Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 24
Selja 43 vín í glasatali Vikan skoðar hótel og veitingahús í Þýskalandi 5. Mainz og Wiesbaden Notalegar borgir horfast í augu Vínborgir Þýskalands eru höfuöborg- irnar Mainz og Wiesbaden, sem horfast í augu við Rínarfljót sunnan Taunus- fjalla. Wiesbaden, norðan við ána, er höfuðborg Hessen; og Mainz, sunnan ár, er höfuðborg Rheinland-Pfalz. Milli borganna tveggja eru aðeins ellefu kilómetrar yfir ána. Á yfirráðasvæði þessara borga eru öll Húsbúnaður er virðulegur é Gebert's Weinstuben. merkustu og frægustu vínhéruð Þýska- lands. Móseldalur, Rheingau, Nahedal- ur, Rheinhessen og Rheinpfalz. 1 Mainz sjálfri er svo Þýska vínhúsið, Haus des Deutschen Weines, sem hefur að geyma eitt ánægjulegasta veitingahús, er ég hef sótt. Báðar eru borgirnar fremur notalegar í samanburði við aðrar þýskar borgir, enda ekki stórar á þann mælikvarða. 1 Mainz búa 200.000 manns og 270.000 í Wiesbaden. Báðar skarta þær góðu neti göngugatna í borgarmiðju. Stolt Mainz er hin forna dómkirkja heilags Marteins í borgarmiðju, af list- fræðingum talin eitt fullkomnasta dæmi rómanskrar byggingarlistar við Rínar- fljót. Önnur kirkja í nágrenninu hefur þó orðið að einkennistákni borgarinnar, Kristskirkja, með hinum háa kúpli. 1 Mainz er líka gaman að skoða hið fræga og mikla prentlistarsafn, sem kennt er við Gutenberg. Wiesbaden er gamall heilsulindabær. 1 borgarmiðju vellur upp hálf milljón lítra á dag af 65 stiga heitu vatni, jrar sem heitir Kochbrunnen. Þar hafa verið heilsuböð allt frá rómverskum tíma. Frægast er Das Kurhaus í miðborgar- garðinum. Frá 30 upp í 88 mörk á nótt Besta hótelið í Mainz er MAINZER HOF við Kaiserstrasse 98, breiðgötu borgarinnar. Þar eru 75 herbergi, öll með baði og kosta 86 mörk fyrir einstakling og 127 mörk fyrir tvo, mun minna en á hinu risastóra Mainz Hilton. Á Mainzer Hof er líka annað af tveimur bestu veitingahúsum borgar- innar, þar sem matseðill dagsins fæst á 25-35 mörk. 1 kaupbæti fá menn gott út- sýni um borgina. Hagkvæmasta gistingin í Mainz fæst OKKAR TEPPI 24 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.