Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 6
Skopframleiðandi við vinnu sína. Misnotar fjölskylduna gróf- lega — Árið 1939 kynntist ég svo konunni minni sem síðar varð mér efni í svo ótal margar sögur. Hún og sonur okkar, Benny. Það má víst segja að ég hafi mikið til lifað á því að misnota fjölskyldu mína gróflega. Það hljómar ekki fallega á tímum jafnréttis- baráttu og rauðsokka að hafa þannig lifað á því að fletta ofan af vesalings, kúgaðri eiginkonu og saklausu, vel uppöldu barni, er það? Jæja, en sannleikurinn er sá að þau hafa haft alveg jafngaman af því og ég. Við Benny skrifuðum bókina „Litla, fyndna bókin fyrir sljóar pöddur” í samein- ingu, enda var það efni sem hann vissi allt um. Benny er ákaflega hugmyndarikur og gefur mér oft hugntyndir sem ég get meira að segja notað. Annars eru svona „gefins” hugmyndir venjulega mjög vafasamar og sjaldnast hægt að nota þær. En við vorum að tala um árið 1939. Þá gerðist sá örlagaríki atburður að ég brá mér í Tívolí á hlýju sumarkvöldi til að horfa á látbragðsleik. í sjálfu sér er ekkert merki- legt við það, en örlagavaldurinn birtist mér hins vegar í líki lítillar, sætrar stelpu, sem hafði kosið að taka sér stöðu skammt frá mér. Ég fylgdist mun betur með henni en leikurunum og braut heilann ákaft um það hvernig ég ætti að kynnast henni. Svo tók ég á mig rögg og bauð henni í kaffi í Kínverska turninn. Hún þáði boðið og til að ganga enn betur í augun á henni bauð ég upp á glas af Cherry Heering á eftir, en það var eiginlega meiri lúxus en pyngja mín leyfði. Við ákváðum að hittast aftur og ég sparaði við mig allt sem ég gat til að geta boðið henni út. En sem betur fer stakk hún upp á því strax á næsta stefnumóti að við borguðum hvort fyrir sig. í Kínverska turninn komum við svo ekki aftur fyrr en á silfurbrúðkaupsdaginn, en þá leigðum við alla dýrðina til veisluhalda. Svo að þú sérð að ég er ákafur andstæðing- ur þeirra tíðu makaskipta sem nú eru svo mjög í tísku. Fjölf róðir íslendingar og koníak í rjómakönnu — Við hjónin höfum ákaflega gaman af því að ferðast, erum eiginlega búin að sjá allan heiminn. En þó það sé óneitanlega heillandi að staulast um í rykinu á Sahara- eyðimörkinni eru það nyrstu löndin sem unnið hafa hug ntinn og hjarta. Ég hef komið 10 eða 12 sinnum til Lapplands, Grænlands, Færeyja og íslands. Þessi lönd bjóða enn upp á hreint og tært loft, kyrrð og stórkostlegt landslag. Þau eru líka laus við bensínfnyk og yfirþyrmandi ferða- mannahópa. Ég held að fátt styrki taug-. arnar jafnvel og tveggja vikna dvöl á norðurhjara. Það er ekki síst ísland sem á mikil itök í mér. í fyrsta skiptið sem ég kom þangað bjó ég á Hótel Borg. Ég fór niður í veitinga- salinn til að hressa mig eftir ferðalagið á kaffi og koníaki, en þá tjáði þjónninn mér að því miður gæti ég ekki fengið koníak því í dag væri miðvikudagur. Ég hélt að það væri kannski einhver söguleg hefð á sögu- eyjunni að hafa koníak í banni á miðviku- dögum en svo kom í ljós að bannið náði yfir allt áfengi. Þjónninn kom síðan með kaffið og væna rjómakönnu sem hann var sífellt að ota að mér þó ég margsegði honum að ég notaði aldrei rjóma í kaffi. Það virtist valda honum miklum vonbrigðum. Mér fannst skrítið að hann skyldi taka svona nærri sér afneitun mína á rjóma og hélt kannski að það væri skylda að drekka alltaf kaffið sitt með rjóma á miðvikudögum. Ég gægðist því í könnuna og reyndist hún þá full af koníaki. 6 Vikan 25. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.