Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 27
þannig að ég varð að tala í gegnum annan félaga minn sem þarna var. Þessi feimni mín við að tala virðist nú hafa breyst því kunningi minn hringdi til mín um daginn, stuttu eftir öll fundarhöldin 1. maí, og sagði að ég væri orðinn eins og „steam- roller”, svo mikill væri kjafta- gangurinn. En það er ekkert nýtt að ég sé að skipta mér af launamálum. Ég tók mikinn þátt í fyrsta verkfalli B.S.R.B. þar sem við vorum látnir kaupa verkfallsréttinn, en slíkt fannst mér, og finnst enn, út í hött, því hver er kominn til að segja að ríkið eigi verkfallsréttinn? Ríkið á ekki þann rétt og getur því ekki verslað með hann. Verkfallsréttur er mannréttindi og hann verður ekki keyptur eftir vigt frekar en önnur mannréttindi. — Ég held að sá góði árangur sem Andóf 79 náði sé mest því að þakka að við fórum til fólksins á vinnustaðina, stundum var ég einn, stundum voru aðrir með mér, og þar skýrðum við málin fyrir fólki. Eorystan, aftur á móti, var með almenna kvöldfundi og eins og allir vita þá nennir fólk ekki að fara á fundi lengur, þannig að þeir náðu ekki neinum árangri með því. — Annars verð ég að geta þess i þessu sambandi að ég hef gengið í þann besta félagsmála- skóla sem til er. Það var á meðan ég var að sendast fyrir Eimskip og var látinn fara með arðmiða til hluthafa í fyrir- tækinu vítt og breitt um bæinn. Þeir sem fengu þessa arðmiða voru burgeisar úti í bæ sem litið komu daglegum rekstri félagsins við. En það var í einni slíkri ferð að ég gerði lykkju á leið mína og kom við hjá Gúttó, en þetta var einmitt 9. nóvember 1932, og Gúttóslagurinn stóð sem hæst. Þar sá ég að verið var að berja á aumum verkamönnum með kylfum fyrir það eitt að þeir vildu fá hærra kaup. Ég sá hverjir börðu og hverjir voru barðir og eftir þetta hef ég ekki þurft að lesa hagskýrslur til að mynda mér stjórnmálaskoðanir. — Ég sagði við félaga mína, þegar baráttan fyrir 3% stóð, að við skyldum ganga þannig frá andstæðingum okkar að þeir depluðu ekki augum á eftir, jafn- vel þó að dómarinn teldi upp að tíu. Nú er dómarinn búinn að telja upp að tíu og andstæðingurinn rotaður, en þó virðast þeir ætla að depla einu auga með því að kalla mig fyrir hér í útvarpinu. Þetta minnir mig helst á söguna um sauða- þjófinn sem þoldi ekki að heyra prestinn minnast á lömb guðs — hann tók það alltaf til sín. EJ 24. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.