Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 41
Smásaga eftir Nonie Robertson Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir ÞeGAR ég hitti Simon Bech i fyrsta sinn bauð ég honum út með mér. Ykkur kann að finnast óviðeigandi að kvenmaðurinn bjóði — en því ekki? Nú á dögum, þegar jafnréttismál eru svo mikið rædd! Fjölskylda okkar er ekki stór, aðeins ég og tvær eldri systur, Rúrí og Júlia. Og við trúum á jafnrétti kynjanna. Þegar foreldrar okkar fórust af slysförum tók Rúrí við stjórninni, hún varð að vera okkur bæði móðir og faðir. Hún var framgjörn og ætlaði sér ekki að vera einkaritari alla ævi, meðan starfsbræður hennar kæmust til metorða einn af öðrum. Og sama gilti um Júlíu. Hún var þegar orðin starfsmannastjóri i virtu fyrirtæki. Og hún er einhver sú allra glæsilegasta stúlka sem hægt er að hugsa sér. tággrönn. dökk á brún og brá — en nokkuð þóttafull. Við erum afar stoltar af henni — ég og Rúri. En ég er dálítið sér á parti — hálfgert barn í augum systra minna. Ég vildi óska að ég væri jafnoki þeirra en það er ég sannarlega ekki. Ég starfa við blóma- skreytingar. Mér fellur sá starfi raunar vel en það krefst ekki mikils af manni. Þið hljótið því að skilja að ég vildi gjarna sanna systrum mínum að ég væri jafnoki þeirra á einu sviði og gæti komið fram eins og sannri kvenréttindakonu bæri. Ég ætlaði að bjóða ungum manni með mér út og mér fannst tilvalið að velja unga manninn sem bjó í húsinu við hliðina. Þegar Bech feðgarnir fluttu þarna i nágrenni við okkur vakti sonurinn strax athygli mína. Hár og myndarlegur maður — og að því er best varð vitað á lausum kili. Hann var reglulega aðlaðandi ungur maður og virtist enginn kvennabósi. V.Ð lokuðum snemma daginn þann. Heimilishjálpin þeirra hafði sagt Júliu að hann væri í nokkurra daga fríi til að laga garðinn. Ég fór strax út í garðinn okkar, þegar ég kom heim. Ég var með klippurnar og fikraði mig eftir runnunum í átt til Símonar. Hann var líka að klippa rósa- runnana. Mikið var maðurinn álitlegur! Dálítið hátíðlegur að vísu og alvarlegur á svip, en svona líka hár og glæsilegur. Ég hóf máls á því að síðasta vetur hefði fagurt álmtré brotnað niður í garðinum þeirra. — Það var gríðarlega fallegt tré, sagði ég, — fólk stoppaði fyrir utan garðinn til að dást að þvi. Hann horfði á mig með áhuga í svipnum. — Hvað gerðist? spurði hann. Hver á að ráða ? Systur mínar tvær eru einlœgar jafnréttiskonur — ég er ekki eins ákveðin. Þó vildi ég gjarna gera þeim til geðs ognú skulum við sjá, hvernig sjálfstæðisbarátta mín gekk . . . — Það var ofsarok — tréð brotnaði hreinlega. — Það var synd. Ég myndi vilja hafa þetta tré. — Ég hefi hugsað mér að planta hér fleiri trjám. Ég hefi áhuga á trjárækt. Hann brosti allt i einu. Og þvílíkt bros! Maðurinn var svo heillandi. — Ég er líka mjög hrifin af trjám. Hér i grenndinni er fallegur skógur. Þar eru margar tegundir trjáa, sem þér þætti gaman að sjá. Getum við ekki rennt þangað í kvöld, ef þú hefur ekkert sér- stakt fyrir stafni? Við getum svo borðað þegar við komum til baka. Systur mínar ætla út i kvöld, en ég get hrært eggja- köku og tekið til eitthvert góðgæti. Ég reyndi að tala heimskonulega rétt eins og ég væri alvön að bjóða ungum mönn- um í skógarferð. Um leið rak hann klippurnar í lærið á sér og muldraði fjandinn sjálfur eða 24. tbl. Vikati 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.