Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 35
Viktor ýtir rauða lyst- aukanum frá sér og gýtur augunum yfir til Margrétar. Hann situr ásamt þremur ferða- félögum sínum á útikaffihúsi í Monte Carlo, ekki fjarri spila- vítinu. Hann hefur ekki mikinn tíma til ráðstöfunar því brátt leggur rútan af stað til Nizza og það er allt eins víst að hann eigi aldrei eftir að koma til Mónakó aftur. Hann hefur aldrei stigið fæti sínum inn í spilavíti og þykir heldur súrt í broti að þurfa að yfirgefa þessa borg fjárhættu- spilsins án þess að freista gæfunnar. — Margrét, segir hann og gerir sig eins auðmjúkan í framan og hann mögulega getur, — aðeins í 10 mínútur? — Kemur ekki til mála, segir Margrét, við erum víst ekki með of mikinn gjaldeyri. — Mig langar bara að skreppa inn og taka eitt spil, ég ætla alls ekki að eyða öllum peningunum okkar, það er ekki það sem fyrir mér vakir. Ég þekki takmörk mín og veit upp á hár hvenær best er að hætta hverjum leik. En það væri svo gaman að geta sagt félögunum frá því að ég hafi spilað í spilavíti þegar ég átti leið um Monte Carlo. Margrét vorkennir nú aumingja Viktor og gefur honum vísbendingu um að hann geti skroppið inn i smástund. — En þú verður að vera kominn aftur eftir 10 mínútur, þvi við bíðum ekki lengur. Viktor flýtir sér að tæma úr glasinu og skýst fram hjá einkennisklædda dyraverðinum í spilavítinu. Tveim mínútum siðar stendur hann við græna spilaborðið þar sem rúllettan snýst og hvíta kúlan stígur sinn djöfullega dans. Hjartað berst ótt og títt i brjósti hans og hann setur 5 franka á „en plein”, en það þýðir að upphæðin 35-fald- ast ef heppnin er með. Rúllettan' snýst með yndislegum hvin og augnabliki síðar stöðvast hvíta filabeinskúlan með þeim afleiðingum að Viktor er 175 frönkum ríkari. Hann lætur upphæðina standa á sama reit og á ný byrjar hvíta kúlan að dansa sinn djöfullega dans. Enn er heppnin með Viktor. Stjórnandi spilsins, vítis- stjórinn, ýtir 6000 frönkum yfir til Viktors sem grípur spila- Fimm mínútur með ^ WILLY BREINHOLST MIKIÐ LAGT UNDIR I MONTE CARLO peningana sveittum höndum og setur þá alla á „a cheval”, en það þýðir að upphæðin 17-faldast ef guð lofar. Og það kemur á daginn. Hann svimar. Á 5 mínútum hefur honum tekist að græða 100.000 franka, en það eru meiri peningar en hann nokkurn tíma hafði látið sig dreyma um að eignast. Hann lætur þá alla standa á reitnum. Rúllettan snýst og enn á ný hefst djöfladans hvítu kúlunnar. A cheval! Viktor sortnar fyrir augum og hann verður að styðja sig við græna spilaborðið til að forðast fall. Stórkostlegt! Frábært! Ótrúlegt! Spilapeningunum er snúið upp, og sjá — hann hefur unnið 2 milljónir franka! Ef áfram heldur sem horfir mun hann setja spilavítið á hausinn. Vítisstjórinn og forstjóri spila- vítisins, sem nú er kominn á vettvang, gjóta augum hvor til annars. Þetta er orðið spenn- andi. — Mesdames et messieurs! Faites votre jeux! Allir tilbúnir! Viðstaddir fylgjast grannt með hverri hreyfingu Viktors. Ef honum aðeins tekst að tvöfalda þessa upphæð er hann ánægður. En hann verður að vera varkár og með einni handa- hreyfingu setur hann alla upp- hæðina á „pair”. Það hefði mátt heyra saumnál falla þegar rúllettan fer enn einu sinni af stað. Hvað skyldi hvíta kúlan gera honum í þetta skipti? Viktor lokar augunum og biður þess sem verða vill. — Pair! Fjórar milljónir franka. Viktor er of ruglaður til að sýna hin minnstu svipbrigði, — hann bara starir út i loftið eins og fáviti. — Mesdames et messieurs! Faites votre jeux! Allir tilbúnir! kallar vítisstjórinn rámri röddu. Viktor lætur þessar fjórar milljónir standa á „pair” og lokar augunum á ný, tilbúinn ' að hlíta dómi hvítu fílabeins- kúlunnar. Hann opnar þau ekki aftur fyrr en hann heyrir undar- legt andvarp fjölda manna fylla salinn. Einn einu sinni hefur hann unnið, og nú er hann 8 milljónum franka ríkari en hann var fyrir nokkrum mínútum. Hvílíkt og annað eins! Nú verður hann að fara að koma sér. Ferðafélagarnir bíða og hann var búinn að lofa Margréti ...! Bara eitt spil í viðbót og svo er hann farinn. Ætti hann að veðja á „pair” enn einu sinni? Hann lætur upphæðina standa. Undrunarstunur viðstaddra gera hann þó órólegan og verða til þess að hann flytur allt á síðustu stundu yfir á „impair” — 8 milljónir franka. Rúllettan snýst og hvíta fíla- beinskúlan veltist með kant- inum eins og hún geti ekki gert það upp við sig hvar hún endan- lega eigi að hafna þar til hún stöðvast í einu rúllettu-hólfinu. Vítisstjórinn er ekki seinn á sér og kallar hátt og snjallt: — Pair! Það skiptir engum togum, vitisstjórinn rennir sköfu sinni yfir til Viktors og dregur til sin hvorki meira né minna en 8 milljónir franka. Viktor stendur stjarfur í eina sekúndu, hneppir • þá jakkanum að sér, lagar bindishnútinn og yfirgefur spila- vítið í skyndi. Ferðafélagarnir biða hans óþreyjufullir í rútunni. Jæja þá, segir Margrét um leið og hann treður sér í sætið við hlið hennar. Hvernig gekk? Þú tapaðir náttúrlega? — Já, segir Viktor, — 5 frönkum. 2S. tbl. Vlkan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.