Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 9

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 9
voru síðan veitt 9 aðilum. Leyfunum fylgdi sú kvöð að bora samtals meira en 30 holur til olíuleitar. Það var hreint ekki svo ódýr kvöð því kostnaður við hverja borholu í Norðursjó er 20-70 milljónir norskra króna. Boranir hófust sumarið 1966. Vorið 1968 höfðu verið boraðar nokkrar holur á landgrunninu án þess að olía eða gas fyndist og sumir leyfishafar voru að því komnir að missa móðinn. Því ákvað iðnaðarráðuneytið að auglýsa fleiri skika til umsóknar og 14 nýjum var úthlutað til 6 leyfishafa. Það ríkti ekki sérlega mikil bjartsýni á því að það fyndist yfirleitt nokkur olia þegar Philips rakst loks á olíu á svonefndu Ekofisksvæði á aðfangadagskvöldi 1969 en þeir höfðu þá þegar borað 43 tilraunaholur án árangurs. En eftir þessa síðar mjög svo umdeilanlegu jólagjöf náttúrunnar var tekið til við leit af nýjum krafti og sá orkuskortur sem tók að segja til sín á árunum 1973-4 ýtti mjög undir þá þróun. Ekkert var eðlilegra en að Norðmenn leituðu i upphafi til erlendra fyrirtækja og þá einkum bandarískra með allt er varðaði þennan nýja iðnað þar sem þeir höfðu þá hvorki yfir þeirri tæknireynslu né því fjármagni yfir að ráða sem til þurfti. Þeir gerðu þó strax kröfur um það að ráðið yrði sem flest af norsku starfsfólki og a.m.k. Helstu olíu- og gaslirtdir, er fundist hafe é Norðursjávarsvœðinu. 60% af notaðri vöru og þjónustu yrði keypt af þeim. Síðan lögðu Norðmenn sífellt meiri áherslu á að taka sem mest af stjórninni í eigin hendur og stofnuðu í því skyni Olíustofnunina og Oliufélag rikisins sem tók til starfa 1973. Hlutverk Olíustofnunarinnar er m.a. að hafa umsjón og eftirlit með að öllum gild- andi lögum og reglum sé framfylgt í sambandi við olíuleitun og vinnslu, að safna saman og vinna úr gögnum og niður- stöðum hinna ýmsu rannsókna og skipu- leggja frekari olíuleitarrannsóknir. Oliufélag rikisins stendur hins vegar sjálft fyrir oliuleit og tekur þátt í borunum og vinnslu á olíu. Það gerist og stöðugt umsvifameira sem eignaraðili að olíulind- um. Á Statfjord svæðinu sem nú er talið auðugasta olíusvæði Norðmanna er eignarhlutur þess t.d. 50%. Olíufélag ríkis- ins verður einnig stærsti eignaraðili að þeim olíulindum sem kunna að finnast norðan 62° N. Olíugróðinn - blekking eða staðreynd? Fjölmiðlar hafa mikið rætt um það að olíuhagnaður Norðmanna hafi alls ekki orðið sá er búist var við. Þeirri spurningu er ekki svo auðsvarað því að líta verður á það dæmi frá svo ótalmörgum hliðum. Þegar hilla tók undir umtalsverðan hagnað af olíu á árunum 1974-5 voru Norðmenn enn það reynslulausir sjálfir að þeir urðu í því efni að treysta mest á spá þeirra olíufélaga er hlut áttu að máli. Það var auðvitað ekki nógu haldgott því að bæði er að olíufélögum hættir við of mikilli bjartsýni í slíkum spám og freistandi er að Ekofiskmannvirkin. 29-tbl. Vlkan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.