Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 23
Samkvæmt kenningu Eriksons einkennist þetta stig af frumkvæði barnsins. Barnið spyr um alla. skapaða hluti, hefur áhuga á fleiru en áður og vill líkja eftir öðrum börnum og fullorðnum. Barnið bíður hins vegar oft ósigra á þessum aldri, og framtakssemi barnsins mætir oft andstöðu frá hinum fullorðnu. Barnið fær oft sektarkennd yfir þvi að hafa gengið of langt. Sektarkennd getur aftur valdið því að barnið hættir að taka frum- kvæði. Það er afar mikilvægt að barnið fái mikla möguleika á að fá útrás fyrir athafnagleði sína. Skortur á athafnasemi getur líka haft í för með sér sektarkennd. Hún getur aftur komið fram þegar barnið byrjar í skóla. Flestir kennarar skynja strax í upphafi skólagöngu hvort börnin eru full af sjálfs- trausti, sjálfstæði og frumkvæði eða hvort þau vantreysta sér, efast og hafa sektar- kennd. Skólaganga barna mótast mikið af þessum eiginleikum, og þar af leiðandi það sem eftir er af lífinu. Hættan á skólaaldri er sú að barnið þrói ekki með sér iðni en fái minnimáttarkennd og treysti sér ekki til neins. Sjálfsmynd Á gelgjuskeiðinu kemur upp vandinn að finna sjálfan sig. Hver er ég? Hvað vil ég? Unglingurinn verður að fá mynd af sjálfum sér. Hann verður mjög upptekinn af eigin persónu og því hvað aðrir halda um hann. Öll fyrri þróunarstig, sem barnið hefur farið um, stuðla að því að barnið öðlist sjálfsmynd. En á unglingsárum verður vandinn að finna sjálfan sig áleitnari en áður. Barnið lendir oft í erfiðleikum við að samræma þau hlutverk sem því eru ætluð sem barni þeim kröfum og hlutverkum sem því eru ætluð sem unglingi. Vöntun á stöðugri sjálfsmynd getur haft sálrænar truflanir í för með sér. Er hægt að veita barni traust? Traust hefur grundvallarþýðingu fyrir þróun persónuleikans, segir Erikson. Þetta skilyrði getur verið erfitt að uppfylla í dag, þegar fjölskyldan í nútímaþjóðfélagi býr við mikið álag. Það er ekki hægt að gefa algilda uppskrift að því hvernig barni skal sýnt traust, en það er hægt að hafa vissa hluti í huga þegar maður umgengst börn. 1. Viðurkenna barnið eins og það er á ólíkum aldurs- og þróunarstigum. 2. Krefjast ekki meira af barninu en það getur innt af hendi hverju sinni. 3. Sýna barninu að manni þyki vænt um það og það sé velkomið. 4. Niðurlægja aldrei barnið. Það er slæm uppeldisaðferð að segja við barn að systkini eða vinir séu betri en það sjálft. Vitund lítils barns um ást foreldranna hefur grundvallarþýðingu fyrir barnið. Þess vegna verður að varast að skapa efa hjá barninu um þetta atriði. Athugasemdir eins og: Mér þykir ekki vænt um þig, þegar þú gerir eða segir þetta og þetta, geta reynst barni erfiðari en fullorðnir ímynda sér. Það er hægt að sýna staðfestu án þess að nota slíkar uppeldisaðferðir. 24. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.