Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 7
hægt sé að kalla það sálræna misþyrmingu? Mjög strangt gamaldags trúarlegt uppeldi er t.d. hægt að tákna sem sálræna misþyrm- ingu, ef því er komið inn hjá barni að allir hlutir sem veita gleði í jarðnesku lífi séu syndsamlegir. Einnig ef öll brot á tiltölulega saklausu líferni eru táknuð sem glæp- samlegt athæfi, þannig að barnið fái slæma samvisku sem fylgir því ævilangt. Sænski kvikmyndastjórinn Ingmar Bergman hefur sagt að ríkjandi tilfinningar i lífi hans hafi verið slæm samviska og hún fylgi sér ævilangt. Hann fékk mjög strangt trúarlegt uppeldi. Skaðsöm sálræn áhrif án líkamlegra misþyrminga fela yfirleitt í sér árásargirni af hendi hins fullorðna, þ.e.a.s. fullorðnir ógna börnum með skömmum eða líkam- legum hegningum. Það er algengt að stálpuð börn skynji sálrænar misþyrmingar sem orsakast af líkamlegum misþyrmingum sem miklu verri en sjálfa líkamshegninguna. Það hefur líka smám saman orðið ljóst, að líkamlegar refsingar valda ekki einungis ævarandi líkamlegu meini eða dauða heldur geta þær haft alvarlegar sálrænar truflanir í för með sér seinna á ævinni. Barn mótast af því ævilangt ef einn eða fleiri meðlimir fjölskyldunnar eru óvingjarnlegir og slá það í staðinn fyrir að veita því hlýju og huggun þegar það leitar til hins fullorðna. Hverjir misþyrma börnum? Misþyrmingar á börnum koma fyrir í öllum stéttum þjóðfélagsins. En þær eru tiltölulega algengari hjá þeim sem búa við léleg lífskjör. Þær tölur sem eru til um þetta atriði erlendis frá þurfa þó ekki að vera alveg réttar, því það verður að taka mið af því, að það er miklu algengara að fólk sem býr við léleg kjör sé í tengslum við opin- berar stofnanir þar sem slíkar stofnanir veita fólki ýmiskonar aðstoð. Misþyrming- ar á börnum hjá vel stæðu fólki geta því fariðfram með meiri leynd. Langbesta skandinavíska rannsóknin á misþyrmingum á börnum var gerð í Svíþjóð 1975, og heitir hún „Barn som far illa”. í henni kom m.a. í ljós að misþyrmingar á börnum jukust eftir því sem bæjarsamfélögin urðu stærri. Hvaða meðlimur fjölskyldunnar misþyrmir barni? í ofangreindri rannsókn kom fram að móðirin var sek eða lá undir grun í 30% af tilfellunum, og móðirin ásamt föður eða stjúpa í 11% af tilfellum. Líffræðilegur faðir var hinsvegar einn um misþyrmingar í 34% tilfella og stjúpi í 17%. Ekki koma alveg sömu niðurstöður úr skandinaviskum rannsóknum og ótal mörgum öðrum rannsóknum. En í heild er niðurstaðan sú, að móðirin sé sá aðili sem misþyrmir oftast, faðirinn komi næstur, og stjúpi eða annar sambúðaraðili þvínæst. Sjaldnar er um að ræða að sá sem gætir barna svo sem dagmamma eða fóstra refsi því. Það er augljóst að móðirin hlýtur að koma oftar fyrir i slíkum rannsóknum en feðurnir af joeirri einföldu ástæðu að hún er meira með börnunum og miklu oftar ein með börnin. Þrátt fyrir að karlmaður sé á heimilinu er það langalgengast að hann sé viðstaddur örfáa tíma á dag og móðirin sjái um börnin. Þannig er móðirin hreinlega tímalega séð líklegri til að misþyrma barni. í sænsku rannsókninni kom fram að báðir foreldrar hegna oft börnunum. Því er þó ekki þannig varið að báðir foreldrar t.d. berji barnið í einu, heldur að annað for- eldrið segir við hitt að nú geti hún/hann ekki lengur átt við barnið þvi það sé svo óþægt. Hitt foreldrið kemur þá til hjálpar og refsar barninu harkalega líkamlega. í mörgum þessara tilvika veit hitt foreldrið að líkamleg refsing fer fram en það breiðir yfir það og verður þar af leiðandi meðsekt. Hvaða börnum er misþyrmt? í fjölskyldum þar sem misþyrmingar eiga sér stað er það yfirleitt ekki algengt að öllum börnunum í fjölskyldunni sé misþyrmt. Það algengasta er, að eitt barn í fjölskyldunni verði fyrir misþyrmingum en hin sleppi. En þrátt fyrir að sum börn sleppi er það vel staðfest að þau geta líka orðið fyrir sálrænu tjóni, alveg eins og þau sem verða fyrir misþyrmingunum. Foreldrar halda því oft sjálfir fram að bamið sem þeir misþyrma sé frábmgðið hinum systkinunum og það sé miklu erfiðara að ala það upp en hin. Þessi skýring getur hinsvegar átt sér margar orsakir. Nokkrar verða nefndar. Það hefur komið í ljós að börn sem er misþyrmt hafa oft farið í gegnum erfiðleika samfara fæðingu eða að móðirin hefur orðið að fara á sjúkrahús á meðgöngu- tímanum. Einnig hefur komið í ljós, að börnum sem hafa verið aðskilin frá móður vegna þess að þau voru fyrirburðir eða alvarlega veik við fæðingu hefur verið mis- þyrmt meira en systkinum. Það sama á við um börn sem hafa verið skilin frá móður- inni áður en þau urðu 6 mánaða (t.d. vegna sjúkleika móður eða barns). Sum börn verða fyrir misþyrmingum af því að þau eru óvelkomin í heiminn. Þetta er þó ekki algengt, en það er mun algengara að foreldrarnir hafi haft miklar væntingar til barns, sem er misþyrmt, og það hafi ekki staðist kröfur foreldranna. Hvenær er börnum misþyrmt? Börn sem verða fyrir misþyrmingum verða það á ýmsum aldursskeiðum. En misþyrmingar á börnum eru langalgeng- astar á fyrstu æviárum barnsins. Sumum foreldrum veitist auðveldast að fást við ungabörn, en þegar þau stækka og komast á mótþróaskeiðið skilja foreldrar oft ekki að hegðun barnsins sé eðlilegt fyrir bæri. Þau álíta að hegðunin sé tákn um óhlýðni sem líkamsrefsing ein getur unnið bugá. í öðrum fjölskyldum koma líkams- refsingar fyrst til sögunnar þegar börnin stækka, t.d. á gelgjuskeiðinu, þegar börnin komast i meiri tengsl við aðra, verða sjálf- stæðari og sýna meiri andstöðu gegn foreldrunum. 28. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.