Framund- an var ströndin og glitrandi blátt hafið. Um mílufjórðung vinstra megin við okkur var tangi, en hvergi hús að sjá. Johnny steig út úr bílnum. „Þar hafið þið það,” kallaði hann um leið og Richie kom. „Allir út,” sagði hann og rétti mér höndina til að hjálpa mér yfir bilhurð- ina. Slóðin lá að skarði í girðinguna, sem einhver hafði gert til þess að hægt væri að komast að ströndinni. Anne-Marie og ég héldum á undan en Johnny og Richie komu á eftir okkur með teppin og körf- una. Þeir lögðu það frá sér á góðan stað. Johnny stóð og horfði til sjávar með hendurá mjöðmum. „Fullkomið. Líklega hefur enginn komið hingað í skemmtiferð síðan stríðið hófst.” „Komdu, elskan, við skulum litast um,” sagði Richie við Anne-Marie. Þau gengu út á sandbreiðuna. „Lang- ar þig að ganga?” spurði Johnny. „Því ekki?” Ég fór úr sokkum og skóm, bretti upp buxnaskálmarnar og gekk niður í fjöru. „Kemur þú ekki líka?” Hann hristi höfuðið. „Nei, þakka þér fyrir, en leik þú hafgyðju eins lengi og þú getur." Við gengum eftir ströndinni í áttina að hæðinni. Ég hélt mig á grynningun- um en Johnny stökk til og frá undan öld- unum til að forðast að vökna í fæturna. Hann virtist fullkomlega rólegur og fleytti kerlingar á vatninu eins og litill drengur. Og ég held að ég hafi aldrei verið jafnhamingjusöm. Sólin og hafið, hin fullkomna kyrrð — og svo Johnny, auðvitað. Þar sem sandurinn tók enda kom ég upp úr vatninu til hans. „Er þetta ekki yndislegt?” Hann brosti. „Eins og við séum tvö ein I heiminum.” Við vorum komin að hæðinni og fyrir framan okkur lá brattur stígur. „Bíddu hérna,” sagði hann. „Hér er of hrjóstrugt fyrir bera fætur. Ég ætla aðlítaáútsýnið.” Ég lagðist niður í sandinn og horfði á hann klífa upp. Eftir smástund lokaði ég augunum og naut sólarylsins. Steinn féll. Ég opnaði augun um leið og hann kom til mín. Hann hló. „Þú trúir því eflaust ekki en það er þorp hinum megin, þó nokkuð stórt." Hann brosti. „Svona er lifið. Þú veist aldrei hvað er hinum megin hæðar- innar.” Það var orðið mjög heitt. Ég sá hann eins og í móðu. Allt í einu kraup hann á kné og kyssti mig. Ég hafði alls enga reynslu i þessum efnum en það kom ekki að neinni sök. Ég lagði handleggina þétt um hálsinn á honum. Hann hörfaði skyndilega reiðilegur á svip. Ekki við mig, held ég, heldur sjálfan sig. Ég settist upp. „Hvað er að?” „Nei, Kate. Ekki þetta. Ekki með þér.” „Hvers vegna ekki?” spurði ég. „Ert þú sá eini sem sérð ekki að ég elska þig?" Hann hristi höfuðið. „Ég hef engan rétt til þess, skilurðu það ekki? Við skulum fara til hinna." Ég klöngraðist á fætur. „En, Johnny Framhald í nœsta blaði. RIM raðsettíð Fáanlegt r I áklæðis- úrvali Stóll: Hæð: 75 cm. Brcidd 64 cm. Dýpt 82 cm. Kr. 67.600. Tveggja sæta: Hæð: 75 cm. Dýpt 82 cm. Brcidd: 125 cm. Kr. 121.300. Þriggja sæta: Hæð: 75 cm. Dýpt: 82 cm. Brcidd: 185 cm. Kr. 175.700. Hornborð: Hæð: 35 cm. Brcidd: 64 cm. Lenpd: 74 cm. Kr. 37.100. Sófaborð: Breidd: 53 cm. Hæö: 45 cm. Lengd: 129 cm. Kr. 59.400. JÚN L0FTSS0N H.F. HRINGBRAUT 121 SÍM110600. 24. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.