Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 18
ævintýri barónsins. Naut hún þess kannski aö sjá bælt rúm hinnar hötuðu barónessu eftir hverja konuna á fætur annarri.cða naut hún innra með sér með þeim tveim, sem elskuðust. Ævilangt strit og þrælalíf virtist hafa drepið alla náttúru niður hjá henni sjálfri, en nú iðaði hún í skinninu. Hún blikkaði auga skilningsrík til kvennanna — það kom ný næstum hvert kvöld. Hún iðaði í skinninu eins og hórmangari, þegar hún sá sifellt ný og ný andlit. Hún naut þess að vera meðsek og svo virtist sem andrúmsloftið hefði sterk áhrif á til- finningar hennar, sem sífellt virtust glæðast. Crescenz varð sönn Leporella, lipur, þægileg og vel með á nótunum eins og káti þjónninn í óperunni. Áhugi hennar á gerðum barónsins og ástmeyj- anna varð áleitinn, hún varð forvitin, lasddist um og kíkti á skráargöt og hleraði við dyrnar, snuðraði í herbergj- unum og rúmunum. Hún var sífellt á þönum og hafði stöðugt vakandi auga með öllu sem gerðist. Þessi brennandi áhugi á öllu sem fram fór vakti hana sannarlega til lífsins. Nágrönnunum til mikillar furðu varð Crescenz allt i einu þægileg í umgengni. Hún spjallaði við vinnustúlkurnar, gantaðist við póstinn, tók torgsölukonurnar tali. Og rneira að segja heyrðist kvöld nokkurt söngur frá glugganum hennar, þar sem annars var alltaf hljóð — það var Crescenz sem söng. Hásri röddu raulaði hún söngva selstúlknanna i alpafjöllum. Hún hafði ekki sungiö síðan hún var barn, en nú reyndi hún á ný. Tónarnir bárust út i kvöldhúmið, óöruggir og titrandi. Söngurinn hljómaði framandlega og snerti viðkvæma strengi. Baróninn, sem var áhrifavaldurinn i þessari merkilegu umsköpun, tók minnst eftir henni. Enginn snýr sér eftir skugganum sínum, hann er trúr og tryggur á hælum manns. Stundum þýtur hann á undan, en sjaldnast athugar maður hin kynlegu form, sem hann tekur á sig. og leitar eftir sinni eigin mynd í skugganum. Baróninn tók ekki eftir öðru við Crescenz en að hún var alltaf til þjónustu reiðubúin, þögul, áreiðanleg og undirgefin. Og honum féll svo vel þögnin, þessi háttvísi á við- kvæmum stundum. Af og til lét hann falla vingjarnleg orð, rétt eins og þegar maður klappar hundi um leið og gengið er hjá. Stundum grínaðist hann svolítið við hana, kleip hana góðlátlega í eyrna- snepilinn, stakk að henni peningaseðli eða leikhúsmiða — smámunir i hans augum, sem hann hugsunarlaust fiskaði upp úr vestisvasanum, en helgur dómur í hennar augum, sem hún geymdi vand- lega í tréskríninu sínu. Brátt vandi hann sig á að hugsa upphátt, þegar hún var nærstödd — hann trúði henni fyrir sinum leyndustu hugsunum á þennan hátt. Hún lagði sig sífellt meira i líma að þóknast honum. Hún reyndi að geta sér til hvers hann óskaði, reyndi að vera á undan honum. Hún lifði lífinu i honum, augu hennar sáu fyrir hann, tilfinningar hennar hlustuðu fyrir hann. Af losta- fullri undirgefni lifði hún með og naut með honum i gleði hans og ástar- ævintýrum. Hún ljómaði þegar ný ástmey gekk inn yfir þröskuldinn, varð fyrir vonbrigðum og fannst hún svikin, ef hann kom einsamall á kvöldin. Áður hafði heili hennar verið tregur og seinn til, nú vann hann jafn hratt og vel og hendur hennar. Augu hennar höfðu fengið lif og geisluðu af hamingju. 1 þessu gamla útslitna, þreytta vinnudýri hafði vaknað lif, manneskja — frumstæð, innhverf manneskja, slungin og út undir sig, framtakssöm og óróleg. Dag nokkurn var baróninn snemma á ferðinni. Þegar hann fór framhjá eldhús- dyrunum stansaði hann furðu lostinn. Var einhver að hlæja og pískra i eldhúsinu, þar sem yfirleitt ríkti dauða- þögn? Rétt í sömu mund kom Leporella I dyragættina. Hún þerraði hendurnar á svuntuhorninu og sagði hálf vandræða- leg: „Herrann verður að fyrirgefa, en dóttir bakarans er inni. . .” Hún leit undan og stamaði: „Hana langaði svo til að hitta herrann.” Baróninn leit hissa upp. Hann vissi ekki hvort hann átti að reiðast eða hafa gaman af frumhlaupi hennar —, hún gekk næstum einum of langt til að þóknast honum. Gerðist til og með ástmangari. Svo stóðst hann ekki mátið: „Leyfðu mér þá að líta á hana.” Stúlkubarnið, Ijóshærð, sextán ára blómarós, sem Leporella hafði lokkað til sin með smjaðri og góðum gjöfum um skeið, kom nú blóðrjóð og flissandi fram í dyrnar. Crescenz ýtti henni áköf fram og klossað og feimnislega snerist stúlkubarnið í hringi framan við barón- inn, þennan glæsilega mann, sem hún margoft hafði í bamslegri aðdáun starað á gegnum búðargluggann hinum megin götunnar. Baróninum fannst hún indæl og stakk upp á þvi að hún drykki te með sér inni á herberginu hans. Stúlkan vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við slíku boði og ætlaði að snúa sér að Crescenz. En hún var i einni svipan komin inn í eldhúsið aftur og því var ekki annað að gera fyrir þessa rjóðu, forvitnu ungmey, sem búið var að teyma á glapstigu, en að þiggja þetta hættulega boð. Þó að Crescenz hefði tekið miklum breytingum og tilfinningar hennar í garð barónsins leyst úr læðingi áður duldar hvatir, var hugsun hennar aðeins bundin einu og allt annað gleymdist. Crescenz var altekin þörfinni að þjóna herra sínum i einu og öllu, hún tilbað hann eins og guð og gleymdi gjörsam- lega konu hans. Það var hræðilegt áfall, þegar baróninn kom dag einn inn með bréf í hendinni og sagði ólundarlega að nú yrði hún að gera hreint hátt og lágt, því kona sín væri væntanleg heim frá heilsuhælinu. Það þyrmdi yfir Crescenz, hún stóð náföl meö galopinn munninn og starði angistin uppmáluð á húsbónda 18 Vikan 29- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.