Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 35
Fimm mínútur med ^ WILLY BREINHOLST BANNAÐ AÐ ÓNÁÐA FORSETANN Það ríkti alger þögn í aðal- bækistöðvum forsetans, jafnt í skrifstofuherbergjum embættis- mannanna sem og ritaranna. Forsetinn hafði með eigin höndum fest upp skilti á hvít- lakkaða vendihurðina sem skildi skrifstofu hans frá umheim- inum. Á skiltinu, sem hékk snyrtilega á gullnum hurðar- húninum, stóð: Forsetinn óskar eftir því að verða ekki ónáðaður — þögn! Og þögnin var svo mikil að það hefði mátt heyra mús anda. Þegar forsetinn heimtaði þögn þá merkti það með öðrum orðum að hann væri að hugsa, og þegar forseti hugsar þá má ekki fyrir nokkurn mun trufla hann. Öllum sem vildu ná tali af honum var vísað á braut, ráðherrum, hershöfðingjum og hreint út sagt öllum hvaða nafni sem þeir nefndust, meira að segja sjálf forsetafrúin fékk ekki einu sinni að ná sambandi við mann sinn. Hann var að HUGSA. — Þögn! hvísluðu allir — forsetinn er að hugsa. Og allir læddust um eins og hræddir hundar og sumir þorðu varla að anda. Þeir sem voru í skóm sem brakaði í urðu að gjöra svo vel að fara úr þeim, ef einhver þurfti að hósta var sá hinn sami umsvifalaust sendur út á næsta götuhorn til að gera það og ef einhver skrifaði með penna sem heyrðist óeðlilega mikið í varð hann einfaldlega að hætta að vinna þar til forsetinn hafði lokið sér af með hugsanir sínar. Allir óttuðust það mest að forsetinn myndi óforvarandis þeyta hvítlökkuðu vendi- hurðinni upp og æpa einhvern fjandann fram á ganginn. Það kom að vísu sárasjaldan fyrir, en þegar það gerðist þá vildi forsetinn sjá viðbrögð á stund- inni, fá svar við spurningu sinni án tafar eða að leyst yrði úr vandamáli hans hvað sem það nú var í það og það skiptið. Þetta var einn af þessum dögum þegar það lá í loftinu að nú myndi það gerast. Og það gerðist. Forsetinn reif upp hurðina með feikilegum látum og öskraði fram á ganginn: - AGUA! Ekkert annað — aðeins þetta eina orð, AGUA. Og vendi- hurðin á skrifstofu forsetans skelltist aftur jafn snögglega og hún hafði opnast. — Þessar bölvuðu skamm- stafanir, hvíslaði ráðuneytis- stjórinn að skrifstofustjóranum — ef hann aðeins hefði öskrað SÞ, WHO, FAO, EBE, EFTA eða UNICEF, þá hefði ég getað gefið honum svar á minútunni, en AGUÁ! Það segir mér ekkert. — AGUA, sagði siðameistar- inn og velti orðinu uppi í sér. Það gæti verið eitthvað með Agricultur . . . öh. . . Agricultural. General United Association ... Landbúnaðarins almennu sameinuðu samtök . . . — það^er eitthvað sem heitir það, er það ekki? — Finnið allt sem til er um landbúnað, skipaði ráðuneytis- stjórinn í öryggisskyni. Allt var tínt til og skrifstofu- stjórinn fór skjálfandi á beinunum með allan bunkann inn til forsetans. Þar stóð hann ekki lengi við og var vísað umsvifalaust á dyr. Pappírs- bunkann um landbúnaðinn fékk hann i hnakkann um leið og hann gekk út. — Þetta kom landbúnaði ekkert við, sagði hann og byrjaði að tína pappírana upp af gólfinu — það er alveg öruggt! Þessar fáránlegu og fíflalegu alþjóða- skammstafanir eru og hafa alltaf verið til bölvunar. Það skilur enginn í þeim. OEEC! NATO! WAFU! NASA! UNRRA! EPU!, og svo þetta andskotans AGUA! — Hringið í IACTA og spyrjið hvort þeir kannist við AGUA, skipaði ráðuneytis- stjórinn. Það var hringt í IACTA, en þar kannaðist enginn við neitt. — Reynið þá að hringja í DEA, hélt hann áfram. Það var gert en með jafnlitlum árangri. Allt starfsfólkið var nú byrjað að naga á sér neglurnar. — Er ekki eitthvað til sem heitir Atomic General Union of America? stakk ráðuneytis- stjórinn upp á í örvinglan sinni. — Það hljómar vel! klingdi í skrifstofustjóranum. Farið inn til hans og athugið hvort það er það sem hann vantar. Þeir sem stóðu næstir hvít- lökkuðu vendihurðinni færðu sig fjær henni — þeir höfðu lítinn áhuga á að segja forset- anum frá þessari nýjustu tillögu ráðuneytisstjórans. I sömu andrá barst siguróp úr barka yngsta starfsmannsins á skrifstofunni — hann var nýbyrjaður og hafði lítið haft sig í frammi, nema hvað hann var alltaf að glugga í alfræði- orðabækur. Allt starfslið skrifstofunnar kastaði sér yfir hann og reyndi að þagga niður í honum með sussum og pústrum. — Suss! Forsetinn er að HUGSA! — Já, en ég er... ég er búinn að komast að því hvað AGUA merkir! Fólkið sleppti honum samstundis og virti hann fyrir sér með efablöndnu augnaráði. Óbreyttur skrifstofumaður sem varla gat lesið sitt eigið nafn. Varla gat hann verið betur að sér í alþjóðlegum skamm- stöfunum en allir skörpustu heilar ráðuneytisins saman- lagðir. Það var óhugsandi! — All right! sagði skrifstofu- stjórinn, farðu bara inn til forsetans og segðu honum vís- dóm þinn .. . ef þú þorir! En þú veist að hann lætur skjóta þig við sólarupprás á morgun ef þú ert að ónáða hann með einhverri vitleysu. Unga skrifstofumanninum var fullkunnugt um áhættuna, en þrátt fyrir hana gekk hann að hvitlökkuðu vendihurðinni, drap kurteislega á dyr og smeygði sér inn fyrir. — AGUA, sagði hann þegar forsetinn leit upp, AGUA er eld- fjall í Guatemala í Mið- Ameríku. — Þakka þér kærlega fyrir elsku vinur, sagði forsetinn. Ég geri þig hér með að ráðuneytis- stjóra af fyrstu gráðu. Er AGUA eldfjall? . . . merkilegt! Átta stafa orð, eldjall, það passar. Þá er þessu loks lokið. Krossgátan hjá forsetanum hafði gengið upp! 28. tbl. Vtkan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.