Vikan


Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 12.07.1979, Blaðsíða 62
sem eyðir flösu í raun og veru. íslenskar leiðbeiningar á flöskunni. Crisan flösusjampó fæst í apótekum, snyrtivöruverslunum og flestum matvöru- verslunum. HALLDÓR JÓNSSON HF. Dugguvogi 8 PÓSTURIM Á ég að strjúka? Þannig er mál með vexti að ég er 13 ára gömul og það er erfitt heimilislíf hjá mér. Ég er búin að vera með strák í ár. Fyrstu ellefu mánuðina var ég með honum, án þess að mamma og pabbi vissu um það. En svo núna komust þau að því. Fyrst vildi ég ekki að þau kæmust að því, því að hann er 17 ára og mamma hefðisagt: „ Veistu að þú ert barn?” Pabbi hefði sagt: „Þú ert bara barn, en hann er að verða fullorðinn!" En þú hlýtur að skilja það, að ég vil ekki hætta að vera með honum ogég geriþaðekki (Ég er ófrísk eftir hann). Kæri póstur, birtu þetta fyrir mig. Þakka gott efni í Vikunni. Bæ, bæ. E.H. Því miður, Pósturinn er á sama máli og mamma þín og pabbi, þú ert alltof ung til að vera með strákum í föstu sambandi, hvað þá þetta eldri. Hann er orðinn sautján ára og á að vita að það varðar við lög að vera með stúlku, sem er þetta yngri. Það eru ekki margir staðir, sem þú getur strokið til, ef þú ert raunverulega barnshafandi, svo líklega hafa viðhorf þín breyst allverulega. Nú verður þú að reiða þig á foreldrana í auknum mæli, því þú ert alltof ung til að komast í gegnum erfiðleikana ein og óstudd. Gerðu ekkert í fljótfærni, þvi það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hvaðáégaðgera Elsku Póstur. Ég er að deyja úr ást, en þori ekki að biðja hann urruað byrja með mér. Elsku Póstur, Viltu segja mér hvernig ég á að fara að því? Ég vona að Helga sé ekki við. Þakka fyrir gott efni í Vikunni. Takk fyrir birtinguna. Ein sem er að deyja úr ást. E.R.H. Það er nokkuð öruggt að þegar þetta svar birtist átt þú í mestu erfiðleikum með að rifja upp, hver það var, sem þú hafðir í huga þegar þú skrifaðir Póstinum. Á þessum aldri er lika jafnvel betra að ekkert verði úr neinu sambandi, því það er óneitanlega spennandi að elska einhvern úr fjarlægð. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og þvi ættir þú að varast að kyní!8|» piltinum betur. Það er ekki nokkur vafi á að með tímanum koma svo einhver ákveðin kynni við þann, sem þú hefur í huga á þeim tíma, svo þú skalt njóta frelsisins á meðan það gefst. Hvað er þetta líkamlega eða sálarlega? Kæri Póstur! Ég veit varla, hvort þú getur svarað spurningu minni, sem ég líka dauðskammast mín fyrir að leggja fyrir þig, og ekki þori ég fyrir mitt litla líf að leggja hana fyrir lækni. Ég ætti sjálfsagt að bíða, þar til ég er eldri, en ég er tæplega 18 ára, og í tæp þrjú ár hefur þessi spurning legið mér á hjarta, ósvöruð. Hvað er þetta líkamlega eða sálarlega, sem getur komið í veg fyrir, að ég fái fullnægingu? Ég hef verið með fjórum strákum styttri ogskemmri tíma, við höfum alltaf notað öruggar getnaðarvarnir, pilluna eða smokk svo varla er það ótti við að verða ólétt. Eg leyfi mér líka að efast um reynsluleysi þeirra nema í einu tilfelli. Af þeim fimm vinkonum mínum sem ég hef talað við um þetta, voru þrjár þeirra sem aldrei höfðu fengið fullnœg- ingu. Þær voru á aldrinum 17-19 ára. Að lokum, er aðeins hœgt að útskrifast sem kokkur frá Hótel- og veitingaskólanum? Er ekki t.d. hægt að vera á samningi á matsölustað og læra íIðnskólanum? Með fyrir- fram þökk fyrir svarið og birtinguna. P83600A P.S. Er ekki hægt að fá Vikuna í í svona hálft ár (og borga það bara), gerast síðan áskrifandi ef manni líkar hún? Ef þetta er hægt myndi ég gjarnan vilja fá hana senda. Það er reyndar vandséð fyrir hvað þú ættir að skammast þín, þótt þú legðir þessar spurningar fyrir lækni. Hins vegar er skiljanlegt að þú getir verið feimin við það, en þó hefðir þú átt að bíta á jaxlinn og fá þau svör, sem þú þarfnast. Hvort um eitthvað líkamlegt er að ræða getur Pósturinn ekkert sagt þér, en þó er mun sennilegra að þarna valdi einungis aldur þinn og sambandsleysi við mótaðilann. Það er mjög algengt að konur fái lítið sem ekkert út úr samförum fyrr en um fast samband við sama karlmanninn er að ræða, og þá í nokkuð langan tíma. í því sambandi koma inn í ýmis atriði, sem eru mjög einstaklingsbundin og því erfitt að svara til um i bréfadálki. Gættu þess að hafa ekki óþarflega miklar áhyggjur af þessu, því það gæti aukið vanda þinn til muna. Samkvæmt upplýsingum frá Iðnskólanum mun ekki vera mögulegt að læra þar og Hótel- og veitingaskólinn það eina sem fært er á þessu sviði. Gerist þú áskrifandi að Vikunni er það á engan máta bindandi, þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er. Viljir þú fá hana senda í hálft ár þarf ekkert annað að gera en slá á þráðinn til skrifstofanna, sem eru í Þverholti 11, sími 27022. Eftir hálft ár getur þú síðan hringt aftur og sagt upp áskriftinni ef þér hentar. 62 Vlkan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.