Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 20
krók öllum til furðu. Skilaboðum og sím- hringingum til barónessunnar lést hún gleyma. Þegar hún var ásökuð um vanrækslu, svaraði hún kergjulega og án þess að reyna að afsaka sig: „Nú, ég hefi bara gleymt því.” Hún horfði aldrei í augu barónessunnar, kannski óttaðist hún að upp kæmist um hatrið sem hún ól stöðugt til hennar. Heimiliserjurnar urðu stöðugt verri, sjálfsagt átti Crescenz sinn þátt í skap- illsku barónessunnar. Með hverjum degi sem leið versnaði andlegt heilsufar frúarinnar, hún hafði verið ógift lengi áður en henni tókst að ná í mann og hafði jómfrúarstandið valdið henni miklu hugarangri. Og nú bættist við að eiginmaðurinn leit ekki við henni og virti hana að engu og þjónustufólkið var ósvífið og fjandsamlegt i hennar garð. Árangurslaust reyndi hún að stilla sitt geð með taugameðölum og svefnlyfjum, en það virtist aðeins auka álagið á spenntar taugar hennar og að lokum fékk hún taugaáfall, grét stjórnlaust og gargaði móðursýkislega á mann sinn. Svo fór að læknir þeirra ráðlagði tveggja mánaða hvíld á hressingarhæli. Barón- inn var ekki vanur að sýna málefnum hennar áhuga, en nú brá svo við að hann sýndi þessari uppástungu svo mikinn áhuga, að frúin varð tortryggin og neitaði í fyrstu að fara. En svo réðst loks að hún færi með stofustúlkuna sér til þjónustu, en Crescenz átti að vera alein í hinni stóru íbúð með barónin- um. Fréttin um að hún fengi að annast herra sinn alein hafði ótrúleg áhrif á þessa þunglamalegu mannveru. Það var rétt eins og hrist væri duglega upp í henni, hún gjörbreyttist. Hreyfingarnar urðu mýkri, göngulagið fjaðurmagnað, hún hljóp upp og niður tröppurnar, og áður en barónessan nefndi það við hana hafði hún sett niður í töskur hennar og borið sjálf niður að vagninum. Og þegar baróninn kom heim frá stöðinni seint um kvöldið, lagði staf sinn og frakka í þjónustufúsar hendur Crescenz og and- varpaði létt um leið og hann sagði: „Þá erum við laus. . . . skeði nokkuð sér- stakt.” Það fóru einkennilegir kippir um samanbitnar varir Crescenz, sem aldrei höfðu brosað. Munnurinn skekktist og rifnaði út að eyrum. Andlitið ljómaði fábjánalega af hrifningu og baróninn hrökk við. Hann skammaðist sín fyrir fljótfærnislega athugasemd sína og gekk þögull til herbergja sinna. En þetta óþægilega atvik gleymdist fljótt og næstu daga undu húsbóndinn og þjónusta hans lífinu í kyrrð og friði. Þegar frúin var farin gátu þau andað léttar, loftið var ekki lengur þrungið spennu. Baróninn naut þess að þurfa ekki að standa reikningsskap gerða sinna og notaði sér frjálsræðið. Strax fyrsta kvöldið kom hann seint heim og mót- tökur Crescenz, sem laut honum í undir- gefni, voru gjörólíkar geðvonskulegu málæði konu hans undir sömu kringum- stæðum. Crescenz vann hússtörfin af miklum eldmóði. Fór fyrr á fætur en áður, þvoði og fægði, burstaði fötin hans og skóna af stakri umhyggju og töfraði fram ljúffengar máltíðir. Við fyrstu máltíðina sá baróninn sér til mikillar undrunar, að hún hafði dúkað með mjög verðmætum silfurborðbúnaði, sem ekki var tekinn fram nema við meiri háttar tækifæri. Yfirleitt var hann ekki mjög eftirtektarsamur, en umhyggja þessarar einkennilegu mannveru fór engan veginn framhjá honum. Og af því að hann var í rauninni ósköp góðgjam, sparaði hann ekki lofsyrðin. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góö gistíherbergi. Veröfrá 6.500—12.000. Morgunveröur 1.650. Næg bílastæði. Er í hjarta bæjarins. Framhald í næsta blaði. U Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.