Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 19
TJALDLEIGAN Hringbraut við Umferðamiðstöð VIÐ LEIGJUM ALLT TIL FERÐALAGA Höfum til dœmis: Tjöld, allar stæröir, tjalddýnur, tjaldborð, svefnpoka — Bakpoka, prímusa, pottasett — Reiðhjól, vélhjól, gúmmí- bata' TJALDLEIGAN, sími 13072 einstakur viðburður. 1 fyrsta skipti á æv- inni hafði losnað ærlega um málbeinið á henni og í hennar augum var það guðleg forsjón, aðfyrsta manneskjan sem ræddi við hana í þessari voðalegu borg, var kunnugur í hennar heimabyggð, og hafði þar að auki borðað hjartarsteik, sem hún sjálf hafði matreitt. Og hann hafði klappað henni ástúðlega á bakið, eins og piltarnir gerðu heima þegar þeir döðruðu við stúlkurnar. Ekki flögraöi þó að Crescenz að þessi fíni herra ætlaði sér eitthvað með hana, en þó lifnaði líkami hennar við þessa vinsamlegu snertingu. Þessi lítilfjörlegi atburður hafði mikil áhrif á hennar innri mann, hægt og hægt vöknuðu nýjar tilfinningar í brjósti hennar, tilfinningar sem beindust í eina átt, að einum herra. Hún var eins og hundur, sem bindur órofa tryggð við húsbónda sinn, eltir hann með ýlfri og gelti, skríður fyrir honum og eltir hvert skref. Áður hafði líf Crescenz aðeins snúist um peninga, torg, eldavél, kirkju og svefn. En þessi nýja tilfinning bægði öllu öðru frá. Nú snerist öll hennar hugsun aðeins um að þóknast sínum herra. Breytingin kom ekki strax fram, og fyrstu merkin voru ekki áberandi. Hún burstaði föt og skó barónsins af sér- stakri natni, en lét aftur á móti stofu- stúlkurnar annast fatnað barónessunnar upp frá þessu. Hún sást oftar á ferli á göngunum og í herbergjunum og um leið og hún heyrði lykli stungið í skráar- gatið á útidyrahurðinni, þaut hún honum í mót til að taka frakka hans og staf. Hún lagði sig alla fram við matseld- ina, lagði það erfiði á sig að fara á stóra markaðstorgið til að ná I hjartarsteik og var sífellt að hugsa um að þóknast hús- bónda sinum. Hún fór líka að gefa gaum að útliti sínu og ganga betur til fara. Hálfur mánuður eða svo var nú liðinn síðan þessi nýja tilfinning skaut rótum og ennþá liðu margar vikur áður en nýjar hugsanir bærðu á sér og næðu að mótast. Þessi nýja tilfinning var eðlilega tengd þeirri fyrri, til að byrja með var það óvildarhugur í garð barónessunnar, en síðan taumlaust hatur. Hún hataði konuna, sem hafði rétt til að lifa með honum, en bar þó ekki sömu lotningu fyrir honum og hún sjálf. Sjálfsagt hafði Crescenz orðið vitni að hjónarifrildi, heyrt hvernig hann var niðurlægður, hann sem hún hafði næstum tekið I guða tölu. Það fór heldur ekki fram hjá henni nú, þegar hún var meira á ferli í húsinu, hvernig barónessan kom fram við eiginmanninn. Þessi norðurþýska kona talaði hörkulega með yfirlætis- legum tón bæði við eiginmann og þjónustufólk. Áður fyrr hafði þetta ekki snert Crescenz, en nú hafði hún vaknað til meðvitundar um umhverfi sitt og samferðafólk. Hún neytti allra bragða til að gera barónessunni, sem átti sér einskis ills von úr þessari átt, lifið leitt. Barónessan varð að hringja minnst tvivegis áður en Crescenz þóknaðist að koma. Framkoma hennar var óþolandi, hún var svifasein þegar það var eitthvað sem húsmóðir hennar æskti. Hún svaraði aldrei þegar hún tók við fyrir- mælum barónessunnar, og ef hún endurtók skipanir sinar til öryggis, svaraði Crescenz henni með þvermóðskufullu nikki eða þá að hún sagði hæðnislega: „Já, ég heyrði það!” Einhverju sinni var frúin að fara I leik- húsið, þegar hún varð þess vör að mikil- vægur lykill var horfinn óvænt. Frúin setti allt á annan endann og þaut úr einu herberginu I annað í leit að lyklinum. En hálftíma síðar fannst hann hangandi á Ný þjónustumiðstöð KASK SKAFTAFELLI í versluninni: Allar nauðsynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaðarvara miðuð við þarfir feröamanna. í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opið frá kl. 9 til 23 alla daga. Þjónustumiöstöö- Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Þjóögaröinum SKAFTAFELLI 28. tbl. ViKan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.