Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 13

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 13
A ^ Hvernig fer fóik að því að þjóna leik/istar M f €I . W If f gyðjunni án þess að fá borgað fyrir það? Sigrún Bjömsdóttir. Bjami Ingvarsson. Elísabet Þórisdóttir. Þetta leikhús er bjargvættur ungra leikara Að vinna frá morgni fram á harðasta kvöld Sumir leikarar keyra út lakkrís þó þeir vinni ekki hér — Það er að vísu slæmt að vinna kauplaust, en það er ekki svo lítið sem maður leggur á sig fyrir listina, segir Sigrún Björnsdóttir, tveggja barna móðir og eigin- kona Ragnars Björnssonar organista. — Ég er að vísu svo heppin að eiga mann þannig að þetta bjargast. Fyrstu 8 árin eftir að ég útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins var ég lausráðin hjá því ágæta ríkis- leikhúsi en þetta er allt annað líf að starfa | hérna. Alþýðuleikhúsið er leikhús sem við eigum sjálf og hér erum við að vinna I uppbyggingarstarf. Hér er enginn yfirmaður sem borgar manni pening og segir manni svo að gera hitt og þetta, — ég vil frekar vera hér og fá lítinn aur í staðinn. Hér er starfið skapandi og ég held að það deyi 1 eitthvað inni í manni ef maður getur ekki fengist við slíka sköpun. Hversu lengi ég gæti unnið svona kauplaust? Ég myndi þola það í langan tíma að vinna undir þessum kringumstæðum en það er aftur á móti annað mál hversu lengi eiginmaður- inn og börnin myndu þola það að hafa mig svona litið heima. Ég trúi því að Alþýðu- leikhúsið eigi sér langt líf fyrir höndum því þetta leikhús er bjargvættur ungra leikara, ! höfunda og annarra sem fást við þessa ! hluti. — Ég vinn hérna kauplaust af stakri ánægju, segir Bjarni Ingvarsson, Húnvetningur sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands 1977, 27 ára og ógiftur. — En það þýðir aftur á móti að maður verður að hafa einhverja aðra atvinnu meðfram því sem maður er að gera hérna. Ég hef haft nóg að gera síðan ég útskrifaðist úr skólanum þó ekki hafi það nú allt verið tengt leiklistinni. Ég var í sjónvarpsleikritinu Skólaferð eftir Ágúst Guðmundsson, í leikritinu Baba-Jaga sem við sýnum hérna og svo var ég einnig með Leikfélagi Kópavogs. Síðasta vetur sá ég fyrir mér með kennslu, og í sumar verð ég að fá mér einhverja aðra vinnu. En málið er ósköp einfalt, ef maður ætlar að vera með i Alþýðuleikhúsinu þá verður maður að vinna frá því eldsnemma á morgnana fram á harðasta kvöld. Það eru fá störfin sem við getum gengið inn í hluta úr degi og tengjast faginu. Það er takmarkaður fjöldi sem kemst að skemmtiþáttum og öðru hjá ríkisfjölmiðlunum, en ég kemst vel af enda ógiftur og barnlaus. — Það er klárt mál að ég get ekki sinnt leiklistinni eins og málum er háttað án þess að vinna fulla vinnu með, segir Elísabet Þórisdóttir sem útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands 1976. Hún er 24 ára, ógift og barnlaus. — Ég hef haft nóg að gera síðan ég útskrifaðist þótt það hafi ekki allt tengst leiklistinni, — og þö! Ég vinn, og hef unnið, fulla vinnu í Fellahelli í Breiðholti auk þess sem ég hef fengið eitt og eitt hlut- verk. En ég held að það sé engin ný bóla að leikurum gangi illa að sjá fyrir sér með leiklistinni einni saman því sumir hjá stóru leikhúsunum keyra út lakkris á daginn til að drýgja tekjurnar. Við verðum að fá styrk eins og hin leikhúsin því leikhús verða ekki rekin öðruvísi, og við höfum sannað tilverurétt okkar þó ekki sé með öðru en aðsókninni — það er alltaf fullt hjá okkur. Svo er annað, sem við erum byrjuð að gera, og það eru menningarkvöld þar sem fólk flytur margs konar efni og við viljum hvetja alla sem telja sig hafa eitthvað fram að færa að hafa samband við okkur, — og þá ættu þeir hinir sömu að komast upp á svið. Þá vitið þið það! 25. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.