Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 11
Mistökin á Bravo Það hefur furðu lítið verið um slys á bor- pöllum í þessi 10 ár eða alls 3. Það veiga- mesta var olíulekinn (blow out) á Bravo 1977 sem vakti heimsathygli. Þar var svo sannarlega mannlegt kæru- leysi að verki, þarna brugðust 7 atriði sem reyndir menn hefðu átt að verða varir við löngu áður. Um 20 þúsund tonn af olíu runnu út i sjóinn og menn óttuðust afleiðing- amar. Slys á mönnum urðu engin. Rannsóknir hafa sýnt að olíuleki þessi olli engum skaða. Þessi olía er hrein náttúruframleiðsla (lífræn efnasambönd), 50% gufuðu hreinlega upp, örverugróður i sjónum sá um 25-30%, afgangurinn leystist upp og sökk til botns sem lífrænn úrgangur. Helst hefur verið óttast að olíuleki gæti eyðilagt fiskimið ef það gerðist á tíma fiski- gengdar. Að visu mundi fiskurinn bjarga sér en seiðin gætu eyðilagst þannig að heill árgangur af vissri tegund glataðist. Sú áhætta er samt ekki það mikil að Norðmenn séu ekki reiðubúnir að taka hana. Og þeir halda því fram að öryggið á borpöllunum sé nú það tæknilega fullkom- ið að þar geti ekkert slys orðið — nema fyrir mannleg mistök. Olíuleit norðan 62° N Hingað til hafa staðið yfir miklar for- rannsóknir vegna olíuleitar norðan 62° N. Gerðar hafa verið ýtarlegar bergmáls- mælingar, segulmælingar og þyngdar- mælingar, og menn hafa rannsakað mikil- væg undirstöðuatriði eins og hitastig sjávar, seltu, strauma, vindstyrk og vindáttir til að skapa þannig jarðfræðilega heildarmynd af svæðinu áður en hafist yrði handa. Það er margt sem gerir olíuleit og oliuvinnslu á þessum norðlægu slóðum mun erfiðari. Veðurskilyrði eru slæm, borað verður á miklu meira dýpi og hafísinn er erfiður viðureignar. Áætlað er að kostnaður við hverja holu verði 120-150 milljónir norskra króna. í upphafi spáði enginn því að unnt yrði að byggja mannvirki sem stæðust skilyrði í Par Erik Björklund, blaöafulltrúi Phlllps. Norðursjó. Nútíma tækni hefur löngu afsannað þá kenningu og þróun hennar hefur orðið það ör að nú ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hafist verði handa norðan 62° N. Enda liggur fyrir að hafin verði olíuleit þar 1980 og að fengnu samþykki norska þingsins verða svæðin auglýst til umsókna. ísland er það jarðfræðilega ungt að þar hafa ekki skapast skilyrði fyrir olíumynd- un. Hins vegar hefur orðið landrek frá Grænlandi og til íslands hefur þannig rekið sneiðar sem eru jarðfræðilega eldri en sjálft landið. Ein af þessum sneiðum liggur m.a. norð-austur af Langanesi og í áttina að Jan Mayen. Jan Mayen hryggurinn er einmitt jarðfræðilega séð hluti af Grænlandi, til orðinn fyrir landrek, og rannsóknir benda til þess að ekki sé útilokað að þar finnist olía. Þessir sömu möguleikar gilda því líka fyrir Island og hver veit nema við verðum aðilar að oliuævintýrinu mikla? Og getum farið að láta okkur dreyma um að ráða til okkar sænskar vinnukonur eins og Norðmenn. Þórhallur Fr. Guðmundsson, sem á sinn snara þátt í þessari grein, lauk prófi sem tæknifræðingur frá tækniháskólanum í Bergen og lagði síðan stund á sjálfvirkni sem sérgrein. — Ég ætlaði að nota þessa menntun mína í sambandi við fiskiðnað, segir hann. — En það reyndist ekki tímabært, svo ég fór að leita fyrir mér annars staðar. Ég fékk sumarstarf á borpalli meðan ég var við nám og það vakti áhuga minn á olíutækni. Fyrirtækið sem Þórhallur vinnur hjá, Det Norske Veritas, fer með eftirlit á allri hönnun og smíði borpalla, fylgir þvi eftir að þar sé að öllu leyti farið að samkvæmt norskum lögum og reglum. Það hefur að baki sér öfluga vísindadeild sem vinnur á mjög þróuðum tæknigrundvelli. Þetta er óháð stofnun sem ver hagnaði sínum til menntunar og vísinda. Námskeið og kynningar eru mjög mikilvægur liður i þjálfun starfsfólksins því þróunin er svo ör. — „Náminu” er í raun og veru aldrei lokið, segir Þórhallur. Hann er kvæntur Herdísi Pálsdóttur, er starfar sem forstöðukona á barnaheimili og eiga þau 3 dætur. — Olíuvinnsla á hafsbotni á sér mikla Magne Nesvik. framtíð og á því sviði er ísland alls ekki úti- lokað, segir Þórhallur. — Að vísu er það nokkrum erfiðleikum bundið sakir mikils dýpis og hafíss, en sú tækniþróun sem hvað mest er lögð á áhersla núna er að byggja fjar- stýrðar olíuvinnslueiningar. Það hafa þegar verið byggðir pallar sem þola 300 metra dýpi og unnið er að köfun á sama dýpi. Það hljómar því alls ekki svo ótrúlega að ég geti í framtiðinni notfært mér menntun mína og reynslu i sambandi við olíuvinnslu í minu eigin landi. — En hvað sem því liður höfum við fullan hug á því að koma heim. Vinnustaður í Norðursjó Rætt var við tvo Islendinga sem stunda atvinnu sína á borpöllum í Norðursjó, þá Pétur Ottesen og Björn Aðalsteinsson. Pétur: Ég vinn sem kranastjóri á svokölluðum fljótandi palli á Ekofisk- svæðinu. Hann var áður notaður til borana á tilraunaholum. Síðan varð offramleiðsla á þessari tegund palla og nú er hann notaður sem hótelpallur. Þarna búa 240 manns og við liggjum að gangbrú yfir á pall sem heitir Edda. Ég vann áður á stærsta pallinum í Norðursjó, Statfjord A. Ég vinn í 16 daga og hef svo frí í 24 daga. Fastur vinnutími um borð er frá 6 á morgnana til 6 á kvöldin. Einnig má alltaf vekja mig ef þörf krefur. Björn: Ég er starfsmaður bandarísks fyrirtækis, Weatherford/Lamb og starfa við að setja fóðringar í borholur. Ég vinn ekki á sérstökum borpalli, heldur færi mig á milli eftir þörfum. Vinnutimanum er þannig háttað að ég á að vera til reiðu hvenær sem útkall kemur í tvo mánuði, en á svo þriggja vikna frí. Ég má þó aldrei vera lenguren 16 daga úti á palli í einu. — Ég hef líka unnið Englandsmegin, á Ninianpallinum sem telur 600 manns um borð. Norðmenn eru oft gagnrýndir af Englendingum og Bandaríkjamönnum fyrir að hafa sett svo strangar reglur um öryggi á pöllunum, að það sé nánast ekki tæknilegur möguleiki að vinna neitt um borð sé þeim fylgt út í ystu æsar. Margar af Ámi P. Ámason, skrHstofustjórí hjá Iflnaðar- réðuneytinu. 29. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.