Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 7
Willy athugar vinbirgðirnar... ... éður an hann hellir i glaaið hjá konu sinni. íslendingar eru stórkostlegt fólk. Ég verð aldrei þreyttur á því að ræða við þá því þeir eru svo ótrúlega fjölfróðir. Það er varla til það málefni sem þeir hafa ekki einhverja nasasjón af. Að ég tali nú ekki um hversu djúpúðgir þeir verða um leið og komið er vel ofan í axlirnar á Svartadauðaflösku. Svo er líka annað alveg einstakt við þá. Við hittum svo marga á ferðum okkar sem við bjóðum að líta inn til okkar ef þeir eigi leið um Danmörku. En enginn tekur okkur alvarlega, nema Islendingar. Skyndilega stendur öll fjölskyldan á tröppunum hjá okkur hérna á Amager eins og við hefðum kvaðst í gær. Síðan er komið inn og rabbað saman yfir góðum mat og drykk i miklum huggulegheitum og enginn að flýta sér. Þetta kunnum við bæði að meta, konan mín ogég. Ég hef líka ferðast mikið um landið ykkar, ég held ég hafi heimsótt þar alla staði nema Surtsey. Ég hef frétt að ritverk mín njóti vinsælda hjá ykkur. Enda taka bæði íslendingar og Færeyingar húmor afskaplega alvarlega þó að þessar þjóðir hafi kannski ekki getið af sér marga húmorista. Skáeygður fyrir Japans- markað — Hvort Danir séu fyndnari en aðrir Norðurlandabúar? Ég neyðist víst til að svara því játandi. Annars mundi ég móðga landsmenn mína. Danir eru löngu viður- kenndir sem trúðar norðursins. Við skulum ekkert vera að hrófla við því. Þetta flakk okkar hjóna er líka í raun og veru nauðsyn fyrir mig þar sem ég skrifa fyrir alþjóðlegan markað. Ég þarf að kynnast og komast í snertingu við sem allra mest af fólki. Það er ekki nóg að lands- mönnum mínum finnist sögur mínar smellnar, þær þurfa líka að hitta í mark hjá fólki af hinum ólíkasta uppruna. Þar er hinn fasti teiknari minn, Léon var Roy, mér ómetanleg hjálparhella. Ætli ég t.d. að selja sögu í Suður-Ameríku teiknar hann mig með sombrero, sé um austantjaldsland að ræða teiknar hann mig sem venjulegan verkamann og fyrir Japansmarkað gerir hann mig ofurlítið skáeygðan. Þá er auðveldara fyrir fólk að þekkja sjálft sig í sögunum mínum sem er auðvitað sér- staklega nauðsynlegt fyrir þann fjölda af sögum sem ég hef byggt upp á því að fara frjálslega með fjölskyldulíf mitt. Ég taldi það einu sinni saman að gamni mínu að ef ég reiknaði með að meðal- upplagið af þeim dag- og vikublöðum evrópskum sem birt hafa sögur mínar sé um 150.000 þá er heildarupplagið á sögum mínum í sl. 23 ár um sjö milljarðar. Ha, hvort ég sé þá ekki milljarðamæringur? Nei, langt í frá, því oft vill nú verða svona upp og ofan með greiðslurnar. Tökum t.d. Island. Þar er markaðurinn svo þröngur að ég veit að greiðslugeta blaðanna er lítil og tek þess vegna tillit til þess. Enda þykir mér vænt um íslendinga. Eða þá austantjalds- löndin, en þar koma bækur mínar út í mjög stórum upplögum. Það er vonlaust að ná nokkurri greiðslu út úr austantjaldslandi. 25. tbl. Vifcan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.