Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 39
Hamingjusöm fjölskylda — Ég skil ekki ennþá .... — Jerry frændi — og öll hin — eru min hugarfóstur. Þeirra raunverulegu heimkynni eru í skáp í tryggingafélagi, eða sem smá merki á segulbandi i tölvu. Tryggingafélagið og tölvan halda ættingjum mínum lifandi, eruð þér með á nótunum? — En frú Hagedorn sagði mér... — Ester segir yður það sama og nágrönnunum. sagði Hagedorn bros- andi. — Það sem ég segi henni að segja. — Eigið þér við að fjölskylda yðar sé uppspuni frá rótum? — Stendur heima, herra Chubb. Það væri gaman að vita, hvernig manneskja, sem aðeins fyrirfinnst i mínum hugar- heimi, getur sprangað inn í verslun til yðar og pantað skjalamöppu. Ég er spenntur. — En hvernig stendur á dánar- tilkynningunni í blöðunum? Kannski ég ætti að segja yður, hvernig þetta byrjaði. Ég held það helst. Eyrir u.þ.b. sex árum — skömmu eftir að ég settist í helgan stein — bjó reyndar frændi minn hér hjá okkur. Svo dó hann einn góðan veðurdag full- komlega eðlilegum dauðdaga. Hann var liftryggður. Við héldum, að það myndi kosta mikið umstang og fyrirhöfn að fá liftrygginguna greidda, en okkur til mikillar undrunar gekk það auðveldlega. Við sendum þeim dánartilkynningu og önnur gögn, og okkur var send ávisun. án þess að frekari fyrirspurnir væru gerðar. Ekki var farið fram á að sjá lik frænda, hvað þá annað. Ég komst fljót- lega að þvi, að eftirlaun mín dugðu skammt fyrir útgjöldunum. Dag nokkurn svaraði ég svo auglýsingu frá tryggingafélagi, sem bauð iíftryggingu án undangenginnar læknisskoðunar. Ég kynnti mig sem Percy. lim svipað leyti lét ég það fréttast meðal nágrannanna, að hjá okkur byggi Percy frændi minn. Ég lýsti honum sem einstaklega óskemmtilegum manni. og enginn sýndi áhuga á að kynnast honum. — Þrem mánuðum siðar neyddist ég til að láta Percy fara yfir um. Sagði, að hann hefði hrasað í stiganum og háls- brotnað. Tryggingarféð kom sér vel, því það er kostnaðarsamt að halda við svo stóru húsi sem þessu. — Um svipað leyti sá ég um, að Scofield frænka væri líftryggð, og hún flutti til okkar. Við vorum i viðskiptum við fleiri en eitt tryggingafélag, og viðskiptin voru blómleg. — En félögin krefjast fæðingar- vottorða og pappíra af ýmsu tagi... — Góði herra, það er vandalaust að töfra fram fæðingarvottorð og viðeigandi gögn. Maður þarf bara að þekkja rétta fólkið. Um leið og við höfum réttu gögnin i höndunum — já. þá má segja, að manneskjan sé lifandi á meðal vor. Við áttum ekki t neinum vandræðum með að fá líftryggingu fyrir ættingjana. I sumum tilfellum létumst við Ester vera viðkomandi. Stundum notuðum við einfaldlega póstinn. Og í hvert sinn, sem okkur var fjár vant, urðu ættingjarnir fyrir slysi. — En dánarvottorð verða að vera útgefin af lækni. — Beinasleggjan. sem var með mér i herberginu áðan, er Trinker læknir. Nokkuð fáskiptinn maður, blessaður. En samvinnuþýður. Húsið hans er hér á bak við þetta. Hann er eini vinur okkar. Eins og þér skiljið getum við ekki stundað samkvæmislif. Trinker á einnig erfitt með að fá endana til að ná saman. Hann er okkur þvi hjálplegur og sann- færir fólk um, að fjölskylda okkar sé raunveruleg. Hann skrifar svo dánar- vottorðin, þegar þess gerist þörf. í þakklætisskyni stingum við einhverju að honum, þegar við höfum fengið ávisun. — Og hefur engan grunað, að brögð væru i tafli? — Nei. Við komum kannski ein- kennilega fyrir. og nágrannarnir kæra sig ekkert um að hafa saman við okkur að sælda, svo að við höfum ekki orðið fyrir átroðningi. Við höfum getað leikið á tryggingafélögin, án þess að grunur vaknaði þar. Við höfum aldrei tryggt neinn fyrir meira en fimm þúsund dali, og það var Wilber. Hann var ungur, svo að iðgjaldið var ekki mjög hátt. Hagedorn brosti hreykinn til Chubbs. — Þér ættuð að vita. herra Chubb, hve mikla ánægju við Ester höfum haft af að skapa þessa ættingja okkar. Og fá aðra til að trúa á þá! Þér félluð lika i gildruna. En við höfum orðið fyrir óþægindum upp á síðkastið. — Óþægindum? — Við höfum auðvitað alltaf haft ættingja okkar í lokuðum kistum við húskveðjur. Það kæmi sér ekki vel, ef nágrannarnir sæju, að það er grjót, sem við jörðum. En upp á síðkastið hefur verið undrast, af hverju ástvinir okkar hverfi si svona, án þess að nokkur fái að sjá þá lifs eða liðna. 1 gær, þegar ég sagði frú Cayde, sem býr handan við götuna, að Jerry frændi væri látinn, kom hún einkennilega fram við mig og spurði óþægilegra spurninga. — Ég þarf varla að segja yður, að ég hefi vaxandi áhyggjur, herra Chubb. Ég sá, að ekki var hægt að taka neina áhættu, það gæti alltaf hent sig, að ein- hver bjálfi rækist inn og vildi fá að hitta ættingjana. En þegar ég sá yður, voru áhyggjur minar á bak og burt. Ég þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af jarðar- för frænda. — Og hvað.. hvað get ég gert? — Þegar ég sá yður, herra Chubb. datt mér gott ráð i hug. Chubb fannst blóðið frjósa i æðum sér, hann vissi, hvað Hagedorn var að fara. í örvæntingu fór hann að brjótast um tilað losna. — Ég vildi óska, að þér sætuð kyrr. — Það verður nógu erfitt fyrir Trinker lækni að ganga frá yður, þó þér séuð ekki líka særður um ökkla og úlnliði. — Þið getið ekki gert mér mein, þið megið ekki, veinaði Chubb eins og sært dýr. — Ég skil ekki, því við ættum ekki að geta það, sagði Hagedorn rólega. — Það saknar yðar sjálfsagt enginn! — Hann gekk til dyranna, setti fingur að vörum og blistraði hátt og hvellt. Eftir ganginum kom Trinker læknir slangrandi. í höndum hans glampaði á eitthvað. — Nú skaltu slaka á. kæri Jerry. sagði Trinker og gekk til hans. — Þú munt ekki kveljast héðan í frá. Sprautunálin rakst á bólakaf i auman upphandlegginn á vesalingsChubb. Ungi maðurinn, sem síðla sama dag knúði dyra hjá Hagedorn, hafði stóra biblíu undir hendinni. Nafnið J. Hagedorn stóð þrykkt á kápuna. I jakka- vasanum hafði hann úrklippu úr blaði með dánartilkynningu. Það hafði verið löng ganga frá stöðinni, og hann vonaði sannarlega, að syrgjandi fjölskylda Jerrolds Hagedorns launaði honum erfiðið ríkulega. Þegar frú Hagedorn lauk upp, vakti æska hans fyrsi athygli hennar, síðan rautt hárið og að lokum freknótt andlitið og bústnar kinnamar. — Gjörið þér svo vel og gangið i bæinn. sagði hún vingjarnlega og snökti. — 0 það er svo átakanlegt með þá báða tvo. Ungi maðurinn leit furðu lostinn á konuna. Hann var sannfærður um, að í dánartilkynningunni var aðeins einn nefndur. — Báða tvo? — Já, fyrst var það Jerry frændi. Hann liggur á líkbörunum í anddyrinu. Aumingja Jerry, hann er svo friðsæll á svip, rétt eins og hann hefði sofnað miðdagslúrinn sinn. Jarðarförin verður eftir klukkustund. Hún andvarpaði þungan og leit til himins. — Ég býst við, að andlát Jerrys frænda hafi orðið Wilber frænda ofraun. Drengurinn hefur aldrei verið sterkur. og hann hefur ekki þolað að sjá kæran ættingja sinn liðið lík i kistunni. Hann var kallaður til guðs — dó úr hjartaslagi, býst ég við. Hann var svo indæll og góður drengur, það er sárt að hugsa til þess, að hann sé ekki lengur á meðal vor. Við erum frávita af sorg. — En þetta er okkar sorg. ekki yðar. Komiðbara innfyrir, ungi maður. Endir BLÁSTURS VÖKVI Fyrir dömur og herra. Lagningarvökvi fyrir hárblást- ur. Enginn vinsælli á markaðn- um. Hentugur smellutappi. H F Tunguhálsi 11, Árbæjarhverfi, sími 82700. 25. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.