Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 19
sinn. Fréttin var eins og hnífsstunga. Hún var svo angistarfull og miður sín, að baróninum fannst hann verða að hughreysta hana aöeins: „Þú virðist heldur ekkert sérstaklega kát, Cenzi. En það er vist ekkert við þessu að gera.” Steinrunnið andlitið starði á hann, en smám saman steig roðinn i kinnunum, krampakenndir kippir fóru um líkamann og varirnar geifluðust af áreynslu. Loksins hvaesti hún milli samanbitinna tannanna: „Það.... það..... verður... verður áreiðanlega hægt að gera eitt- hvað...” Orðin hrutu hart og hatursfullt eins og banahögg. Andlit hennar var svo illúðlegt, að baróninn hörfaði ósjálfrátt. En Crescenz hafði snúið sér að pottin- um, sem hún var að skrúbba, og hamaðist nú af öllum kröftum. Þegar frúin kom heim skall storm- urinn aftur á. Hvínandi hvæsti hann gegnum herbergin, skellti hurðum að stöfum og þyrlaði burtu notalegu and- rúmsloftinu, sem ríkt hafði í íbúðinni undanfarið. Kannski hafði frúin eitthvert veður af þvi sem gerst hafði i fjarveru hennar. Slúður nágrannanna eða einkabréf höfðu kannski sagt henni hve skammarleg framkoma manns hennar hafði verið. Eða kannski gramdist henni framkoma hans, þegar hann tók á móti henni. Honum tókst ekki að dylja óbeit sína og gremju. Dvöl hennar á heilsuhælinu virtist ekki hafa bætt henni neitt, taugarnar voru jafnvel ennþá verri, það gekk ekki á öðru en hót- unum, krampakenndum gráti og móðursýkislegunt rifrildisköstum. Ástandið fór dagversnandi. 1 nokkrar vikur stóð baróninn af sér alla storma og hlustaði þolinmóður á ásakanir og rifrildi konu sinnar. Hann brynjaði sig gegn henni og svaraði með undan- brögðum eða hughreystingarorðum hótunum hennar um skilnað eða að hún myndi skrifa foreldrum sinum. En um- burðarlyndi hans og kuldaleg rósemi jók aðeins á taugaóstyrk þessarar vina- lausu konu, sem fannst hún umkringd óvinum. Crescenz hafði aftur múrað sig bak við vegg þagnarinnar. En nú var þögnin áreitin og hættuleg. Þegar frúin kom heim kom hún ekki út úr eldhúsinu, og þegar kallað var á hana inn, heilsaði hún ekki. Stíf og þvermóðskuleg á svip stóð hún frammi fyrir húsmóður sinni og svaraði svo þurrlega öllum spurningum hennar, að barónessan missti fljótt þolinmæðina og sneri sér frá henni. En hatursfullt augnaráð Crescenz var eins og rýtingsstunga. Þessi hataða kona rændi hana réttinum að þjóna og dekra við húsbónda sinn. Hún hafði misst sitt góða gælunafn, Leoporella, og nú var henni ýtt til hliðar út í eldhúsið aftur að eldavélinni. Baróninn gætti þess að láta sem hann tæki ekki eftir Crescenz þegar kona hans sá til. En oft þegar hann var dauðþreyttur á rifrildi og skarkala konunnar læddist hann fram í eldhúsið, fékk sér sæti á hörðum trébekknum og stundi: „Ég þoli ekki meira.” Þetta voru helgustu stundir Leporellu. Hún þorði ekki að hughreysta eða svara, sat bara þögul og innhverf i króknum sínum og gaut augunum til hans. Augnaráðið var þrungið meðaumkun og þjáningu. Þessi orðlausa samúð gerði honum gott. En um leið og hann fór út úr eldhúsinu, ummyndaðist andlit hennar, drættirnir urðu djúpir og hörkulegt samanbitið andlitið varð ógnvekjandi, sverar hendur hennar réðust af heift á verkefn- in sem biðu. Hún vann eins og berserkur til að fá útrás fyrir innibyrgða reiði. En að lokum skall óveðrið á, baróninn missti loksins þolinmæðina í einu viðbjóðslegu móðursýkis- og rifrildis- kasti frúarinnar, kastaði af sér grímunni, öskraði upp og þaut á dyr um leið og hann hvæsti: „Nú er ég búinn að fá nóg!” Hurðin fór aftur með svo miklum skarkala að rúðurnar glömruðu I glugg- unum. Sótrauður af vonsku æddi hann fram í eldhús til Crescenz: „Náðu í töskuna mína og byssuna á stundinni. Ég fer á veiðar og verð næstu viku. 1 svona helvíti gæti ekki einu sinni sjálfur djöfullinn hafst við! Þetta verður að taka enda.” Crescenz horfði aðdáunarfull á hann, nú var hann sannarlega herra aftur. Hláturinn iskraði I henni. „Það segirðu satt — þetta verður að taka enda.” Og titrandi af gleði og ákafa hljóp hún úr einu herberginu í annað og reif upp skápa og skúffur til að finna það sem hann þarfnaðist. Hver taug var þanin af spenningi og illgjarnri gleði. Nú fengi hún að finna fyrir því, frúin. Svo bar hún sjálf töskuna og byssuna niður að vagninum. En þegar hann leitaði orða til að tjá henni þakklæti sitt, leit hann skelkaður undan. Um samanbitnar varir hennar leið skyndilega þetta gamla óhuggulega glott. Honum varð ósjálfrátt hugsað til dýrs, sem undirbýr árás, þeg- ar hann sá þetta lymskulega andlit. Hún hneigði sig í auðmýkt og andlits- drættirnir milduðust um leið og hún hvislaöi hásri röddu: „Farðu bara! Ég skal sannarlega annast allt.” Þrem dögum síðar var baróninn kallaður heim frá veiðunum. Á stöðinni tók frændi hans á móti honum. Baróninn sá við fyrsta auglit, að eitt- hvað voðalegt haföi gerst, því frændinn var taugaóstyrkur og miður sín. Eftir dálítinn inngang sagði hann að barónessan hefði fundist látin í rúmi sínu um morguninn, herbergið hefði verið fullt af gasi. Því miður var ekki hægt að reikna með að þarna hefði orðið bilun í leiðslum, þvi að i maí hefði ofninn ekkert verið í notkun. Vesalings, óhamingjusama barónessan hafði tekið inn svefnlyf um kvöldið, svo allt benti til þess að hún hefði ákveðið að fremja sjálfsmorð. Framhald í næsta blaði. 29. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.