Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 35
Þið þekkið líkast til Bruce Bradford og Joe Monks. Þið sáuð nöfn þeirra í öllum dag- blöðunum eftir lestarránið mikla. Bruce Bradford og Joe Monks, yfirleitt nefndur Marokko-Joe, voru höfuðpaur- arnir í því ráni. Bruce var heilinn á bak við ránið en Marokko-Joe var snillingur í meðferð sjálf- virkra skotvopna. En lestarránið mikla nokkrum árum áður var hreinn barnaleikur á móts við það sem þeir nú höfðu í hyggju. Núna dugði ekkert minna en hinir árlegu gullflutningar frá Skotlandsbanka til Englands- banka — meira gat það varla verið. — Hér er Edinborg, hér er Skotlandsbanki og hér er járn- brautin sem gengur suður til London. Og hérna, nákvæmlega hérna sem ég bendi núna, er járnbrautarbrúin við Foots Cray. Og tvær mílur suður af Foots Cray er... — Ég verð að verða mér úti um yfirskorna vélbyssu, reyk- blys og 5 kg af dínamíti, skaut Marokko-Joe inn í titrandi af ákefð og snerist síðan um á gólfinu með smá sýnikennslu um hvernig skjóta á úr vélbyssu. — Rólegur, rólegur, svaraði Bruce, hálf pirraður á látunum í Joe. — Þú skalt fá að sprengja og skjóta nægju þína, en reyndu nú að einbeita þér að þessu hérna. Hvað er tvær milur suður af FootsCray? — Llanover Lane, brottfarar- síöð fyrir einkabrautina til Ballinluig Grove — ekki satt? — Fínt! Og hvar bíður Luigi Ravioli með járnbrautarlestina? — Við skiptisporið hjá Foots Cray. Þurfum við endilega að hafa Luigi með í þessu? Ég hef aldrei kunnað við þann spaghettirisa. — Við höfum þörf fyrir lest og Luigi kann að stjórna lestum. — Ef við ætlum að skipta fengnum þannig að hver fái 1500 gullstengur, hélt Marokko- Joe áfram að malda í móinn, þá myndum við fá meira i okkar hlut ef við værum bara tveir um hituna. Hvernig væri að stinga 2-3 reykblysum upp í aftur- endann á Luigi þegar allt er yfirstaðið? Við verðum líka að nota þau til einhvers! Eða þá að salla á hann nokkrum maga- Fimin minútur með WILLY BREINHOLST LESTARRÁIMIÐ MIKLA sínum úr vélbyssunni? Og Marokko-Joe tók eina vélbyssu- æfingu í viðbót með tilheyrandi snúningum á gólfinu. — Eigum við að halda okkur við áætlunina eða ekki? Bruce var orðinn langþreyttur á þrasinu í Joe. — Allt í lagi, allt í lagi! Eins og þú vilt stjóri. Luigi bíður þá með lestina á skiptisporinu við Foots Cray. — Að norðan kemur gull- lestin, fremst fer GM-lestin, þá lestin með varðmönnunum og loks... — Gullvagnarnir með nóg gull til að fylla upp í tennur allra jarðarbúa! hrökk út úr Marokko-Joe og hann hring- snerist enn einu sinni á gólfinu af fögnuði án þess að vera með neina vélbyssutilburði. — Einmitt! 5000 dásamlegar gullstangir. Dráttarlestin þýtur fram hjá Foots Cray og nálgast Llanover Lane. Við fiktum aðeins við festingarnar á skipti- sporinu, og gullvagnarnir halda áfram einkabrautina i átt að Ballinluig Grove. Lestarstjórinn i GM-vagninum klórar sér bara í hausnum og segir: — Hver þó i fjandanum! Einkabrautin til Ballinluig Grove! Þetta er ekki eins og það á að vera! Þá snar- bremsar hann þannig að allir varðmennirnir falla hver um annan þveran og bölva vitleys- ingnum sem stjórnar lestinni! Svo bakkar lestin aftur að aðal- brautinni, stansar þar í nokkrar sekúndur á meðan lestar- stjórinn skiptir úr BAKK í ÁFRAM, og á meðan . . . já, hvaðá meðan, Joe? — Á meðan læðist Luigi með lestina sína að gullvögnunum aftan frá og ég stekk til og tengi gullvagnana við lestina hans Luigi. Ekki satt! — Stórfínt! Og þá kemur Sexy-Susy allt í einu í ljós á brautarpallinum á Llanover Lane-stöðinni, sveiflar sér þar stundarkorn í stutta pilsinu sínu í gagnsærri blússu, og á meðan varðmennirnir mæna á hana í leiðslu þá skýst þú á milli lest- anna og losar vagn varðmann- anna frá gulllestunum. Síðan setur Luigi allt í botn og þýtur í norðurátt með allt gullið í eftir- dragi, en ... Marokko-Joe iðar nú allur í skinninu og segir: — Það þýðir lítið fyrir þá að ætla að veita okkur eftirför, vegna þess að ég sprengi brúna við Foots Cray í tætlur um leið og lestin hans Luigi og allt gullið sem fyllt gæti upp í allar skemmdar tennur í veröldinni, hefur farið þar yfir. Svo höldum við áfram að námunum í Nothing-Hill, og þar innst inni í námunum skiptum við gull- stöngunum „fifty-fifty” eftir að ég er búinn að senda Luigi til himna með nokkur reykblys í afturendanum. Ekki rétt? — Einmitt! Þeir félagar höfðu nú farið yfir áætlunina minnst 117 sinnum frá A til Z. Allt var gjör- hugsað, hvert einasta smáatriði. Það var hreint út sagt ekki neitt sem gat farið úrskeiðis úr þessu. Bruce Bradford útmáði áætlunarteikninguna sem hann hafði krassað á vegginn, og Marokko-Joe sat og glápti tómum augum út í bláinn — þó hugsandi. — Veikasti hlekkurinn í keðjunni er þetta með Sexy- Susy á brautarpallinum við Llanover Lane. Ertu viss um að hún verði nokkuð „sexy” lengur árið 1999 þegar við sleppum út héðan? Bruce Bradford og Marokko- Joe sátu þegjandalegir undir einum fangelsisveggnum í Dartmoor fangelsinu og hug- leiddu málið. En eins og allir vita fengu þeir báðir 40 ára dóm fyrir lestarránið mikla á sínum tíma.... Z9. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.