Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 34
Fjórir draumar Elsku draumráðandi Mig dreymdi þessa fjóra drauma sömu nótt og í þessari röð. Mig langar til að biðja þig að vera svo vænn að ráða þessa drauma fyrir mig. Hér koma draumarnir og í réttri röð. Ég var í skólanum með vinkonu minni, Á. Þar var strákur X, sem ég var hrifin af á mótorhjóli. Á sagði við mig: ,,Ég mana þig, farðu og kysstu X. Eg gerði það. Þegar ég kyssti hann tók hann utan um mig og fór í sleik við mig. Eg settist á hjólið og fór með honum heim. — Ég og önnur vinkona mín, Z, vorum heima hjá mér. Við vorum að spila við borðstofuborðið. Okkur var litið út um gluggann. Fyrir utan voru strákarnir úr skólanum mínum. Þeir horfðu upp, upp á þakið. Z fór út til að athuga á hvað þeir væru að horfa. Hún var lengi úti og horfði einnig á þakið, en vildi ekki koma inn. Ég fór út á tröppur og kallaði á hana, en hún var kyrr. Svo kom systir hennar og náði í hana, hún fór heim, en horfði alltaf á þakið. Ég leit upp og sá svart- an reyk, ég þaut inn, upp á loft og sá þá að þar var reykur inni á klósetti. Eg opnaði gluggann, en þá kom upp eldur. Tveir strákar komu, X og strákur sem vinkona mín er hrifm af, W. Þeir og éggátum slökkt eldinn, en það hafði verið eitthvað að strompnum. — Ég var í bænum með vinkonu minni, Á. Við löbbuðum og skoðuðum í glugga. Allt í einu var mér hrint og ég datt fyrir bíl, sem var að fara úr stæði. Ég ætlaði að standa upp en gat það ekki, svo Á náði í sjúkrabí! og við fórum upp á Borgarspítalann (slysa- varðstofuna). Þar var X og W með honum. Þeir töluðu saman og ég og X (við X skiptum okkur ekkert af W og Á), X hafði meitt sig eins og ég. Daginn eftir, í skólanum, þá fór ég og X að tala saman. Allar stelpurnar í bekknum urðu grœnar af forvitni og fleiri með. En við fjögur þögðum eins og steinar og sögðum ekki neitt. — Ég var inni í skólanum og labbaði á ganginum, þegar mér var hrint. X hafði hrint mér, en ég sá Z og hélt að það hefði verið hann. Eg meiddi mig það mikið að éggat ekki staðið upp, svo Z bar mig til hjúkk- Mig drcymdi unnar og beið þar með mér. Þegar hún var búin að laga mig til, þá fórum við (ég og Z) saman að skólastofunum. Við töluðum saman og ég spurði af hverju hann hefði hrint mér. Hann sagðist ekki hafa gert það, heldur hafði X gert það. Ég spurði af hverju og hann sagði, „vegna þess að hann er svo hrifmn af þér. ” Ég vildi endilega fara heim til X og tala við hann, en ég sagðist vilja hafa Z með og hann sagðist geta keyrt mig til hans. Við hittumst um kvöldið I skólanum og löbbuðum síðan þangað sem Z hafði skilið bílinn eftir. Við ætluðum að setjast upp I bílinn, þegar við sáum lögguna og hentumst út úr bílnum, lögðumst á jörðina og fórum í sleik. Löggan stoppaði okkur af og spurði, hvort við vissum hver ætti bílinn. Þá sagði ég: Nei, við höfum nóg um annað að hugsa en bílinn. Síðan fór löggan. (En greyið Z er sko undir lögaldri og má ekki keyra bíl, en svo var það í draumnum.). Síðan var löggan alltaf utan í bílnum, eða sko hún var alltaf að njósna um bílinn. Við héldum áfram að kyssast, en þegar löggan fór úr augsýn stóðum við upp og ég sagði: „Guð, hvaðgerðum við?"Hann sagði ,, Við gátum ekki annað og takk fyrir að taka svona vel undir. ” Ég sagði: „Já, löggan létgabbast. Annarsséég ekkert eftir þessu, því þetta var bara gott." „ Já, "sagði hann. Síðan björg- uðumst við einhvern veginn. ” Miss Sexy í meginatriðum eru draumarnir fjórir allir sömu merkingar. Þér væri hollast að setjast niður og hugsa vel þinn gang. Ef þú ekki breytir athöfnum og lífsskoðun hið snarasta máttu búast við meiriháttar vandræðum. Sérstaklega skaltu gæta þín á að láta ekki glepjast um of af hinu kyninu, og eru viðhorf þín til samskipta við jafnaldra mjög var- hugaverð. Barnaskapur í því efni er líklegur til að verða þér til mikils tjóns og þú skalt sérstaklega varast að fram- kvæma í fljótfærni og láta um of leiðast af hópnum. Draumar þessir eru einnig að miklu leyti afleiðing hugsana í vökunni, svo ýmis tákn eru þess vegna ógreinilegri en ella. Lagið hans Helga Pé Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig einn draum. Hann er þannig: Mér fannst ég vera að passa hjá stelpu (sem við skulum kalla X) sem ég vinn með. Mérfannst eins og önnur buxnaskálmin á barninu (sem ég var að passa) dytti af. Ég spyr X hvað barnið heiti. Hún segir að hún heiti Hlíf eða Hlín (ég man ekki hvort). Þá fannst mér ég segja að ég hefði látið hana heita Sólrún Ósk, því að það passaði svo vel við lagið hans Helga Pé. Svo fannst mér allt í einu eins og við værum komnar niður að Söluskála (í bíl). Mér fannst eins og barnið væri ekki lengur I bílnum heldur stelpa, sem við skulum kalla Z. X bað mig um að fara inn I sjoppuna og kaupa sígarettur og prjónakörfu. Ég ætlaði aldrei að fá afgreiðslu. Mér fannst eins og ég fengi bara sígaretturnar en ekki prjóna- körfuna og bað því um hana aftur, en fékk hana ekki. En í því komu inn bræðurnir Y og Æ. Þeir voru alveg eins og ég í framan og eins klæddir, en ég þekkti þá samt. Svo fór ég aftur að bílnum og sagði X að ég fengi ekki prjónakörfuna. Þá fór hún sjálf af stað. Svo var draumurinn ekki lengri. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. PM Einhverjar breytingar á lífsformi eru í aðsigi og líklega verður þú fyrir vonbrigðum með góðan kunningja. Það verður þér þó til góðs, þegar til lengdar lætur og þú ættir að hafa í huga að allt tekur enda um síðir. Farðu varlega í að treysta í blindni á fólk, sem þú þekkir ekki nema af stuttum kynnum. 34 Vikan 29. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.