Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 48
Stef sagöi alltaf að hann vildi deyja standandi. Og ég hjálpaði honum til þess.” Hann hallaði sér upp að hurðinni og starði út en sá ekkert nema sársaukafullt andlit Stefs og heyrði lokaorð hans: „Farðu, Nicky! Farðu!” Hugrenningar hans voru truflaðar þegar Lilli hrópaði upp. „Nick! Bensínmælirinn! Hann er orðinn vitlaus!” Nick leit niður. Bensínið var næstum búið. „Hann ætti að vera nærri fullur,” sagði hann og hallaði sér yfir Barböru Farson til þess að sjá á mælinn. Hann stundi þegar honum datt skýringin í hug. „Stansaðu, Lilli. Strax!” „Hvað er að, hr. Dexter?” spurði Barbara Farson áhyggjufull. Nick svaraði henni ekki fyrr en Land- Roverinn hafði numið staðar og hann var búinn að athuga bensíntankinn. „Leki!” hreytti hann út úr sér. „Ein kúlan, sem við stöðvuðum, hefur rifið tankinn. Lilli, komdu með varabrúsana, fljótt!” Meðan mennirnir tveir voru að fylla tankinn með aukabensíninu beið Barbara óttaslegin í bilnum. Þau voru í miðju fátækrahverfi og hópur forvit- inna og subbulegra Afríkumanna safnaðist í kringum Land-Roverinn. Visinn gamall maður með hvíta skegg- brodda og skakkar og brotnar tennur kom á gluggann. Hann horfði á hana hatursfullu augnaráði. Hana hryllti við og hún óskaði þess að mennirnir tveir yrðu fljótir. Þá heyrðist hvöss skipandi rödd Nicks sem fékk hópinn til þess að dreifa sér í þó nokkurra metra fjarlægð. Hún skildi ekki málið, sem hann notaði, en meiningin var skýr. Henni var illa við hroka hans en henni létti þegar hann var aftur sestur við hlið hennar og stóri maðurinn var sestur við stýrið. „Hvert erum við að fara?” spurði hún þegar þau voru komin út úr kofa- þyrpingunni. „Til Lokatuluhæða,” svaraði Nick og benti beint áfram á bláar sindrandi hæðirnar. „En við ættum að stefna í suður, til landamæranna,” andmælti hún. Þessi vegur er beint í austur frá Njongwe, í átt til strandar.” „Það er rétt, frú Farson. En áður en við skildum við mann yðar áætluðum við að taka á okkur stóran krók. Við verðum að forðast aðalþjóðveginn. Og það er engin leið að yfirgefa landið á sama hátt og við komum inn í það.” Fýld á svip hallaði hún sér aftur í sætinu. Spenna hennar var allt eins mikið þessum Dexter að kenna eins og aðstöðu þeirra. „Hvað með gatið á bensíntanknum?” spurði hún þá. „Við tróðum i það. En það lekur enn.” „Hvað gerist þegar...?” „Þegar við verðum bensínlaus?” Hann sá fyrir svarið við spurningu hennar. „Þá erum við án farartækis.” Hann þagnaði og starði á hæðirnar framundan. „Þér hafið rétt til þess að vera ótta- slegin, frú Farson. Gerið yður engar grillur um framtíðokkar.” Það varð augnabliks þögn, en síðan spurði frú Farson hvassri röddu. „Hvers vegna vilja þeir drepa yður, hr. Dexter?” Hann hló gleðisnauðum hlátri. „Við erum málaliðar og í upprennandi afrísku ríki rétt eftir valdarán. Reynið að reikna dæmið sjálf, frú Farson.” Hún hleypti brúnum. „Svo þið eruð launaðir morðingjar? Lukkuriddarar? Báðir?” „Eiginmaður yðar virtist fús til þess að ráða okkur, frú Farson.” „Hann hlýtur að hafa verið örvinglaður, hr. Dexter.” Hann leit kuldalega á hana og reyndi ekki að dylja andúð sína. „Hann hlýtur að elska yður mikið, frú Farson, úr því hann leggur slíkt á sig.” Svipur hennar breyttist. Nick gat ekki áttað sig á henni en hún jafnaði sig fljótt. „Að hugsa sér, leigja málaliða!” „Við áttum að vera í veiðiferð,” sagði Nick þurrlega. „Nú erum við bráðin.” Lilli þrýsti óþolinmóður á flautuna. Rétt fyrir framan þau voru tveir vöru- bílar hlaðnir grænum banönum og vögguðu á miðjum moldarveginum. Lilli lá á flautunni uns þeir færðu sig nóg til þess að hann komst fram hjá þeim. Báðir afrísku ökumennirnir létu stóryrði fjúka á eftir þeim þegar Lilli ók fram hjá. „Þetta land!” rödd Barböru Farson var napurleg. „Það er svo fallegt, en samt svo Ijótt, svo mikið af vondum mönnum!” Nick var ekki viss um hvort hún væri að hefja samræður. „Hvers vegna voruð þér hér svo lengi?” spurði hann. Hún yppti öxlum. „Ég átti ekki margra kosta völ,” sagði hún fýld. Nick hugsaði um þetta meðan hann kveikti í tveim" vindlingum. Hann rétti Lilla annan, síðan hikaði hann. „Vindling, frú Farson?” Hún lét sem hún sæi ekki vindlinginn sem hann rétti henni. „Ég held ég myndi þiggja einn, þakka yður fyrir.” Nick tók pakkann upp aftur og bauð henni úr honum. Síðan kveikti hann á kveikjaranum. „Þakka yður fyrir.” Hún hallaði sér aftur og dró djúpt að sér reykinn. Hún blés honum frá sér um leið og hún hélt áfram. „Haldið þér að við séum örugg núna?” „Örugg!” Nick setti upp fyrirlitningar- svip. „Það kemur svo mikið ryk aftur úr okkur að við gætum allt eins sent þeim reykmerki.” „Hver er þá tilgangurinn?” spurði hún vonleysislega. „Þér gætuð látið mig úr.” „Þér eruðekki fangi, frú Farson.” „Hvað er ég þá? Það eruð þér sem eruð í hættu, hr. Dexter. Ekki fór ég yfir landamærin. Það er ekki eins og lagt hafi verið fé til höfuðs mér eða því um líkt.” Lilli hló hæðnislega. „Frú Farson,” útskýrði hann, „við tókum þetta starf að okkur vegna þess að það átti að vera öruggt. Eiginmann yðar langaði mikið til þess að fá yður aftur. Á vissan hátt setti hann fé til höfuðs yður. Nú verðum við svo sannar- lega að vinna fyrir kaupinu okkar.” Hún horfði hvasst og lengi á hann áður en hún sneri sér að Nick. „Ég skil. Þér verðið að koma með mig lifandi, annars fáið þið ekkert borgað. Er það svoleiðis?” „Án allra málalenginga, frú Farson — já.” Nasavængir hennar þöndust út. Hún ætlaði að svara í sömu mynt, þegar Nick varð órólegur. Hann horfði í spegilinn og sagði hvíslandi. „Lilli, hafðu ekki áhyggjur af bensíninu núna. Gefðu vel í. Ég held að við séum að fá félagsskap.” Hann fleygði frá sér vindlingnum og hallaði sér út um gluggann aftur. Hann kom strax inn aftur. „Þyrfa!” hvæsti hann. „Þeir hafa komið auga á okkur úr lofti.” „Eruð þér viss, hr. Dexter? Kannske það sé ekki...” „Ég er viss,” urraði hann. „Eltinga- leikurinn er byrjaður, frú Farson. Spennið greipar eða leggist á bæn. Ef við komumst ekki upp í hæðirnar...” Suðandi hávaði þyrlunnar var rétt fyrir ofan þau. Þyrlan virtist hanga rétt fyrir framan þau, dynurinn minnkaði. Framhaldí næsta blaði. VERIÐ VELKOMIN TIL HORNAFJARÐAR Bflaleiga Hornafjarðar Hornafjarðarleið sf. SHELL-Söluskálinn Veitingastofan Hérinn Útvegum gistingu Sendibflar Opið 9-11,30 ALLT Á SAMA STAÐ! Hafnarbraut 38 Sími 97-8121 48 Vlkan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.