Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 19
Fyrsti fallhlífarmaðurinn lenti hinum megin á aðalflugbrautinni og annar kom niður fimmtíu fetum fjær, um leið og jeppabifreið ók á staðinn. Sjúkrabíll fór á eftir honum og faðir minn sagði: „Ég ætla að fara upp í turninn, athuga hvort ég frétti eitthvað.” Dökka Rósa flaug hægt í hringi og lækkaði sífellt meira. Jeppinn kom til baka með fyrsta fallhlifarmanninn. Það var siglingamaðurinn, piltur að nafni Tony Pierce. Allir þyrptust að honum. Það var móðir mín sem kallaði: „Gefið honum færi á að anda,” og tróð sér í gegnum þvöguna með tebolla. Pierce var þakklátur fyrir drykkinn. „Það er blóðvöllur þarna uppi. Það var skotið á sprengjumanninn yfir mark- inu og við vorum eltir alla leiðina til baka. Fjórar Me 109 voru í stélinu á okkur frá Den Flelder og hálfa leiðina yfir pollinn.” „Hvað gengur á?” spurði einhver. „Það er algjör ringulreið um borð. Þeir eru flestir nýliðar og Higgins, véla- maðurinn, og Jacky Dawson, loftskeyta- maðurinn, eru báðir illa særðir. Bunny sagði okkur Roger að stökkva. Hann ætlar að reyna að lenda seinna, þegar hann hefur notað meiri vökva. Tank- arnir leka eins og sigti.” Ég kom laust við ermi hans. „Hvað um Johnny” Hann kyngdi og reyndi að koma fyrir sig orði. „Varð eftir til að hjálpa honum. Bunny fékk sprengjubrot i vinstri hönd og fót.” Þar kom að því. Lokamartröðin varð nú að veruleika. Ég stóð kyrr þar sem ég var og lét sem ég sæi ekki augngoturnar, hvíslingarnar og kíkingarnar. Eftir svo- litla stund kom faöir minn. „Hefurðu heyrt það?” Ég kinkaði kolli. „Hvaða möguleika eiga þeir?” „Ekki mikla. Undirvagninn er skemmdur svo að það verður að vera magalending. Það eru leku tankarnir sem O’Hara hefur áhyggjur af. Ekki of gott í svona lendingu og hann virðist sjálfur vera veikur.” „Og Johnny?” „Það er allt í lagi með hann. Það er ennþá samband við hann. O'Hara skipaði honum að fara út en hann neitaði.” Þeir voru komnir niður fyrir þúsund fet núna. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja og þó var enginn doði á þessari stundu. Ég lyfti kíkinum og sagði örvæntingarfull: „Johnny Stewart, ef þú deyrð frá mér núna mun ég aldrei fyrir- gefa þér.” Ég bjóst næstum við að sjá andlit hans, skakkt brosið eins og hann hefði gaman af brandaranum og siðan skeði eitthvað allt í einu og svartur reykur steig á bakborða. Bunny hlýtur að hafa fengið hugboð. Hann hraðaði sér niður með nefið á undan hinum megin á flugvellinum. Þeir hljóta báðir að hafa þurft að halda um stöngina og þeim tókst það næstum. Á síðustu stundu tók aftari vængurinn dýfur og rakst í flugbrautina. Dökka Rósa rann til hliðar og síðan áfram og virtist aldrei ætla að stöðvast. Logarnir léku um afturvænginn. Hún nam staðar í rykskýi og reykmökkur steig upp af henni. Slökkviliðsbílar og sjúkrabílar voru þegar á fleygiferð á vellinum. Ég hljóp af stað og virti að vettugi reiðilega rödd föður míns og annarra sem kölluðu á mig. En ekkert hefði getað stöðvað mig. Svartur reykur umlukti mig. Ég heyrði sírenuvælið i brunabílunum, brakið í eldinum og hugsaði til leku tankanna með hryllingi. Þá rauf snögg vindhviða gat i reykjarmökkinn og ég kom auga á tvær verur í flugjökkum sem skjögruðu í áttina til mín, Johnny og Bunny O’Hara. Bak við þá sveimuðu menn í kringum Dökku Rósu í viðureign við eldinn og joá þegar var verið að rétta þann fyrsta slas- aða út um lúguna. Bunny lét sig falla til jarðar, settist og hélt um vinstri fótlegg- inn og hló aulalega. Johnny stóð og riðaði, svartur i framan af reyknum, steig síðan hikandi eitt skref áfram og kallaði nafnið mitt. Ég hljóp í fangið á honum. Því var lokið. Ég horfi á hann frá veröndinni í kvöldsólinni, vinna við rósirnar. Hann er auðvitað eldri og hefur stirðnað dá- lítið með árunum. En þegar hann lyftir höfðinu og lítur til min gæti hann samt enn verið sami ljóshærði pilturinn, sem ég hitti í kirkjunni sumarkvöld nokkurt fyrir mörgum árum. Richie, hjartans Richie, hafði nefnilega rétt fyrir sér. Sumar sögur enda vel, jafnvel í raun- veruleikanum ... ENDIR Bílarnir voruaó koma! Þú færd ótrúlega mikid fyrir peninginn þegar þú kaupir r i F // A T 131 Einhverjar glæsilegustu innrétt- ingar sem sést hafa í bílum í sama veröflokki. Fiat 131 er einkar vel hannaður bíll meö miklu plássi fyrir farþega og farangur. Komid og skoðið góðan, fallegan bíl á hagstæðu verði. FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SlÐUMÚLA 35. SlMI 85855. ] I þessu glæsilega mælaborði má sjá m.a. snúningshraðamæl- ir electroniskan, qarty klukku o.fl. o.fl. sem ekki aðeins eykur öryggið heldur gleður einnig augað. Til afgreiðslu strax. - Sýningarbíll á staðnum. 27. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.