Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 28

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 28
Einar Þ. Guðjohnsen, ferðagarpur hjá Útivist: Einar Þ. Guðjohnsen Öslað um öræfi Það var í ágústmánuði á árunum i kringum 1960 að ég var á leið upp í Kerlingarfjöll. Við höfðum lagt af stað frá Reykjavík eftir hádegi á laugardegi og bjuggumst við að koma í sæluhúsið í Ásgarði um kvöldmatarleytið en ég var þarna stjórnandi ferðar á vegum Ferðafélagsins. Rigning var og leiðindaveður og leit út fyrir að það myndi haldast um helgina. Ferðin gekk heldur hægt en þó áfallalaust þangað til við komum inn í Innri- Skúta sem er skammt fyrir neðan Kerlingarfjalla- veginn. Þá skeði óhappið. Bíllinn hnykktist til og stöðvaðist á veginum. Við höfðum lent utan í stórum jarðföstum steini, sem var rétt við slóðina, og augablaðið hægra megin hafði rifnað úr sambandi að framan og lágu hjólin föst við yfirbygginguna eða grindina. Bílstjór- inn var ókunnugur þessum bíl og var auk þess spari- búinn. Það varð því lítið úr viðgerðum á staðnum en hugsanlega hefði mátt snúa fjaðrabúntinu við þannig að aka mætti áfram og komast þannig upp í Kerlingarfjöll. Tíminn leið, farið var að skyggja og einhvem veginn varð að konia fólki og farangri í áfangastað. Ég vissi af Gísla Eirikssyni norður á Hveravöllum en hann var þar með Jóhannesi Kolbeinssyni að koma úr Miðlandsöræfaferð. Þangað voru samt einir 34 kílómetrar eða nálægt því ef farið var eftir veginum. Styttra var að fara beint en í myrkri og rigningu var það ógerlegt. Ég bjóst því til að leggja af stað gang- andi þessa leið norður á Hveravelli. Bilstjórinn vildi endilega fara með mér og kvaðst vera duglegur að ganga. Við lögðum af stað og gengum og skokkuðum til skiptist. Brátt fór að draga af bílstjóranum og okkur miðaði alltof hægt. Eftir svo sem klukkustundar ferð sagði ég honum að ég myndi fara á undan og annað- hvort yrði hann að snúa við eða elta mig og mætti hann alls ekki fara út af veginum. Skömmu eftir að við skildum sá ég tjald á einum melnum við veginn og hugsaði sem svo að hann gæti þó leitað þar skjóls. Það er skemmst frá því að segja að ég hélt nokkurn veginn hraðanum og skokkaði og gekk til skiptis þar til ég komst til Hveravalla. Klukkan var um 2 eftir miðnætti og hafði ég verið 4 tima á leiðinni. Ég var gegnblautur og að sjálfsögðu allþreyttur. Það tókst vel að vekja Jóhannes og Gisla og voru þeir fúsir að samþykkja að Gisli færi með mig og flytti hópinn upp i Kerlingarfjöll. Við ókum svo sem mátti að bilaða bílnum og vorum komnir þangað eftir klukkustundar akstur. Á leiðinni litum við inn i tjaldið fyrrnefnda og þar var auðvitað bílstjórinn blautur og skjálfandi. Hafði hann átt illa vist í tjaldinu. Fólkið í bílnum hafði tekið niður farangurinn, fengið sér að borða og sest svo í svefnpokunum í sæti sín. Þeim leið þvi ekki sem verst miðað við aðstæður. Einnig hafði það hlaðið vörðu utan um steininn sem óhappinu olli. Það tók ekki langan tíma að koma farangri og fólki yfir i bíl Gisla og siðan var ekið þessa 12-13 km leið upp í Kerlingarfjöll. Klukkan var orðin um fjögur um nóttina, þegar þangað kom, og enn var slagveðurs- rigning. Auður Haralds Auður Haralds rithöfundur m.m.: Hvft þrælasala eða hvað? Ég hef aldrei farið í leiðinlegt ferðalag. Erfitt, en ekki leiðinlegt. Skemmtilegustu og erfiðustu, miðað við skort á þægindum, ferðalög sem ég fer í er að flækjast með járnbraut á öðru farrými um Evrópu. Þess sunnar sem dregur þess skrautlegri ferðafélagar og færri sæti. Bakpokinn er vörumerki, boðskort fyrir alla að gefa sig á tal við mann, eða öfugt, og maður kynnist á fáum dögum fólki og lifsháttum sem gætu fyllt alfræðibók: Marokkóbúanum sem var á leið til heimalandsins með sænsku unnustuna til að sýna henni hversu þakklát hún ætti að vera fyrir lifskjör sin, „svona dekurstúlka hefur gott af að sjá hvernig fólk þarf að berjast fyrir lífinu annars staðar, ef hún getur ekki skilið jarðveginn sem ég óx úr þá getur hjónaband okkar ekki blessast,” sagði hann. Stúlkan var þreytt og hryllilega fúl yfir að ferðast gegnum hálfa Evrópu standandi og kunni alls ekki að meta þessa sýni- kennslu i lífi. Ég hef á tilfinningunni að þau hafi kannski komist til Marokkó og aftur heim til Svíþjóðar, en aldrei upp að altarinu. Suðuritölsku fjölskyldunni sem var á ieið norður með alla búslóðina í pappakössum i leit að atvinnu og mannsæmandi lífskjörum. Frá Róm til Milanó spiluðu þau linnulaust vinsælasta lagið á ferðafón fyrir þriggja ára soninn. Þau elskuðu mig við fyrstu sýn, buðu mér brauð með guðdómlegri spægipylsu og hvitlauk, spiluðu, sungu og dönsuðu fyrir mig í þröngum klefanum og á endanum sofnaði afi með þrjár tennurnar á öxlinni á mér. Þýska tannlæknanemanum sem hafði búið i mánuð í helli í Grikklandi og svaf gegnum alpa og láglendi með tæmar í handarkrikanum á mér og mínar í sínum. Ensku kennslukonunni sem brá sér til Rómar, deildi með mér einni Vermouth og var farin að skrikja og flissa eins og smástelpa þegar þangað kom. Við komum þrjár í samfloti til Feneyja með peningana limda á kviðskinnið og gátum hvergi fengið inni nema á dýrustu hótelunum. Fengum loforð fyrir herbergi á mjög ódýru gistiheimili næstu nótt og þá var ekki annað að gera en sofa úti. Feneyjar hafa líklega óspilltustu lögreglu á Italíu. Þeir biðja fallega alla þá sem syngja óði og slá strengi á marmaraþrepum rómantisku brúnna um að fara heim að sofa. Við sátum í einum slíkum hópi fólks sem var að berjast við að halda í viðkvæmnislegar hugmyndir sínar um draumafegurð Feneyja, engin skrílslæti, aðeins angurværir ómar, þegar löggan lagði að landi og leysti upp skemmtanina. Hópurinn tvistraðist, við fengum tugi tilboða um næturstaði, en það vildi svo til að allir þeir sem buðu bjuggu á svo örfáum fermetrum að aðeins var hægt að hýsa eina okkar. Við, skynsamar stúlkurnar, afþökkuðum. Þá vindur sér að okkur ógurlega slimug týpa, gull- bryddaður hist og her með flöktandi augnaráð, hreint klipptur út úr lélegum reyfara, og býður okkur hótel- herbergi. Það átti að kosta 30 þús. lírur og við gátum 28 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.