Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 21
aö vita um þetta. Hvað með þann hlát- urmilda?” „Hann er að ganga á akrinum.” „Þar með er hann úr sögunni. Honum mundi hvort sem er líklega ekki lítast á það.” Þar með var ég ákveðin í að fara. Það fólst meira í þessu. Þetta var leið til að koma aftan aö honum, en til þess að það mætti verða var nauðsynlegt að hann vissi nákvæmlega hvað var á seyði. „Allt í lagi,” sagði ég, „ef þú ferð fyrst með mig heim. Ég ætla að skilja eftir miöa til að segja honum hvert ég fer.” „Klærnar að lokum, Kate.” Hann brosti blíðlega. „Nú, það er athyglisverð þróun. Allt i lagi. Hoppaðu upp á bak við mig og höldum af stað.” Ég skreiddist upp á sætið, langt frá því að vera glæsileg, með pilsið fyrir ofan hné og hann ók til baka upp flötina. Það var ekkert vandamál með Barney Henderson og Taff Hughes, sem fannst þetta gott grín. Bílstjórinn sá ekkert nema Richie, sem daðraði blygðunar- laust við hana aHa leiðina til Brigg. Ég hafði farið í síðbuxur og þeir höfðu út- vegað mér flugjakka og stígvél, auðvitað allt of stórt mér, og ég var með leður- flughjálm og hlífðargleraugu. Ég hélt mig vel úr sjónmáli inni í trukknum bak við Barney og Taff þegar við ókum inn um aðalhliðið og í átt til flugskýlanna. Það var rólegt og fáir á ferli. Horfna Jenny beið við flugbrautina. Bílstjórinn ók beint að henni, samkvæmt fyrirmæl- um Richies, og lagði þannig að það var aðeins örstutt að dyrunum sem stóðu opnar. í augnablikinu var enginn á ferli. Richie sagði: „Allt í lagi, piltar, inn með hana. Eins hratt og þið viljið. Þú þarft engar áhyggjur að hafa, Kate. Allir eru eins í þessum fötum úr fjarlægð.” Það var byrjað að rigna. Þegar við klöngruðumst yfir varð ég vör við jeppa sem nálgaðist vinstra megin. „Allt i lagi, stúlka, áfram með þig,” sagði Taff sinni fallegu velsku röddu og ýtti á eftir mér. Ég var komin að dyrunum og Barney ýtti mér upp og innfyrir um leið og jepp- inn nam staðar. Ég leit til baka og sá há- vaxinn liðsforingja með yfirskegg stiga út. Hann heilsaði glæsilega. „Áfram,” hvíslaði Barney. Ég hélt áfram og settist í sæti siglinga- mannsins. Ég heyrði að liðsforinginn sagði fyrir utan: „Ég held að allt sé eins og það á að vera núna, herra. Ég athug- aði vélina sjálfur í morgun. Ertu viss um að þú viljir fara? Slæm veðurspá. Skýjaþykkni nálgast óðfluga.” „Tuttugu mínútna flug,” sagði Richie glaðlega. „Það tekur því ekki að hafa áhyggjur af því. Það er samt best að halda af stað áður en versnar.” „Þín jarðarför, herra,” sagði liðsfor- inginn. Ég er búinn að láta keyra vélarn- ar svo að þú getur lagt af stað þegar þú vilt.” Andartaki síðar var Richie kominn inn og lokaði dyrunum á eftir sér. Taff var kominn að senditækjunum og Barney í sæti vélamannsins og fylgdist með á stjórnborða. Richie sagði hvat- lega: „Rétt, Taff, hafðu samband við turninn vegna skyggnisins. Segðu þeim að við séum tilbúnir til brottfarar.” Hann tróð sér fram hjá Barney og spennti sig niður i flugstjórasætið. Ég mjakaði mér upp í aftari turninn í miðju, þar sem ég hafði besta útsýniö í vélinni. Framhald í næsta blaði. JÐ tj • Ridgeway & Jones Eg geri alls konar tillögur, sem eiga að gera þetta skárra fyrir okkur hérna, en aldrei breytist neitt 25. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.