Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 27
ljósið og taka til morgunverðinn. Hún átti eplagrænan morgunslopp og mikið var hún falleg svona nývöknuð með hárið ýft og roða í vöngum. Hún gaf sér góðan tíma til að borða og Björn vissi upp á hár, að hún fékk sér ekki færri en þrjár ristaðar brauðsneiðar og tvo kaffi- bolla. — Því í ósköpunum býrðu ekki um rúmið þitt drengur eins og áður? spurði faðir hans. Ef ég get gert það, getur þú það líka. En honum var ómöguiegt að búa um rúmið og gefa Lísu auga samtímis. En það gat hann ekki sagt föður sinum. Lísa! Hann þekkti enga með þvi nafni. Það var faliegt nafn. Lísa Falk. Þetta var eins og nafn á leikkonu. En hún var hárgreiðslukona. Stundum gekk hann framhjá stofunni þar sem hún vann, og ef heppnin var með honum leit hún kannski upp og veifaði til hans með greiðunni. Já, þau tvö þekktust vel, jtað var nú líklega! Einn morguninn hafði hún opnað eldhúsgluggann og kallað halló yfir til hans. Hún hafði þá veitt honum athygli, kannski vitað það lengi að hann stæði á bak við gluggatjöldin og glápti á hana. Honum varð órótt innanbrjósts, kannski var þetta allt í lagi og hann hafði veifað hikandi til baka. x'EGAR fólk talar um maíregn dettur manni i hug milt gróðrarveður — og gieymir að rétt eins oft er þetta iskölc úrhellisrigning, sem streymir án afláts Síðla dags í maí kom hann að henni þai sem hún stóð rennandi blaut í skjól trjánna i garðinum. — Hvað heldurðu að hafi skeð, sagð hún hríðskjálfandi, ég gleymdi lyklunun mínum. Og ég hefi ekki hugmynd un hvar frú Anderson heldur sig. Hvað . ósköpunum á ég að gera? — Ég skal sjá hvað ég get gert, sagði hann mannalega og gekk yfir i garðinn, þó hann vissi reyndar ekkert frekar en hún, hvað til bragðs skyldi taka. Þau gengu saman hringinn í kringum húsið og athuguðu alla glugga og hurðir. — Æi, þetta er vonlaust, sagði hún, þú verður bara rennvotur. Hann hafði aldrei verið svona nærri henni áður. — Þú ert ágætur, sagði hún og strauk blautar hártjásurnar frá andlitinu á honum. Yfirleitt er ekki hægt að tala við stráka á þínum aldri, en mér féll vel við þig strax í upphafi. Honum fannst hann verða léttur eins og fis, sælutilfinning gagntók hann. Hann varð að sýna henni að hann var traustur og áreiðanlegur maður. Og allt í einu datt honum ráð í hug. — Baðherbergisglugginn! hrópaði hann æstur. Hann er opinn. Ég klifra upp. Hún greip í hann báðum höndum. — Ekki til að taia um, sagði hún skelkuð. Þú getur það ekki. Þú gætir dottið niður. Hvað heldurðu að pabbi þinn segði þá? Hann langaði mest til að segja henni, að þetta kæmi honum hreint ekkert við — þó svo Björn ætlaði að klifa Mont Everest gæti hann ekki stöðvað það. — Þetta er enginn vandi, sagði hann drýgindalega. Þetta tré er áreiðanlega fimmtíu ára gamalt og ber mig svo sannarlega. — Þú mátt þetta ekki, þetta er tóm vitleysa. Ég held ég geti beðið eftir frú Anderson. Hann fann snertingu handa hennar á handlegg og öxl, einhver óþekkt sælutilfinning gagntók hann. Sannarlega skyldi hann nú sýna henni, að hann kæmist upp tréð og inn um gluggann án þess að hrapa niður, hann var enginn smákrakki. Hún var hrædd um hann! Hrædd um að eitthvað kæmi fyrir hann. Það jók honum kjark og hann hefði getað klifrað upp vatnsturn- inn hennar vegna ef því hefði verið að skipta. — Björn, hrópaði hún, þegar hann sveiflaði sér upp i tréð og kleif rösklega upp i átt til gluggans. Hann var ástfanginn af henni, það vissi hann núna. Það var ekkert einkennilegt við það. Karlmenn hrifust oft af konum, sem voru eldri en þeir. Hann fann að honum var létt um að komast þetta, hann reif sig að visu á höndunum og krækti buxnaskálminni í grein, svo hún rifnaði — en það skipti engu máli. Svo sveiflaði hann sér inn um Verið velkomin i HÓTEL REYNIHLÍÐ við Mývatn Hótel Reynihlíð — f einni fegurstu sveit landsins — er tvímælalaust besti dvalarstaður yðar, er þér komið í fri til hvíldar. Viö bjóöum yður björt og rúmgóð herbergi með nýtfsku þægindum. Útvegum bíla og veiðileyfi. — Seljum ferðir um Mývatn og til allra helstu staða norðaustan lands, t.d. Hljóðakletta, Herðu- breiðarlinda og öskju. FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar jyður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 19. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.