Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 46
PÍLAGRÍMSFERÐ TIL FORTlÐARINNAR „Ertu að fara langt?” spurði frú Dynjandi rödd Jack Morgans stöðvaði hann við dyrnar.” Þú gætir reynt fyrir þér hjá Watkinsekkjunni við Ziongötu. Kannski hefur hún laust her- bergi.” Luke sneri sér undrandi við, en stór- skorið andlit kráareigandans var jafn sviplaust og áður. „Þakka þér fyrir." sagði hann aðeins og gekk út. EGAR Luke ók í gegnum bæinn í leit að Ziongötu fannst honum að þeir bæjarbúar sem hann ók framhjá störðu á sig. Hann reyndi að ýta þeirri hugsun frá sér og afskrifa hana sem hugar- fóstur eitt. En hann gat ekki afskrifað andrúmsloftið sem rikt hafði í Aubrey Arms og köld augnaráð gestanna. Það var augljóst, að allir I bænum vissu nú hver hann var. Andlitsdrættir Lukes hörðnuðu. Jæja. Honum var sama. Hann var sonur Enoch Owens, og hvað svo sem bæjar- búar segðu eða gerðu, þá var hann stoltur af því. Hann hafði það enn á tilfinningunni að einhver fylgdist með honum, þegar hann lagði bílnum og gekk að húsi Watkinsekkjunnar. Hann tók eftir, að gardínurnar á efri hæðinni hreyfðust, um leið og hann bankaði á dyrnar. Hann beið óþolinmóður, þar til dyrnar opnuðust hægt og litil, gráhærð og nærsýn kona birtist. „Já?" „Góðan daginn. Ég heiti Owen. Luke Owen. Ég er að leita mér að herbergi.” Hann leit einbeittur i augu hennar. „Faðir minn var Enoch Owen.” Honum til mikillar undrunar breyttist svipur hennar ekki. „Jæja,” sagöi hún rólega. „Og hvað viltu halda herberginu lengi?” „Eina nótt. Kannski tvær." Hún kinkaði kolli. Ágætt. Gjörðu svo vel og komdu inn.” Hún fylgdi honum eftir upp stigann. „Fastagestur minn býr ekki hér i augna- blikinu, svo að þú getur fengið hans her- bergi. Það er það besta í húsinu.” Eftir að hún var farin, lagðist Luke á rúmið með hendurnar fyrir aftan hnakka. Húsið virtist hljótt og friðsam- legt, og það hentaði honum vel í augna- blikinu. Honum varð hugsað til rifrildisins við Nancy Nation. Hlutirnir höfðu vissu- lega breyst eftir að hann kom aftur. Nancy hafði gjörsamlega útilokað hann, en hann var nú enn vissari um að hún vissi eitthvað um föður hans, sem hún vildi ekki segja honum. Og Rhiannon. Hvað skyldi hún hugsa núna? Hann elskaði hana, en hann var ekki viss um að hann fengi nokkum tima tækifæri til aðsegja henni það. Hann bældi niður þrá sina til að hringja til hennar. Hann varð að hitta hana undir fjögur augu til að geta talað við hana. Laus við þrýsting annarra utanaðkomandi aðila. En fyrst varð hann að komast að því sem hent hafði föður hans. Einhvers staðar lá svarið — það var hann viss um. Stuttu seinna knúði frú Watkins dyra hjá honum og tilkynnti, að hún hefði tekið til mat fyrir hann. Hann stóð upp, teygði úr sér og gekk niður stigann. Hann var þakklátur fyrir afskipta- leysi hcnnar, og eftir að hafa neytt matarins var hann tilbúinn að fara út. hress og endurnærður. Watkins þegar hann kom aftur niður. „Til Aubrey Arms,” svaraði hann og hikaði i miðjum stiganum. Hún studdist við staf með annarri hendinni og hélt á hreinu taui í hinni. „Ef þú ferð meðfram skurðinum. ntuntu koma aftan að Aubrey Arms. Það gæti sparað þér tima." Hún rétti honum lykil. „Þessi gengur að útidyrununt. hr. Owen. Þá gcturöu komið og farið eins og þér hentar. Ég skil eitthvert snarl eftir i ísskápnum fyrir þig" Hún hafði aldrei brosað til hans, og þó hafði henni tekist að láta hann finna, að hann var velkominn. Hann gekk meðfram skurðinum, þar til hann kom að Aubrey Arms. Þegar hann heyrði óm af söngnum, mundi hann að kórinn hélt æfingu. Hjarta hans tók að slá örar. Það þýddi að Rhiannon væri á næstu grösum. En nú var allt breytt. Þetta var ekki Bethelkirkjan og hann var ekki lengur gestur Rhiannon... Það var meira að gera á Aubrey- kránni en fyrr um daginn. Á bak við diskinn stóð mögur, föl kona við af- greiðslu. Hún leit út fyrir að hafa verið veik, svo að það virtist sem Jack Morgan hefði sagt satt, þegar hann sagði að þau tækju ekki á móti næturgestum. Frú Morgan var eina konan á staðnum. Hópur manna stóð við barinn og öll borðin voru upptekin. Líflegur kliðurinn af samræðum fyllti krána, þar til Luke birtist i dyrunum. Þá skall á sama fjandsamlega þögnin og Luke hafði orðið var viö fyrr um daginn. „Afsakið." sagði hann við tvo náunga sem færðu sig mótþróafullir, um leið og hann gekk að barnum. Hann sá augna- ráð kráarcigandans á bak við mannfjöld ann. Þrátt fyrir hörkulegt og veðurbitið útlit Jack Morgans, þá lýstu augu hans velvilja og bliðu, þegar hann sneri sér að konu sinni. „Allt í lagi vinan, ég skal sjá um þetta.” Hann sneri sér aftur að Luke. „Góða kvöldið,” sagði hann. „Og hvað get ég gert fyrir þig?" Luke kinkaði kolli í kveðjuskyni. „Sama og í dag takk.” Á meðan Jack Morgan fyllti glasið, rauf hatursfull rödd þögnina. „Hvað er að þér Jack? Þú þarft ekki að afgreiða svona fugla!” LuKE gat þekkt röddina, án þess að snúa sér við. Þetta var Haydn Hopkins. Mennirnir færðu sig til um leið og hann nálgaðist. „Það eru tvær aðrar krár hér við götuna, Owen. Geturðu ekki séð að þú ert ekki velkominn hér?” Luke fann að honum hitnaði í hamsi, en honum tókst að bæla niður reiði sína. Hann taldi rólega fram peningana og rétti þá Jack Morgan. „Éjg hélt að það væri kráareigandinn sem segði til um, hverjir væru velkomnir hér og hverjir ■ekki. hr. Hopkins,” sagði hann rólega. Haydn gaut augunum til Jack Morgans. „Jack hefur ekki alltaf verið í Aber- morvent. En það höfum við hinir. og við munum enn...” „Munið! Munið hvað?” Luke spýtti út úr sér orðunum. „Það er ekki vegna föður mins sem þú ert að æsa þig upp. Það vitum við báðir.” Rödd Haydns hækkaði reiðilega. „Kannski hefurðu rétt fyrir þér, að vissu leyti. Þér tekst kannski að slá ryki í augun á kvenþjóðinni, en mennirnir hér vita nákvæmlega hver þú ert. Og þeir minnast þess allir, að faðir þinn var heigull!” Luke vissi ekki hvernig honum tókst að hemja skap sitt þegar hann skellti glasinu á borðið. „Hvernig væri að leyfa þeim sjálfum að tala sínu máli?” Haydn brosti hörkulega og sneri sér að ungum manni scm stóð við hlið hans. „Tala þú við hann Will.” Lítill og grannur maðurinn tók til máls. „Haydn hefur rétt fyrir sér. Þú hefðir aldrei átt að koma hingað.” Luke tókst enn einu sinni að hemja reiði sína. „Þú verður að fyrirgefa vinur, en ég veit ekki hvernig þetta kemur þér við fremur en Haydn." Spenntur kliður lcið i gegnum salinn. og úr augum unga mannsins skein bitur- leikinn. „Ég heiti Prothero, Will Prothero. Þó að það segi þér sennilega ekki neitt.” Lukc hrukkaði ennið. „Ég hcld að cg kannisteitthvaðviðnafniö...” „Þú ættir alla vega að gera það. Faðir minn var einn þeirra sem fórust í námu- slysinu!” Einu sinni hefði þetta komið við Lukc. en ekki núna. „Jæja." sagði hann rólega. „Mér þykir það leiðinlegt þín vegna, en ég held ekki að þetta sé mér beinlínis viðkomandi. Og það sem meira er, ég efast um að það hafi haft neitt með föður minn að gera.” Haydn Hopkins nálgaðist Luke og starði illskulega á hann. „Þú ert ekkert blávatn, að segja þetta I viðurvist Wills. Faðir þinn varð þremur mönnum að bana, og því verðurðu að lifa með!” 46 Vikan 2$. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.