Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 29
Nokkuð var af fólki í skálanum og við svona aðstæður er það óhjákvæmilegt að fólk sé vakið, a. m. k. til að færa sig saman, svo að hrakningsfólkið geti komið sér fyrir. Flestir kusu að taka sig saman og flytja sig niður í Hvítárnes en við vissum að sá skáli var ósetinn. Þarna var líka sofandi Jóna Sigríður, hestakonan velþekkta. Hún fór á fætur og fór að huga að hesti sínum en kom svo ekkert inn aftur. Hún segir í nýútkominni bók sinni að ég hafi rekið sig út ásamt öllum hinum sem fyrir voru í skálanum. Þetta er nú ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Hún gat vel fengið að vera áfram i skálanum en það er augljóst að ekki gat verið mikið um svefnfrið þegar svona hópur, líklega um 20 manns, kom inn með allt sitt hafurtask um miðja nótt. Gísli fór með bílstjórann okkar niður í bíl sinn og sagði honum hvað gera mætti bílnum til bjargar. Bílstjórinn kaus samt að gera ekkert af þessu, enda var hann heldur illa í slarkið búinn. Það varð því úr að “ Gísli sótti sinn hóp norður á Hveravelli og hélt til byggða samkvæmt áætlun þeirra. Bílstjórinn okkar fór með þeim niður að Gullfossi og skyldi hann útvega annan bíl til aðsækja okkur upp í Kerlingarfjöll. Áfram hélst grenjandi rigning allan sunnudaginn. Einhverjir bjuggu sig til gönguferðar en komu brátt aftur meira blautir en þurrir. Við héldum því kyrru fyrir í skálanum allan daginn og fram á kvöld. Við vissum ekkert um framgang mála í bilaleit fyrir okkur. Um miðnætti kom loks bíll að sækja okkur og eftir að bilstjórinn hafði fengið svolítið að borða ókum við sem leið liggur til Reykjavíkur. Þangað komum við um fótaferðartíma og fóru víst flestir beint til vinnu sinnar þann morgun. Svo var um mig en ég var allur lurkum laminn eftir þessa þrekraun mina sem er sú versta sem ég hef lent í á ferðalögum. sagt hlæjandi að því hefðum við ekki efni á. Þrem mínútum seinna birtist hann aftur og hafði þá „samið” við hótelið fyrir okkar hönd, við gætum fengið herbergið fyrir þrjú þúsund lírur. Mér þótti grunsamlegt hvað hótelið var almennilegt og afþakkaði enn. Fannst við myndum vera öruggari á tröppum járnbrautarstöðvarinnar innan um alla hina puttalangana. Sá slimugi varð óður og reyndi nánast að þvinga okkur til að taka boðinu. Hann var orðinn illilega ágengur þegar ég spurði hvernig hvita þrælasalan gengi þessa stundina. Þá ruddi hann úr sér fúkyrðum og hvarf. Lögreglan kom svo aftur og sendi okkur að tala við félaga sinn á járnbrautarstöðinni sem þverbraut allar starfsreglur og benti okkur á tóma lest sem stóð opin. Þar sváfum við á flaueli á fyrsta klassa og rétt náðum að vakna áður en lestin renndi úr hlaði til Padúa. Ég fullyrði ekki að þessi vemmilegi karakter hafi verið umboðsmaður einhvers olíufursta en ég er viss um að við hefðum komið út úr „hóteldvölinni” fátækari og flekaðri. Það er fyrsta boðorðið í svona ferðalagi að afþakka öll grunsamlega hagkvæm tilboð og að halda sig innan um hinn stóra hóp eins staddra ferðalanga sem sofa í biðsölum eða á kirkjutröppum, þar er maður öruggastur. Annað boðorð er að fylgjast grannt með hvað maður lætur í sig á veitingastöðum þvi að um leið og maður innbyrðir einn bjór er reynt að láta mann borga fyrir meira en maður fékk. Það þriðja og alls ekki áriðandi er að sauma íslenska fánann á bakpokann og hafa meðsér litið Evrópukort. Fáninn vekur forvitni og umræður og þarna suðurfrá veit enginn að þetta útsker er til, hvað þá hvar það er. Og oft er enginn endir á hvað fólk vill gera fyrir þessa undarlegu ljósu eskimóa. Snjólaug Bragadóttir rithöfundur: 17 dagar I „víti" Það sem ég ætla að kalla erfiðasta ferðalag mitt er í rauninni lítill hluti af miklu lengra ferðalagi fyrir sex árum. En þá sautján daga sem þessi áfangi tók vildi ég ekki lifa aftur, hvað sem í boði væri. Lagt var úr höfn í Honolulu á Hawaii-eyjum 25. mars 1973 í 25 stiga hita og blíðu. Farkosturinn var splunkunýr, íslenskur togari, teppalagður I hólf og gólf og öllu líkari hóteli en togara. Haldið var út á spegilslétt Kyrrahafið og stefnan tekin I suðaustur, til Panama. Alla leiðina hreyfði hvorki vind né sjó og sólin skein nálægt hvirfilpunkti guðslangan daginn. Auk þess voru góðar birgðir af bjór um borð. Yfir hverju skyldi manneskjan vera að kvarta!? Til að einhver geti ef til vill skilið vanlíðan mína verð ég víst að taka fram að mér er letilif i sól og hita álíka óeðlilegt og búskmanni úr Afríku að klofa snjó- skafla. Fyrstu 2-3 dagana leið mér bærilega, hafði keypt birgðir af bókum I Honolulu og lá inni og las lengst af. En hitinn hækkaði stöðugt og þrátt fyrir ágæti þessa litla skips vantaði í það loftkælingu. Allar gáttir voru opnar en kom fyrir ekki því alls staðar var sama loftið, heitt, rakt og þrúgandi. Lofthitinn fór að nálgast 40 stig, sjórinn var orðinn 37 stig og vatnið í köldu sturtunni líka, auk þess sem það var farið að gefá frá sér vægast sagt óyndislega lykt, og þá var fokið í flest skjól. Nú var bara að þrauka, klístraður af svita, án þess að geta þvegið sér almennilega. Lesmálið gekk fljótt til þurrðar og þegar ekkert var lengur við að vera fór mér að líða verulega illa. Aðgerðaleysið, tilbreytingarleysið og hitinn var hreint að gera út af við mig. Ég var reyndar alls ekki ein um þetta en flestir þoldu þó hitann betur. Algengustu setningar um borð þessa dagana voru: — Ég held ég verði vitlaus, — ég get ekki haldið mér vakandi eða — ég get ekki sofið. Einu sinni ætlaði ég að reyna að sofa úti á þiljum, i þeirri von að eitthvað svalara væri að næturlagi. Það reyndist síður en svo og ég varð gripin köfnunartil- finningu eftir stutta stund þvi annað eins kolamyrkur er varla hægt að ímynda sér og þarna rikir. Nóttin dettur á eins og hendi sé veifað og er svo svört að maður sér ekki hvitt blað við nefið á sér. En stjörnu- dýrðin á engan sinn líka. Litli ísskápurinn í eldhúsinu puðaði af öllum mætti nótt og dag en hafði ekki undan að kæla bjór og gos- drykki, þó hann væri orðinn rauðglóandi. Það kom líka fljótt í ljós að verra en ekki var að drekka kalt. Að visu var himneskt að renna því niður en andartaki seinna stóð svitinn í bogum út um hverja svitaholu og handklæðið, sem ég gekk yfirleitt með um hálsinn, var alltaf blautt. Ég var með garn og reyndi að hekla en bara áreynslan við að einbeita sér í þessum hita olli því að ég svitnaði enn meira. Út vogaði ég mér ekki því þeir sem það gerðu, þótt kappklæddir væru, fengu ljót brunasár á örskammri stundu ef einhvers staðar skein í beran blett. Ég tók því til bragðs að leggjast í koju, undir sæng, og reyna að hugsa eitthvað skemmtilegt. Þetta varð að eins konar móki þar sem ég sá alls kyns kræsingar, súran hval, skyr með rjóma, harðfisk og ískalda mjólk Snjólaug Bragadóttir svífa um I hitamóðunni. Æðsta sæla, sem ég gat ímyndað mér að væri til á jarðríki, væri sú að sitja úti í snjóskafli og éta súran hval af öllum kröftum. Mig dreymdi verulega umtalsverða, norðlenska stórhríðen hefði gert mig harðánægða með venjulegt, reykv.ískt sumar með sinni suddárigningu. Þegar ég var best vakandi og búin að fullvissa mig um það einu sinni enn. að ég væri ekki ennþá gengin af vitinu, stytti ég mér stundir með því að rifja upp Gunnarshólma, Fjallið Skjaldbreið og fleiri gríðarlöng kvæði sem ég lærði forðum I barnaskóla. Þegar fór að síga á seinasta hluta áfangans var ég orðin grútmáttlaus I öllum skrokknum og svo lömuð andlega að mér hefði verið hjartanlega sama þó ég hrykki endanlega upp af á næstu mínútum. Þegar við nálguðumst land lagðist mistur yfir svo sólin brenndi ekki eins. Jafnframt varð loftið enn rakara en þó bráði aðeins af mér við þetta. Loks vorum við að nálgast „siðmenninguna” svo ekki varð um villst. Henni fylgdi fýla, sem barst langt á haf út, ásamt plastbrús- um, dósum og spýtnarusli. Öllu þessu fagnaði ég inni- lega því það sannaði að innan fárra daga yrði stefnt norður á bóginn, Atlantshafsmegin, heim i hinn himneska, íslenska vetur. 28. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.