Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 31
BILLY JOEL s — tímanna tákn? V> Siðustu árin hefur poppstjörnu- ímyndin tekið miklum breytingum og nú virðist sem engin algild regla nái yfir það útlit og framkomu, sem skapað gæti átrúnaðargoð. Ef til vill er einungis nauðsynlegt að minna sem allra minnst á átrúnaðargoð siðustu áratuga, og á stundum virðist fáránleikinn æðsta takmarkið. Billy Joel er skilgetið afkvæmi stór- borgar, alinn upp i hringiðu New York og vill hvergi annars staðar vera. Söngvar hans fjalla einmitt um lífið i stórborginni — það sem undir býr. Hann er lifandi tákn miskunnarlausrar Jtfsbaráttu litilmagnans i stórborginni, þar sem það eitt gildir að halda sér á floti, vera sá sem ber sigur af hólmi. Fullu nafni heitir hann William Martin Joel og fæddist þann 9. maí árið 1949 i úthverfi Long Island, Hicksville. Foreldrar hans voru venjulegt launa- fólk, og þau höfðu bæði mikinn áhuga á músik. Faðir hans hlustaði mestmegnis á sígilda tónlist og þegar Billy sýndi mikinn áhuga á Mozart strax á fjórða ári var honum samstundis komið í nám i pianóleik. í úthverfi eins og Hicksville er lífs- baráttan hörð og foreldrar hans skildu þegar hann var ennþá mjög ungur. Eftir það varð Billy að sjá um uppeldi sitt að mestu ieyti sjálfur og hann braut sér leið í gegnum unglingsárin með venjulegum Wm ■ .■ ■ ■ ■ ■ :: '.' • ■ hætti, slóst og braust inn ásamt jafn- öldrum. Skólanám var ekki hátt skrifað meðal þessara sona götunnar og hann lauk aldrei gagnfræðanámi. Þegar að útskriftardegi kom voru fjarvistardagar orðnir svo margir að ekki reyndist únnt að gefa honum brottfarareinkunn. Hann fór að spila á börum og þvældist um Bandaríkin i nokkur ár en gæfan virtist ekki ætla að brosa við honum. En árið 1973 snerist allt honum í hag, honum fór að ganga betur og söngvar hans urðu söluvara. Hann giftist og eiginkonan Elizabeth varð umboðsmaður hans. Það reyndist þeim báðum mjög árangursríkt og stjarna hans fór hækkandi með hverjum degi. Velgengnin hefur komið honum sjálfum mjög á óvart og sjálfur segist hann aldrei hafa látið sig dreyma um neitt þessu likt. Lif hans hefur breyst en hann virðist sjálfur lítið breytast. Söngvar hans fjalla allir um það líf, sem hann hefur lifað, skuggar unglings- áranna hljóma í gegnum söngvana og alla hans tónlist. Rock and roll er hans tónlist og hann segist sjálfur helst viija spila á litlum börum og klúbbum, á horni einhvers strætis í stórborg, sem honum finnst sjálfum vera sitt rétta umhverfi. baj Zf. tbl. Vikan sx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.