Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 11
Híbýli okkar voru fyrir ofan sendiráðs- skrifstofurnar sem er auðvitað mjög óþægi- legt fyrirkomulag. Sérstaklega fyrir fólk með börn enda urðum við strax og unnt var að senda börnin í leikskóla. Þar að auki stóð húsið í miðborginni og var afskaplega langt frá því að vera „munsturhús” úr „Bo bedre”. T.d. var eldhúsið niðri i kjallara. Agnar: — Ríkið átti þetta hús. Það var keypt rétt eftir stríðslok og var þá mjög illa farið eftir loftárásir. Það var síðan gert upp og byggt við það. Það hafði gengið mjög erfiðlega að fá leyfi til endurbóta því húsnæðisskortur var gífurlegur og mest áhersla lögð á að byggja yfir þá sem vart höfðu þak yfir höfuðið. í okkar tíð var útbúin griðarmikil borðstofa ofan við skrif- stofurnar svo við gætum tekið á móti gestum. Áður höfðum við haft svo litla borðstofu að það varð að hafa spegil á veggnum svo hún virtist stærri. — Við vorum þarna til 1956 en þá tók dr. Kristinn Guðmundsson við, þetta hús var selt og annað keypt í staðinn. Churchill og vígsla hitaveitunnar Ólöf: — Það þurfti mikla hugvitssemi til að standa fyrir veislum á fyrstu árunum okkar í London. Kjöt var sérstaklega strangt skammtað. Vikuskammturinn svona álíka stór og vindlingapakki, þó stundum væri hægt að fá aukaskammt. Yfirleitt var alls staðar það sama á borðum í sendiráðsboðum: Niðursoðin skinka frá Danmörku eða kjúklingar, því fuglakjöt var ekki skammtað. Agnar: — Þegar breska stjórnin hélt veislur var matseðillinn alltaf tilkynntur í blöðunum til að sýna almenningi að stjórn- in gengi fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi og veitti bara fuglakjöt. Eftirminnilegir atburðir? Agnar: — Þeir eru auðvitað margir. Það er kannski það ánægjulegasta við sendi- herrastarfið að það gefur tækifæri til að vera vitni að mörgum ógleymanlegum atburðum og hitta svo margt eftirminnilegt fólk. Rúmu ári eftir komuna til London lést Georg konungur 6. og krýning Elísabetar drottningar er einn af þessum atburðum sem aldrei gleymist. Viðhafnarsiðirnir í sambandi við krýningu hafa haldist óbreyttir öldum saman. Það var bókstaf- lega eins og miðaldirnar birtust þarna ljós- lifandi. Ólöf: — Leikhúslíf stóð þarna líka með miklum blóma og þá logaði skærast á stjörnum eins og Sir Lawrence Olivier og Vivien Leigh. Það var hrein unun að fara í leikhús og við sáum margar ógleymanlegar sýningar með þeim hjónum. Agnar: — Haustið sem við komum varð Churchill forsætisráðherra og við hittum hann nokkrum sinnum. Eftir að hann vissi að ég var sendiherra íslands vék hann ævin- lega að komu sinni til íslands á stríðsárun- um. Hann áleit að hann hefði vígt og opnað hitaveituna, getur meira að segja um það í stríðsendurminningum sínum. En það er mesti misskilningur. Hitaveitan var þá komin í Sundhöllina, Landspítalann og einstaka byggingar, hann hefur kannski fengið að styðja á einhvern hnapp og þar með fengið þessa meinloku í höfuðið. Frá London höldum við svo til Parísar. Árið 1956. De Gaulle, sviðsettur útifundur og fslensk efnahagsmál Ólöf: — Englendingar og Frakkar eru gjörólíkar þjóðir, bæði hvað hugsunarhátt og framkomu snertir. Frakkar eru svo miklu skapheitari. í París var hreinasta ævintýri að sjá um innkaupin. Þarna var mest verslað á útimarkaðj og viðskiptin gengu afskaplega fjörlega fyrir sig. Agnar: — Við eigum margar góðar minningar frá París. Ég var um leið sendi- herra fyrir Belgíu og okkur var boðið í brúðkaup Baldvins Belgiukonungs og Fabíólu. Mikil óánægja hafði ríkt í Belgíu með föður hans, Leópold, landsmönnum hafði fundist hann gefast of auðveldlega upp fyrir Þjóðverjum í stríðinu. Svo gerði hann líka þá skyssu að kvænast „niður fyrir sig” eins og það er kallað. Hann varð að segja af sér og Baldvin tók við. Þetta var þvi í fyrsta sinn í mörg ár að veisla var haldin í konungshöllinni, Belgar voru afskaplega lukkulegir með Fabíólu og ekkert til sparað að gera brúðkaupið sem allra glæsilegast. Á jíessum tima var de Gaulle aðal- stjarnan í frönskum stjórnmálum. Þegar hann tók við embætti forsætisráðherra lofaði hann í einhverju fljótræði að halda útifund með almenningi. Þetta var nú ekkert sérstakt gleðiefni fyrir ríkisstjórnina, deilan um Alsír var í algleymingi og hún óttaðist uppþot. Þeir tóku því til bragðs að halda fundinn á Place de la Republique. Það er að vísu í verkamannahverfi en auðvelt að loka öllum götum. Það var gert og þess gætt að ekki kæmu aðrir á fundinn en þeir sem „máttu” koma. Meðal annars var öllum diplómötum boðin þátttaka. De Gaulle var mikill ræðusnillingur og hélt þarna dúndrandi ræðu. Að henni lokinni hvatti hann franska „borgara” til að syngja með sér þjóðsönginn. Sjálfur söng hann af miklum krafti i hljóðnemann svo að rödd hans, sem var nú kannski meiri að magni en gæðum, yfirgnæfði „kórinn”. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig að koma „fundargestum” í burtu. Verkafólkið stóð við hinar lokuðu götur, það hafði aldrei komist nær og fannst það svikið. Því var þess vegna óskaplega gramt í geði yfir öllu þessu tilstandi, teygði reiðileg andlitin alveg upp að bílrúðunni hjá okkur og steytti að okkur hnefa. í forsetatíð sinni hélt de Gaulle árlega nýársmóttöku fyrir erlenda sendiherra. I þeirri síðustu sem við tókum þátt í kallaði siðameistarinn á mig og dró mig til for- setans fvrstan allra af því að ég var á Charlotta Hjaltadóttir, sandiróðsritari. Sendiróðin reka mikla kynningarstarfsemi og þar kemur 10 óra reynsla hennar af ferðaþjónustu ó íslandi sér vel. 28. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.