Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 46
MAI.AI.IDAi; hárinu tók hún snyrtitöskuna, læsti ferðatöskunni og steig út úr bílnum. Mennirnir tveir hættu að tala. Þegar hún tók ferðatöskuna út gengu þeir báðir til hennar. Lilli Selkirk sendi henni viöurkenningarbros. Augu Nicks Dexter voru köld. En hún ákvað samt að biðja hann. „Ferðataskan mín. Ég get ekki verið án hennar, hr. Dexter. Ég gat aðeins tekið með mér örfáa af kjólunum mínum en ég tók þá bestu sem ég á, þar á meðal glænýjan kvöldkjól úr silki, sem ég hef aldrei farið í. Ég er reiðubúin að bera sjálf minn farangur, aðeins ef þér leyfið mér að taka hana með.” „Engin leið, frú Farson. Þegar þér hafið gengið nokkra kílómetra um savannann mun yður jafnvel finnast snyrtitaskan vera sem sandpoki.” „En, hr. Dexter! Þetta er það eina sem égá eftir i veröldinni.” „Þér eigið ennþá líf yðar.” Þessi áminning var árangursríkari en kinn- hesturinn. „Þar að auki, frú Farson, þá bíður eiginmaður yðar eftir yður i Kilumba. Ég er viss um að hann verður fús til þess aðbæta yður skaðann.” Flann sneri sér nú undan og sagði: „Lilli, við verðum að fara.” Stóri maðurinn leit á ferðatöskuna og henti henni síðan upp í Land-Roverinn. „Það er ekkert vit í þvi að skilja þetta eftir handa hræfuglunum, frú Farson.” Barbara reyndi að leyna vonbrigð- unum. „Meðal annarra orða,” sagði hún rólega. „Þið tveir virtust ekki á eitt sáttir rétt áðan. Ég býst við að það hafi verið min vegna?” Lilli hélt áfram að róta til aftur i bílnum meðan Nick skýrði út fyrir henni. „Hr. Selkirk bauðst til þess að aka norður eftir veginum þar til hann verður bensínlaus.” „En hvers vegna?” „Til þess að beina athyglinni að sér, frú Farson. Komið hingað.” Hann gekk að mynninu og hún flýtti sér á eftir honum. „Sjáið þarna.” Hún fylgdi bendingu hans. Við sjóndeildarhringinn gat hún ekki komið auga á annað en rykmökk. Nick rétti henni sjónauka. „Sjáið sjálfar.” Hún hikaði, síðan tók hún við honum og beindi að rykmekkinum. „Vörubilar?” „Herbílar. Og án nokkurs vafa kemur NANCI HELGASON ^ AÐ EYÐA BLETTUM ÚR EFNUM SEM EKKI MÁ ÞVO til að ayfla sýrunni. Endurtakið ef nauðsyn krefur. BLÝANTSSTRIK: Nuggifl og þurrkifl mefl hreinu vatni. Ef það dugir ekki setjið þá klóróform eða vinanda yfir blettinn og þurrkið siðan með þurrum klút. VARALITUR: Mýkið efnið með vaselini eða annarri feiti. Nuggið upp úr karbon tetraklóriði. Ef þafl dugir ekki til, nuggið þá upp úr „hydrogen peroxide” og „sodium perborate". SÝRUR: Verið snögg og skolifl með volgu vatni. Ef efnifl er litað, látið þá dropa af ammóniaki drjúpa á blettinn til afl liturinn haldi sér. Annar möguleiki: Stráið bökunarsóda á báðar hliðar efnisins og látiö standa, burstið siðan af. LÍMBÖND: Nuggið efla burstifl mefl karbon tetraklóriði eða bensini. EGGJAHVÍTA: Nuddið upp úr köldu vatni. BLÖÐ: Þurrkifl mefl volgu vatni. Ef þafl dugir ekki, bætið þá ca 3 dropum af ammóníaki út i vatns- blönduna. KERTAVAX: Skafifl það mesta mefl hnif. Setjið þerripappir eða dagblað yfir blettinn og strauið siðan mefl straujárni. Ef þafl dugir ekki til, þurrkið þá yfir blettinn mefl karfoon tetraklóriði. OSTUR: Þurrkið með köldu vatni. TYGGIGÚMMÍ: Nuddifl og þurrkið mefl vinanda efla karfoon tetraklóriði. SÚKKULAÐI: Þurrkifl með karbon tetraklóriði, strjúkifl siflan yfir mefl volgu vatni. Ef það dugir ekki til, stráið þá pepsindufti yfir blettinn, látið standa í 30 minútur og skolið síflan af með vatni. KAFFI: Hellið heitu kaffi i gegnum blettinn frá ranghverf- unni. Ef þafl dugir ekki til, berið þá glyserin-feiti á blettinn og endurtakifl. EGG: Hreinsið með köldu vatni. Ef það dugir ekki, nuddifl þá upp úr karbon tetraklóríði. LÍM: Bleytið efnið upp með gufu, nuddið siflan upp úr ediki og skolið með vatni. GRASGRÆNA: Nuddið upp úr vinanda eða bensíni. ÍDÝFUR OG SÓSUR: Nuddið upp úr karbon tetraklóríði. Ef þafl dugir ekki til, bætið þá volgu vatni vifl. BLEK: Reynifl fyrst vatn. Ef það dugir ekki til, reynið þá upplausn af oxalicsýru, og þá ammoniak MOLD: Þurrkið og burstið síðan. SINNEP: Notið volgt glyserín og nuddið siðan upp úr vatni. MÁLNING: Nuddið upp úr sápu- löflri á ranghverfunni þar til litur- inn fer úr. Ef það dugir ekki, notifl þá terpentínu. SVITABLETTIR: Haldifl fhkinni yfir opinni ammoníakflösku. (Til að ná svitalykt úr fötum: Nuddið upp úr volgu vatni og 1/2 teskeið af ediki. Setjifl siflan pepsin á blettinn, látifl standa i hálftíma, burstið siðan af.) RYÐ: Notifl oxalicsýruupplausn. Efla sítrónusafa og salt. TE: Sama ráfl og vifl kaffi. TÓBAK: Notið kalt vatn, siflan glyserín og volgt vatn. GLJÁKVOÐA: Notifl terpentinu. VÍN: Setjið salt á blettinn strax og hann myndast, ef ekki notið þá oxalicsýruupplausn og amm- oníak. þyrlan aftur líka. Fótgangandi myndum við öll þrjú ekki eiga minnsta möguleika á undankomu.” „En ef hr. Selkirk ekur norður, þá verður hann —” „Enn lengra frá landamærunum. En um það leyti værum við tvö á leið suður.” Hún íhugaði hvernig það væri að vera ein með þessum manni. Hún hristi höfuðið. „Nei, hr. Dexter. Ég leyfi það ekki. Við verðum að grípa okkar tækifæri — öll saman.” Hann glotti hörkulega. „Reynið þér að telja honum hughvarf, frú Farson.” Lilli baU enda á umræður þeirra. Þrátt fyrir stærð sína hafði hann komið hljóðlaust að þeim. „Þú þarfnast þessa, Nick.” Hann hélt á bakpoka og við hann var fest upprúll- að svefnteppi, vatnsflaska, eins og hermenn nota, og annar veiðiriffillinn. Barbara gekk í veg fyrir hann. „Þetta er ekki réttlátt, hr. Selkirk. Hvers vegna ættuð þér...” „Vegna þess,” greip hann fram i, „að ég ferðast alltaf best einn míns liðs. Mis- skiljið mig ekki. Það er ekkert hetjulegt að aka tíu til fimmtán kílómetra og yfir- gefa síðan Land-Roverinn. Möguleikar mínir til þess að komast aftur til Kilumba eru hundrað sinnum betri en Nicks. Ég get farið á mínum eigin hraða yfir mýrarnar, án nokkurra hindrana.” Skyndileg harkan í rödd hans ruglaði hana. En Barbara fann að hann var að segja satt. Hún reyndi að tala. Lilli bandaði hendinni. „Málaliðar lifa á því sem landið gefur þeim, frú Farson. Það er kominn tími til þess að við skiljum.” Hann sveiflaði bakpokanum af öxl- inni og Nick tók hann. Þegar Lilli var fullbúinn tók Nick í höndina á honum. „Farðu nú varlega. Við bíðum eftir þér við ána.” Rödd hans var sem stál en Barbara sá vel söknuðinn í augum hans. „Frú Farson.” Lilli tók í hönd hennar. „Þér eruð í góðum höndum. Gangi yður vel.” Hún hélt enn í höndina á honum, óttaslegin. Henni fannst sem hún væri að missa stuðningsmann. „Verður allt í lagi með yður, hr. Selkirk?” spurði hún hljóðlega. „Auðvitað verður allt í lagi með mig. Sá maður finnst ekki sem getur komið Lilla Selkirk frá, ha, Nick?” Nick sagði ekkert. Hann sneri frá vini sínum og gekk í áttina að opinu. Grafkyrr horfði Barbara á stóra manninn snúa Land-Rovernum við og aka út í sólskinið. Hann var kominn út á veginn, þegar hún loks tók upp snyrti- töskuna og hélt á eftir Nick Dexter. Þrátt fyrir öll þau ár, sem hún hafði átt heima í Afriku, hafði hún aldrei kynnst af eigin raun ógestrisni villi- merkurinnar, þar til nú. En hún vissi að hún var jafnhrædd við manninn sem nú var hennar eini fylgdarmaður. 46 Vlkan 29. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.