Vikan


Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 05.07.1979, Blaðsíða 42
SAKAMALASAGA VIKUNNAR GRUNDVALLAR REGLUR---------- Eftir Jane Speed — Ég bjó til alveg sérstakan morgun- verð handa þér af því að það er sunnu- dagur, sagði Eva, um leið og hún kom inn í borðstofuna. Hún setti diskínn fyrir framan Barry og fór aftur fram í eldhús. Þaðan kom hún svo með brúsa og úðaði stórkornóttu innihaldinu yfir fram- leiðsluna á diskinum. Hann bragðaði á þessu. Þaö bragðaðist hvorki betur né verr en venjulega. — Verði þér að góðu, sagði Eva. Gamla, góða Eva! Henni lærðist aldrei neitt. Hann hafði ætlað sér að yfirgefa húsiðfyrir 10 mínútum síðan — en Eva neyddi hann ti! að bíða eftir morgunverðarundrinu. Matseld hafði hún lært eins og alll annað í lífinu. Grundvallarreglurnar, og síðan ekki söguna meir. Hefði hún bara keypt sér einfalda matreiðslubók, þar sem hver uppskrift byrjaði á: Þú tekur.. . Og síðan fylgdi hver bolli, teskeið og gramm sem nota skyldi i réttinn. Jafnvel jafnilla gefinni konu og Evu hlaut að takast að koma saman ætilegri máltíð á þennan hátt. — Af hverju þarftu að vinna á hverjum sunnudegi, sagði Eva eins og venjulega. — Af því að ég er skyldurækinn. Það er alveg nauðsynlegt fyrir mig að sinna versluninni líka á sunnudögum. Hann stóðá fætur. — Þú hefur bara nartað í þetta. Og ég sem bjó þetta til alveg sérstaklega fyrir þig, sagði Eva með grátstafinn í kverkunum. — Ég var ekkert svangur. Marion mundi gefa honum almennilegan morgunverð. Marion hafði að vísu aldrei lært grundvallar- reglur matargerðarlistar, en hún hafði meðfædda hæfileika. — Þetta var alveg prýðilegt, Eva mín, sagði hann og gekk að dyrunum. — Hefurðu látið herða á bremsunum, Barry? Clifford Barker sagði... — Ég geri það á morgun. Barry velti því fyrir sér, hvar hún hefði lært hið tæknilega hugtak, herða á bremsunum. En hún hafði rétt fyrir sér. Hemlarnir voru ekki í fullkomnu lagi. Hann keypti sér lestarmiða til borgar- innar á stöðinni. Miðasalinn var góður kunningi Evu. Svo steig hann um borð í NANCI HELGASON ^ HREINSIEFNI VATN Besta, mest notaða og venjulega ðhrífamesta efnið til að ná burt óhreinindum. Verið þó varkár í sambandi við flíkur og efni, sem ekki má þvo. KARBÓNTETRAKLÓRÍÐ Alhliða hreinsivökvi, til dœmis góður á olíu- og fitubletti o.fl. HREINT ALKÓHÓL (eter, klóróform eða acetone, naglalakkseyðirl: Til að ná úr ýmsum blettum, til dæmis fitublettum. Prófið á lit- uðum efnum fyrír notkun. VASILÍN, TERPENTINA, GASOLÍN, KEROSÍN (LJÓSOLÍA), HREINSUÐ SVÍNA- FEITI, BANANAOLÍA Leysa upp bletti, eru yfirleitt aðeins notuð sem fyrsta stig hreinsunarinnar, mýkja bletti, til dæmis af tjöru, málningu, varalit o.fl. Er nuddað inn í blettina. KARTÖFLUMJÖL, TALKÚM O. FL. Þurrka upp fitu, olíu og slika bletti, eru borin i deigformi, leyft að þoma og siðan burstuð úr. SALT Drekkur í sig nýja bletti af ávaxtasafa, líkjör, blóði o.fl. EDIKSÝRA, EDIK EÐA AMMON- ÍAK Þessi efni festa litina i efninu. PEPSÍN 1 tsk. pepsín í 1 I af ylvolgu vatni. Þessi upplausn er notuð til að ná eggjahvituefnisblettum. EFNISEM MÁ ÞVO VÍNBLETTIR Látið blettinn liggja i sterkri saF míakupplausn í 30 minútur, þvoið siðan. BLÓÐ: Látið liggja í köldu vatni, þar til bletturínn er farinn að dofna, þvoið síðan i volgu sápuvatni. Ef bletturinn hefur ekki náðst úr, leggið þá aftur i bleyti i kalt vatn, sem i hefur verið blandað 1 eða 2 tsk. af borðsalti. TYGGIGÚMMÍ látið liggja á is, þar til tyggF gúmsniið er orðið frosið, plokkið það þá í bu.tu. Einnig má prófa að ná þvi með karbóntetra- klóriði eða kerosini. EGG: Nuddið með köldu vatni. Heitt vatn gerír illt verra. LÍM: Leggið í heitt vatn. GRAS: Notið sódaupplausn. FITA: Löðrið blettinn i sápu og leggið í kalt vatn. VARALITUR: Nuddið með glyceríni eða vasilíni, þvoið síðan. SINNEP: Nuddið með glyceríni eða sápu, þvoið síðan upp úr sápuvatni. NAGLALAKK: Nuddið varlega með naglalakkseyði eða per- oxíði, hreinsið. MÁLNING: Nuddið upp úr eða leggið í bleyti i terpentinu. SVKDI (eftx hita, td. frá straujámi): Þvoið og hengið úti sóL SÓT: Berið á kartöflumjöl eða talkúm, þvoið siðan úr sápuvatni. TÓBAK: Nuddið blettinn með köldu vatni, síðan með glyceríni, látið biða i 30 min., þvoið i sápu- vatni. ÞVAG: Þvoið úr volgu, mjög sterku sápuvatni með fáeinum dropum af salmíaki. Eða skolið fyrst úr volgu vatni, sfðan heitu. ELLIGULA: Þvoið úr heitu sápu- vatni, látið þoma úti i sól. Ef þvotturinn hefur gulnað illa, verður að bleikja hann i klóri samkvæmt fyrirmælum á unv búðunum. 42 Vikan 27. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.