Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 25
Kvöldstemmningin ó Orangarie er indœl. Hið frssga Zum Schiffchen er fró 1628. Glæsilegasta gatan er verslunargatan Königsalle. STUTTGARTER HOF við Bismarck- strasse 39, rétt við járnbrautarstöðina. Þar eru 35 herbergi, 45—68 mörk ein- staklingsherbergið og 78—95 mörk tveggja manna. Á Stuttgarter Hof eru sum ódýrustu herbergin ekki með baði, en öll eru með baði á Lancaster. Gott hótel í lægsta verðflokki er BERLINER HOF við Ellerstrasse HO, að baki járnbrautarstöðvarinnar. Þar kosta herbergin 44—52 mörk fyrir einn og 65 mörk fyrir tvo. Þau eru 28 talsins og þar af aðeins tvö með baði. Gleymið magaummáli og seðlaveski Eitt besta veitingahúsið í Diisseldorf er ORANGERIE við Bilker Strasse 30, á fremur skuggalegum stað sunnan við Altstadt. Götuhlið veitingahússins er síður en svo freistandi, en híbýlin og maturinn þeim mun meira, þegar inn er komið. Tvenns konar áhyggjum verða menn að gleyma heima, ef þeir vilja reyna mat- argerðarlist Horst Weigandt, eiganda og kokks. Það eru áhyggjur af magaummáli og seðlaveski. Freistingar matseðilsins, svo sem sinnepslax og próvinsíu-lamba- hryggur, eru svo miklar, að menn láta há verð sem vind um eyru þjóta. Fremst meðal jafningja er sennilega veitingahúsið MOLLERS + FEST eða M + F eins og það er oftast kallað, við verslunargötuna Königsalle I4, á ann- arri hæð. Þetta veitingahús er hið raun- verulega Mekka mataráhugamanna í Dússeldorf. Allur matur er ferskur, engin forvinna er í matreiðslunni áður en gesturinn hefur pantað. Enginn matur kemur úr frysti og engin efni eru sett í matinn til að varðveita hann. Innréttingar hússins eru ekki merkilegar, enda er víst ekki ætlunin, að neitt skyggi á mat né drykk. En það er víðar hægt að borða góðan mat en á þessum dýru stöðum. Einkenn- is-veitingahús borgarinnar er sennilega ZUM SCHIFFCHEN við Hafenstrasse 5, i 350 ára gömlu húsi i gamla mið- bænum. Þar sitja forstjórar og þvotta- konur á gömlum og slitnum stólum og borða svírabóg og rúgbrauð með osti í gömlum Rínarstil. Þetta er ágætur staöur til að kynnast hefðbundinni mat- reiðslu á miðlungsverði. Hin nýja, franska matargerðarlist er stunduð á AUX TROIS CHANDELL- ES við Bagelstrasse 95a. Fínir fiskiréttir fást á BATEAU IVRE við Kurze Strasse 11 í Altstadt. 15 rétta hrísgrjóna- borð (Riistafel) frá Indónesíu fæst á HOTEL HAUS LITZBROCK við Bahnhofstrasse 33. Listamenn og póli- tíkusa hitta menn á MERKENS- TENNE við Karl-Rudolf-Strasse 174. Bjórdrykkja við hvitskúruð borð Ein vinsælasta bjórknæpa í borginni er ZUM ORIGE við Berger Strasse I í gamla miðbænum, Altstadt. Þetta er þægilegur staður með hvítskúruðum borðum, litlu matarúrvali, en þeim mun meiri bjórdrykkju. Á 15 minútna fresti er hringt bjöllu og opnuð ný bjórtunna. Rétt hjá er önnur hliðstæð krá, sem heitir ZOM SCHLOSSEL, en þar er mun meira og betra matarúrval. Sú krá er við Bolkerstrasse 43—47. Öll hótel og veitingahús, sem hér hefur verið sagt frá, eru þægilega sett i miðju borgarinnar. j gamla bœnum, Altstadt, er sægur króa og veitingahúsa. JÓNAS KRISTJÁNSSON. 1 næstu Viku: Mainz og Wiesbaden 27. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.