Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 62
PÓSTIRIW Hættu að minnast á fyrri bréf mín! Kæri Póstur! Takk fyrir unaðslega hjálp! Ég ætla nú að byrja á því að segja þér að ég hef að mestu farið að ráðum þínum, t.d. gengur mér prýðilega í skólanum, fyrir löngu hætt að hugsa um hljómsveitir og mér líður barasta í alla staði mjög vel (eða næstum því). Ég fékk sjokk þegar ég las að þú værir grænhærður með rautt nef, átta fætur, kryppu og ilsig á öllum blessuðum átta fótunum. Þá má nú kallast heppni að þú ert ekki svona, greyið. Við sem sendum til þín þessi bréfakorn hefðum örugglega hætt að leita til þín með okkar vandamál, því þú hefðir þá nóg á þinni könnu sjálfur. En fyrst þú sagðir að það væri svona brenglað að lýsa sér á annan hátt en maður er, því ert þú þá að gera það? Annars ættir þú að taka spor í rétta átt (betri áttina) og lýsa þér eins og þú ert, „hugvitsmaðurinn sem þú ert”. Póstur minn kæri!!! Reyndar saup ég ekki hveljur og hljóðaði upp yfir mig í hvert sinn sem ég sá hann nálgast. Ég sat bara aðeins stífari og. . og... og.. Það er rétthjáþér (að vissu leyti) að ég væri bara heppin að vera ekki í þessari klíku, því þetta (sumt af því) er svo merkilegt með sig, en það er ég ekki. Hva . . hvað ertu að minnast á mín fyrri bréf til þín. Þú ættir bara að vera þakklátur fyrir að ég skuli hafa þig svona ofarlega á mínum vinsælda- lista, eða ertu það kannski? Nú ætla ég að skrifa um það sem ætti að vera fyrir löngu komið á blaðið. Ég er ennþá jafnhrifin af stráknum. Ég er búin að venja migafþví að stara á hann og einnig hætt að tala um hann við alla. En ég er samt ekki hætt að hugsa um hann. ég er alltaf jafnhrifin af honum. Hér kemur þá þessi stóra? (spurning). Hvernig get ég kynnst honum? Ég er búin að vera hrifin af honum síðan í september í fyrra. Ég veit að það er ekki auðvelt að svara spurningunni því þú þekkir ekki okkur (persónurnar). Ekki segja aftur, hættu að hugsa um hann eða eitthvað því um líkt. Jæja, bæ bæ. Ein sem skrifaði í 15. tbl. Vikunnar 1979 P.S. Til þess að ég skrifi aftur, viltu þá hætta að minnast á mín fyrri bréf til þín? Það var nú þetta með þín fyrri bréf, sem eru alveg . . nei, annars, þetta er reglulega ótuktarlegur Póstur. Sannast sagna var Pósturinn í vafa um hvort hann hefði verið nægilega góðlegur og skilningsríkur þegar hann svaraði síðasta bréfinu þínu. En þar sem þú virtist nokkuð áhrifagjörn og fljótfær þótti honum sem það myndi nú ekki saka að hrista þig örlítið til. Og það virðist hafa haft nokkur áhrif, ef marka má þetta bréf þitt. Þú segist orðin betri í skólanum, hætt að hugsa þindarlaust um hljómsveitir og ef til vill aðeins yfirvegaðri í framkomu. Batnandi manni er best að lifa og ekki laust við þú eigir hrós skilið fyrir átakið. Það getur reynst erfitt á þínum aldri að hafa taumhald á tilfinn- ingunum og því hætta á slæmum mistökum. Lýsing Póstsins á sjálfum sér átti aðeins að sýna þér fram á fáránleika þinnar sjálfslýsingar og er vonandi að það hafi tekist. Að lokum, hvað drenginn snertir, getur Pósturinn lítið annað gert en ráðleggja þér að veita þolin- mæðinni óhefta útrás og minnast þess að tími krafta- verkanna þarf ekki að vera liðinn. Pennavinir Inga Dóra Björgvinsdóttir, Jórufelli 2, 109 Reykjavik óskar eftir að skrifast á við stráka eða stelpur á aldrinum 13-15 ára. Hún er sjálf 14 ára, hefur marg- vísleg áhugamál og óskar eftir að mynd fylgi fyrsta br^fi ef hægt er. Fimmtíu og fjögur ár til stefnu Kæri Póstur! Það getur vel verið að fólki finnist ég vera komin yfr þann aldurshóp sem skrifar hvað mest íPóstinn, þvíég er nú orðin 25ára. En hérna í„gamla daga”, þegarégvar ung og vitlaus, þá var ég í þeim hópi sem skrifaði mikil og löng bréf í Póstinn um öll mín helstu vandamál. Þess vegna datt mér í hug að skrifa núna, þó ekki væri nema til að vara hina ungu vini þína við að falla í þá gryfju sem mínir ástfólgnu ættingjar hafa búið mér. Eins og ég sagði áður er ég 25 ára og það sem verra er, ég er ógift, ótrúlofuð, barnlaus, eiginlega bara alveg laus og liðug. Þessi staðreynd veldur ættingjum mínum miklum áhyggjum þar sem það telst alls ekki eðlilegt á þessum tímum að stúlka á mínum aldri sé „óútgengin"! Ég bý ein í lítilli íbúð, sem ég hef fengið að innrétta óáreitt eftir mínu sérviskufulla höfði. Eg hef góða örugga atvinnu og á mjög góða vini. Þetta fnnst œttingjum minum alls ekki nógu gott og álíta að um stúlku, sem býr ein iíbúð, geti spunnist léttúðugar sögur. Ég vil taka það fram að éger svo mikil andstaða við þessa ímynd sem þau eru að reyna að búa til úr mér að þú, kæri Póstur, myndir deyja úr hlátri ef þú þekktir mig. Eg er reglulega heimakœr ung stúlka sem hef mest gaman af því að sitja með vinum mínum og tala og tala um allt milli himins ogjarðar. Mig langaði bara ekki til þess að gifta mig tvítug og byrja á því að hlaða niður börnum, eignast hús og bíl og guð má vita hvað, fyrr en ég hafði fundið sjálfa mig, vitað hvers konar lífi ég vildi lifa og hvað ég vil með lífinu yfirleitt. Er það ekki fullkomlega heil- brigt, eða hvað? Meðalaldur íslenskra kvenna er 79 ár!!! Er ekki nógur tími til að gifta sig og koma sér velfyrir á þessum FIMMTÍU OG FJÓRUM árum sem ég á eftir, ef skaparinn lofar? Ég skil bara ekki þennan æsing, mér líður svo vel. Og auðvitað geng ég með mina giftingardrauma eins og aðrir. Ég ákvað bara að láta það bíða aðeins. Það þarf ekki að þýða að ég ætli mér að búa einsömul allt mitt l(f- Þess vegna segi ég það. Þið eruð í sömu aðstöðu og ég, hvort sem það eru strákar eða stelpur. Látið ekki nöldr- andi ættingja þröngva upp á ykkur úreltum gamaldags hugmyndum um að daginn eftir tvítugsafmælið séuð þið sjálfkrafa komin inn á giftingaskrána! Hafið ykkar hentisemi ogfestið ráð ykkar þegar ykkur hentar, ekkiþegar frændfólkið er farið að langa í veisluhöld. Með kærri kveðju og von um að Pósturinn eigi eftir að dafna um ókomin ár. María Pósturinn getur verið fyllilega sammála þér í næstum öllu, sem þú segir í bréfi þessu, — með einni undantekingu. Þótt Pósturinn þekkti þig betur en sjálfan sig væri engin hætta á að hann týndi lífinu í hláturskasti, til þess hefur hann of mikla ánægju af öllu, sem vakið getur ósvikinn hrossahlátur. Hins vegar stendur hann með þér í sjálfstæðisbaráttunni og finnst þú eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna. Það er því miður allt of algengt að ættingjar og aðrir nái að þvinga fólk í ákveðið lifsform, sem alls ekki hentar öllum. Láttu allt giftingafjas sem vind um eyrun þjóta og gættu þess að fínlegur þrýstingur fjölskyldunnar verði þér ekki fjötur um fót í því að njóta lífins á þinn eigin hátt. 62 Vikan 24* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.